Öfugmæli

Samkvæmt orðabókinni þýðir tap það að maður verður fyrir missi,  týnir eða tapar einhverju sem að maður á.  Það er ekki tap ef ég tek hjólbörur nágranna míns og verð að skila þeim aftur. Þá hef ég ekki tapað hjölbörum.

Það að skilgreina eign sem verður til við ólöglega framkvæmd sem tap er skrumskæling á þessu orði að mínu mati. Hið rétta er að bankarnir hafa hagnast um 51 milljarð með athæfi sem dæmt var ólöglegt það er mun réttari sýn á málið að mínu mati frekar en að þeir hafi tapað einhverju. 

Að umræðan sé á þessum nótum er að mínu mati dæmi um lélegt siðferði eða hvað er það annað en skrumskæling á siðferði þegar það telst tap að þurfa að skila aftur  51 000 000 000 af ólöglega fengnu  fé og stjórnvöld leita allra leiða til að bæta þeim sem glæpinn framdi skaðan, fjölmiðlar taka undir söngin um tapið en þeir sem urðu fyrir skaðanum liggja óbættir hjá garði og stjórnvöld standa ekki vörð um hagsmuni þeirra.

Það virðist sem ekkert sé gott og gilt nema hagsmunir fjármagnsins  er það kannski vegna þess að fjármagnið hefur hreðjatök á fjórðavaldinu gegnum skuldastöðu þess það skildi þó ekki vera það er eitthvað bogið við fjórðavald sem að fullyrðir dag eftir dag að einhver hafi tapað fé af því að hann var dæmdur til að skila því sem hann tók ólöglega.
Það er líka eitthvað bogið við stjórnvöld sem að verja þá sem dæmdir hafa verið fyrir ólöglegan verknað.

Síðan er annar flötur á þessu ef fjármálafyrirtæki hafa tekið 51 000 000 000 til sín á ólöglegan máta þá hafa þau með því tekið þetta fjármagn úr veltu þjóðfélgasins aukið kyrrstöðu og tap og valdið skaða eins og minni VSK veltu og að mínu mati spurning hvort að þar sé ekki um refsiverða háttsemi að ræða.

Rétt er fyrirsögnin

Bankarnir sem um ræðir tóku til sín  51 000 000 000 af fé fyrirtækja og almennings á ólögmætan hátt.


mbl.is Tapa 51 milljarði á dómnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband