23.11.2010 | 22:27
Sjálfbært hvað?
Ég er algjörlega á móti þessari framkvæmd og tel lífeyrissjóðinn minn ekki hafa heimild til þess að lána fé í framkvæmd sem að verður rukkuð úr mínum eigin vasa
Ég er orðin illa pirraður yfir því að andagift forystumanna hér á öllum sviðum sé svo döpur að eina sem þeir geta að mínu mati er það að ganga í skrokkinn á þegnum sínum og umbjóðendum
Þessir sömu sjóðir gátu ekki lánað orkufyrirtækjum en nú eru þeir búnir að finna réttu fjárfestingarleiðina það er að arðræna umbjóðendur sína. Við skulum þó ekki gleyma því að ein ástæða fyrir því að þeir gátu ekki lánað til orkufyrirtækis var að það hefði ekki hækkað taxta sína á neytendur.
Þeir hafa þegar fengið 126 000 000 000 í formi vísitöluhækkanna á lánum séu tölur sem ég sá hér á bloggi réttar og nú ætla þeir að taka meir af okkur landsmönnum.
Þetta er kallað sjálfbært en ef ríkið leggur vegin og ég borga í formi skatta er þá ekki framkvæmdin jafn sjálfbær og að ég borgi í formi veggjalda ég borga jú í báðum tilfellum Þetta er ekkert annað en hrein og bein sjálftaka úr vösum okkar landsmanna ein enn sjálfatakan og það er komið nóg af þeim.
Við borgum framlög til vegamála í formi gjalda og þau á að nota til vegamála en ekki peninga lífeyrissjóða okkar þá á að ávaxta þannig að ávöxtunin verði vegna uanaðkomandi fjármagns en ekki úr vösum okkar sjálfra.
Menn geta sannreynt þetta með því að taka peninga úr vinstri vasa og lána í þann hægri borga síðan til baka verðtryggt með vöxtum þegar þeir færa féð til baka í hægri vasa. Þegar upp er staðið þá er fjármagnið sótt í naflann á manni sjálfum sem hægt og rólega verður févana.
Ég hef sagt það áður að ég tel þetta ekki vera neitt annað en aukagreiðslur í lífeyrissjóði til að standa undir sömu lífeyrisgreiðslum og fyrr. Ég borga 1000 kr í sjóðinn sem lánar þær til vegagerðar sem ég borga með því að nota veginn + kostnað vexti og verðbætur ca 2000 kr sennilega þannig að mín skoðun er enn sú sama það er verið að láta mig borga 3000 kr til að ég geti fengið 7 til 800 kr til baka úr lífeyrissjóð seinna.
Flott kerfi sem að mínu mati er þarf tvímælalaust að stokka upp sameina í einn sjóð fyrir alla með sömu upphæð á alla, menn geta síðan tryggt sig betur með séreignasparnaði ef þeir vilja.
Núverandi kerfi er ekki að virka finnst mér.
![]() |
Enn ósamið um vaxtakjör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2010 | 11:56
Er þessi Helgi frá Íslandi.
Ég held að hér hljóti að vera misskilningur á ferðinni þessi Helgi getur ekki verið héðan lesi maður fréttina. Ég held að hér hljóti að hafa verið á ferðinni einhver ferðafélagi borgarstjóra frá sólkerfi Pretadoranna og útlenskir eitthvað misskilið málið.
En sé þetta allt á misskilningi byggt hjá mér þá langar mér nú að vita hvers vegna Samfylkingin og VG hafa ekki nýtt þau tækifæri sem að Helgi segir að felist í kreppunni. Ég hef ekki séð að það sé gert og ég þekki engan sem að hefur séð það.
"Sagði hann írsku þingmönnunum að það fælust einnig ákveðin tækifæri í kreppunni. Meðal annars að endurskipuleggja hlutina, að gera betur."
Ég myndi segja víð þá erlendu "komið til Íslands og sjáið hvað við gerðum passið ykkur síðan á að gera eitthvað allt annað því það er leitun á öðru eins klúðri og hér hefur átt sér stað í endurreisninni"
![]() |
Reyndi að hughreysta Íra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2010 | 16:12
Leiðréttið mig ef rangt er.
Ég held ég skilji það rétt að umræddir Hagar séu í eigu einhvers banka Þetta fyrirtæki er að fá lán til útrásar á annan markað meðan að fyrirtæki sem en hafa getað haldið sjó mæta oft á tíðum hranalegum viðtökum í hinu sama kerfi.
Ég ætla rétt að vona að ég hafi rangt fyrir mér og að umrætt fyritæki sé í blómlegugm rekstri og hafi staðið við allar sínar skuldbindingar og sé ekki í eigu bankastofnunar sem er þá komin í samkeppni við önnur fyrirtæki.
![]() |
All Saints fær 20 milljónir punda að láni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2010 | 14:12
Samhljóma
Niðurstaða fundarins er óvíræð standa skal saman um að halda áfram að læða okkur inn í ESB, halda áfram að koma þeim sem að voguðu sér að reyna að koma fjölskyldum sínum undir þak undan þökunum, drepa niður alla vinnu, hlyða AGS og umfram allt gera hvað sem þarf til að halda í stólana og bitlingana.
Íslensk stjórnmál í hnotskurn
![]() |
Ótvíræður stuðningur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2010 | 13:23
Alltaf til peningur í bullið
Bara þetta er eitt af því sem að mætti sleppa því að það skiptir engu máli fyrir endanlegt uppgjör hluta hér þetta er að mínu mati eingöngu minnisvarði um hefnigirni og innra eðli þeirra einstaklinga sem að hafa staðið fyrir þessu.
Rannsóknarskýrslan tók vel á þessum málum og er í sjálfu sér dómur yfir verkunum og fáu við að bæta.
Þessum peningum hefði verið betur varið í atvinnu uppbyggingu og aðstoð við fátæka eins þeim peningum sem verja á í stjórnlagaþing og settir voru í þjóðfund.
Það þarf að forgangsraða og við hljótum að eiga heimtingu á því að forgangsraðað sé þannig að mál sem skipti afkomu almennings mestu séu tekin fram yfir minna áríðandi mál sem nógur tími er til að leysa seinna.
Síðan er það spurninginn hvers vegna er forgansraðað svona sú spurning er áleitin.
![]() |
Landsdómur kosti 113 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2010 | 11:10
Út yfir gröf og dauða.
Það er þeim skötuhjúunum ekki nóg að ofsækja okkur í lifandi lífi heldur þurfa þau að leggja hendur sínar á það sem að við skiljum eftir okkur hérna megin þegar við kveðjum Það má segja að við séum skattlögð út yfir gröf og dauða. Hvað skildum við annars vera búin að borga mörg hundruð prósenta skatta af þessum reitum þegar við loksins kveðjum
EInn er þó hópur sem siglir undir radarnum og kemst bara nokkuð vel frá þessu enda er hann ekki nema örfá prósent af ákveðinni tölu en það er sá hópur sem að fékk tryggðar 1.736.000.000.000 kr í bankahruninu. Hvers vegna skildi það vera. ??????????????????????????? Ég hef ekki orðið var við að menn telji ástæðu til að skattleggja þá björgun sérstaklega þó að hægt sé að skattleggja fólk fyrir að verða sjúklingar, gamalmenni, og núna síðast ættingjana vegna þess að maður drepst.
Ég á ekki orð til yfir velferðinni allri saman
![]() |
Skattur á arf hækkar um áramótin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2010 | 20:52
Er verið að reyna að drepa hagkerfið.
Íslenska hagkerfið er eins og lítil hagamús sem króuð er af í eldhúshorni þeirra Jóhönnu og Steingríms sem standa yfir músarræflinum með sitthvorn strákústinn og lemja sem mest þau mega hingað til hafa þau ekki hitt nema á halann en með sama áframhaldi tekst þeim ætlunarverkið sem er að drepa músargreyið endanlega svo að hægt sé að koma á hinu músarlega alræði öreiganna hér á landi.
Ég vona að sjálfsbjargarviðleitni hins músarlega hagkerfis sem borið er upp af Íslenskum þverhausum sem bíta á jaxlinn og glotta framan í skafrenning, slyddu og vinstristjórn, verði strákústasveiflandi hjónakornunum yfirsterkari að lokum og þeim skriki fótur á rauðvínsbletti á eldhúsgólfinu eftir síðustu rýnivinnu með ESB og músin sleppi út og geti haldið áfram þar sem frá var horfið að byggja upp alvöru kerfi velferðar og jöfnuðar hér á landi.
![]() |
Hagkerfið sýnir viðbragðsflýti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2010 | 20:16
Standa saman
Ef það er einhvað að marka okkur sauðsvartan þá bregumst við við með því að setja miða á hurðir okkar að þessa blaðs sé ekki óskað og sniðgöngum það á dreifistöðvum. S'ynum nú samstöðu og látum ekki okkar eigið innræti í að hnysast í mál náungans verða réttlætiskendinni yfirsterkari.
Ég bið Marinó um að endurskoða afstöðu sína
![]() |
Segir sig úr stjórn vegna umfjöllunar Fréttatímans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2010 | 09:25
Löglegt?
Er það löglegt að taka peninga sem merktir eru í verkefni í annað spurning hvort að það er ekki brot á einhverjum lögum ef svo er ekki þá er þar verkefni fyrir stjórnlagaþing.
Að rukka fyrir útvarp og nota það síðan til að ráða sér rágjafa eða í eitthvað annað getur ekki verið rétt eða góð stjórnsýsla
![]() |
Hluti útvarpsgjalds rennur í ríkissjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2010 | 08:18
Gengur ekki lengur
Sama fólkið og segir að ekki megi skattleggja séreignasjóðina notar nú útgreiðslu úr þessum sömu sjóðum til að fegra kaupmáttarskerðinguna við hirðum af þér 100 kall en þú ferð bara í bankabókina þina og nærð í 80 kall í staðin og auðvitað hirðum við skatt af þessum 80 kall þannig getum við falsað hina raunverulegu kaupmáttar skerðingu.
Þetta er bull og það að hlusta á Bylgjuna á fimmtudagsmorgnum sem eru morgnar kenningar smiðsins um fé án hirða vekur hjá mér löngun til að hafa samband við þá sem að bjóða fólki til uppruna okkar í heimabæ Ingólfs. Ekki það að ég þurfi á því að halda heldur vegna þess að ég er að verða þeirrar skoðunar að ég vilji ekki að börnin mín og barnabörn alist upp innan um fólk sem að hefur ekki nokkrar réttlætis eða sómakennd.
Ég hef hingað til haldið að samtrygging væri fólgin í því að allir bæru byrðarnar en er að gera mér ljóst að það eru ansi margir sem að líta þannig á að allt í lagi sé að mergsjúga fólk meðan nokkur dropi er eftir sé það gert í þágu sértækra hagsmuna sem oftar en ekki eru ansi nálægt því að vera eigin hagmunir. Ég á við hér þá andstöðu við að leiðrétta þann forsendu brest sem ég vil kalla glæp og varð hér. Þetta er eins og að tryggingarfélög vilji ekki greiða fólki út bætur af því að það á pening til að kaupa það sem stolið var og ef það á það ekki þá geti það bara tekið út sparnaðinn.
Það er komið mál til að venjulegt t fólk hér á landi hópi sig saman og stofni breiðfylkingu til að stoppa þetta rugl það er ljóst að breiðfylkingar háskólamanna leikara og skemmtikrafta eru ekki færar um það.
Alþýðu Jón og Gunna þurfa að axla ábyrgð og sækja til valda það var fólk af því kaliberi sem reisti landið úr rústum liðinna alda og það er greinilegt að það þarf fólk af því kaliberi til að koma skikki á málin hér aftur það er greinilegt að þær stéttir sem að hér halda völdum gera það ekki . Öll heimsins stjórnlaga þing Evrópuumsóknir og annað bull gera það ekki heldur aðeins réttlæti og samhjálp með dash af siðferði og ég sé ekki mikið af þeim réttum á matseðli þeirra sem nú ráða á flest öllum sviðum..
Ritað eftir að hafa hlustað á Pétur Blöndal og Lilju í morgunþættinum og lesið nýjustu velferðaráætlun AGS,Steingrims og Jóhönnu.
![]() |
0,5% kaupmáttarlækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |