Sjálfbært hvað?

Ég er algjörlega á móti þessari framkvæmd og tel lífeyrissjóðinn minn ekki hafa heimild til þess að lána fé í framkvæmd sem að verður rukkuð úr mínum eigin vasa
Ég er orðin illa pirraður yfir því að andagift forystumanna hér á öllum sviðum sé svo döpur að eina sem þeir geta að mínu mati er það að ganga í skrokkinn á þegnum sínum og umbjóðendum

Þessir sömu sjóðir gátu ekki lánað orkufyrirtækjum en nú eru þeir búnir að finna réttu fjárfestingarleiðina það er að arðræna umbjóðendur sína. Við skulum þó ekki gleyma því að ein ástæða fyrir því að þeir gátu ekki lánað til orkufyrirtækis var að það hefði ekki hækkað taxta sína á neytendur. 

Þeir hafa þegar fengið 126 000 000 000 í formi vísitöluhækkanna á lánum séu tölur sem ég sá hér á bloggi réttar og nú ætla þeir að taka meir af okkur landsmönnum.

Þetta er kallað sjálfbært en ef ríkið leggur vegin og ég borga í formi skatta er þá ekki framkvæmdin jafn sjálfbær og að ég borgi í formi veggjalda ég borga jú í báðum tilfellum Þetta er ekkert annað en hrein og bein sjálftaka úr vösum okkar landsmanna ein enn sjálfatakan og það er komið nóg af þeim.

Við borgum framlög til vegamála í formi gjalda og þau á að nota til vegamála en ekki peninga lífeyrissjóða okkar þá á að ávaxta þannig að ávöxtunin verði vegna uanaðkomandi fjármagns en ekki úr vösum okkar sjálfra.

Menn geta sannreynt þetta með því að taka peninga úr vinstri vasa og lána í þann hægri borga síðan til baka verðtryggt með vöxtum þegar þeir færa féð til baka í hægri vasa. Þegar upp er staðið þá er fjármagnið sótt í naflann á manni sjálfum sem hægt og rólega verður févana.

Ég hef sagt það áður að ég tel þetta ekki vera neitt annað en aukagreiðslur í lífeyrissjóði til að standa undir sömu lífeyrisgreiðslum og fyrr. Ég borga 1000 kr í sjóðinn sem lánar þær til vegagerðar sem ég borga með því að nota veginn + kostnað vexti og verðbætur ca 2000 kr sennilega þannig að mín skoðun er enn sú sama það er verið að láta mig borga 3000 kr til að ég geti fengið 7 til 800 kr til baka úr lífeyrissjóð seinna.

Flott kerfi sem að mínu mati er þarf tvímælalaust að stokka upp sameina í einn sjóð fyrir alla með sömu upphæð á alla, menn geta síðan tryggt sig betur með séreignasparnaði ef þeir vilja. 

Núverandi kerfi er ekki að virka finnst mér.

 

 

 


mbl.is Enn ósamið um vaxtakjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband