Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015
29.3.2015 | 09:55
Er villa í fræðunum
Það er sagt að konan hafi verið gift manni sem veiktist en náði sér af ebólu. Það mætti draga þá ályktun af málinu að hún hafi sennilega smitast af honum því að ný tilfelli voru hætt að koma upp. Þetta vekur því upp þá spurningu hvort að þeir sem að hafa fengið þennan sjúkdóm geta í raun verið smitberar áfram og þá mikið lengur en okkur er sagt og þar með hvort að það er eitthvað í baráttunni við hann sem að okkur yfirsést.
Fyrsta ebólusmitið í rúman mánuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2015 | 22:58
Að hitta naglann á höfuðið.
Trevor hittir naglann á höfuðið og kafrekur hann.
Þetta er raunsönn lýsing á þeirri umræðuhefð sem hefur skapast eða eiginlega algjörum skort á umræðuhefð.
Það lýsir ástandinu að sá sem hefur gert fréttina tekur sérstaklega fram að Trevor sé ekki bara vinstri maður heldur líka blökkumaður og þá fyrst er óhætt að skrifa fréttina sennilega án þess að verða kallaður öllum illum nöfnum. Það sýnir hvað óttinn er orðin mikill við að ræða skoðanir sem að ekki eru mainstream og enduróma að allt sé svo fallegt og bjart við þau samfélög og þá þróun sem að þau ganga i gegnum núna.
Hvet fólk til að lesa þetta, hér er góð greining á þessu máli ein besta sem að ég hef lengi séð. Við þurfum ekki að leita lengra en í ummæli Ásmundar og viðbrögð við þeim og hvernig ummæli um skipulagmál urðu að hamförum í síðustu kosningum.
Það er orðin viðtekin venja að kaffæra fólk með öfgastimplum ef skoðanir þess falla ekki í kramið hjá hinum útvalda hópi sem flest veit betur en aðrir, eða telur sig alla vega vita betur.
Barðir niður með rasismakylfunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2015 | 13:02
Ég mæri þetta.
Ekki fylgist maður nú vel með að hafa ekki fyrr heyrt orðið hafmæri. Smá leit fullvissaði karlinn þó um að orðið er til. En það er eins gott að beita því rétt og gera engin mistök því það er mikill munur á hafmær og hafmæri. Heldur er þó hafmærin athyglisverðari myndi ek halda alla vega í návígi alla vega. Enn orðið hafmæri mæri ég.
Slepptu tugum fiskibáta úr haldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2015 | 15:12
Ruglingsleg skilaboð
Er ekki ákveðin þversögn í því að vilja ekki þiggja gjöf en leyfa hana með semingi og ætla svo að hirða hana. Gjöfin var til barnanna en ekki skólana. Rökréttast væri að skólarnir skiluðu þá gjöfinni til stjörnuskoðunarfélagsins sem að gæti þá gefið öðrum hana 2026 sem að kynnu þá vonandi betur að meta það sem vel er gert.
Eru þetta ekki misvísandi skilaboð til uppvaxandi kynslóða að það sé í lagi að berjast á móti einhverju en sannfæringin gagnvart því er ekki meiri en svo að síðan er í lagi að taka það til eigin notkunar.
Tek fram að ég geri mér fullvel grein fyrir að vandamálið liggur hjá borginni en ekki skólastjórnendum
Gleraugun munu nýtast við kennslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2015 | 14:52
Refsiaðgerðir á vesturlönd.
Til að vera samkvæm sjálfum sér verða Bandaríkin að beita ESB ríki refsiaðgerðum sé það refsivert að þegnar berjist í öðrum ríkjum. Því samkvæmt SAPO berjast á annað hundrað Svíar hið minnsta með ISIS og sjálft ESB telur að minnst 3000 Evrópubúar berjist með þeim.
Því hlýtur að vera borðleggjandi að beita þurfi þau ríki refsiaðgerðum vegna þess að þau styðji byltingarsinnanna í ISIS. Eða eru refsiaðgerðir gegn Rússum einungis undirlægjuháttur gagnvart Ameríska stórveldinu og eigin hagsmunapólitík í bland við útþenslu stefnu til austurs.
Trúverðugt er það alla vega ekki fyrr en öll ríki verða beitt refsiaðgerðum ef þegnar þeirra berjast með uppreisnar hreyfingum.
Það má líka túlka þetta á þann veg að úr því að refsiaðgerðum er beitt vegna þess að aðskilnaðarsinnar í Úkraínu eru voða vondir og það réttlæti refsiaðgerðirnar.
Þá hlýtur sú staðreynd að það er látið óátalið að þegnar ríkja berjist með ISIS í raun þýða að sú samtök séu viðkomandi ríkjum ekki eins á móti skapi og af er látið.
Eða kannski er þetta bara eitt enn birtingardæmið um tvískinnung í henni veröld.
Lítil börn fylgdust með aftökunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2015 | 20:25
Talsmaður Evrópusambandsins
Það væri fróðlegt að vita það og fá staðfest frá ESB að það hafi haft samband við stjórnarandstöðuna til að láta hana vita að þeir skildu ekkert í bréfi sem að barst frá Íslandi.
Annað er ekki að skilja af málflutningi stjórnarandstöðunnar sem er þá greinilega í all góðu samstarfi við Brussel.
Það væri líka gaman að vita hvða skilning umrætt ESB hefur á bréfi sem að barst frá íslenskri stjórnarandstöðu þar sem því er haldið fram að rétt kjörið stjórnvald landsins hafi ekkiheimild til að stjórna. ?
Kannski að Sigmar taki það fyrir í Kastljósi einhvert kvöldið. Kastljósi þar sem að viðmælandinn fær vonandi að tala í smá stund ótruflaður.
Móttakandinn skilur ekkert í bréfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2015 | 20:36
Bara að banna strákunum.
Af hverju taka mæður sig bara ekki til og banna sonum sínum að troðast svona fram fyrir stúlkurnar. það ætti að vera hæg heimatökin því að allir þeir 91% drengja sem að vaða fram í myndbandaráð eru sýnir mæðra sem ættu að reyna að hafa einhverja stjórn á þessu.
Annars held ég nú að mynd sem að heitir Afi sé sennilega aðallega um Afa og mynd sem að fjallar um Harry og Heimi sé aðallega um Harry og Heimi. Þannig að það liggi nú ljóst fyrir að það sé frekar karlægur halli á henni. Eins og var á mynd sem að hét Stella í orlofi og framboði þar voru karlar sem nytjahlutir og olli ekki neinu fjaðrafoki.
Höggið er frábær mynd Djúpið var líka góð mynd. Góð mynd er ekki góð vegna kyns þeirra sem gera þær heldur vegna hæfileika þeirra.
Sé hins vegar svo að þeir sem hafa verið að gera hér myndir og hafa fengið til þess styrki séu lélegir og aðrir séu hæfari þá á bara að segja svo en ekki blanda kyni inn í málið.
Eru konur 15% þjóðarinnar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2015 | 13:18
Vantar nýja skóla
Ég gæti haft rangt fyrir mér en ég stóð í þeirri meiningu að fólksfjölgun væri ekkert sérstaklega ör í Bretlandi þessi kvartilin. Að það þurfi 270.000 ný grunnskólapláss í 500 nýjum skólum finnst mér skrýtið. Svo er enn skrýtnara í ESB ríki að bygging skóla skuli vera kosningamál. Hélt að menntun allra væri skilda af hálfu ríkisins og skólar væru byggðir þegar þörf er á.
En samkvæmt þessu þá verða 270 000 skólabörn í Bretlandi án skóla ef að Cameron nær ekki völdum. Eða þannig sko.
Kosningaloforð upp á 500 nýja skóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2015 | 20:38
Aukinn álagning ?
Ef maður kíkir á NAsdaq þá er ekki að sjá hækkun. Dollari hefur að vísu hækkað en spurning hvort að það er þett amikið.
Vonandi að FÍB fræði okkur á þessu eftir helgina
Bensínlítrinn í 211,8-214,9 kr. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2015 | 14:31
Jólapakkinn.
Eftir því sem að tímin líður og meira af umbúðunum er tekið af ESB jólapakkanum. Hugnast mér hann sífellt verr.
Vill sameiginlegan her innan ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |