Refsiaðgerðir á vesturlönd.

Til að vera samkvæm sjálfum sér verða Bandaríkin að beita ESB ríki refsiaðgerðum sé það refsivert að þegnar berjist í öðrum ríkjum. Því samkvæmt SAPO berjast á annað hundrað Svíar hið minnsta með ISIS og sjálft ESB telur að minnst 3000 Evrópubúar berjist með þeim.

Því hlýtur að vera borðleggjandi að beita þurfi þau ríki refsiaðgerðum vegna þess að þau styðji byltingarsinnanna í ISIS. Eða eru refsiaðgerðir gegn Rússum einungis undirlægjuháttur gagnvart Ameríska stórveldinu og eigin hagsmunapólitík í bland við útþenslu stefnu til austurs.

Trúverðugt er það alla vega ekki fyrr en öll ríki  verða beitt refsiaðgerðum ef þegnar þeirra berjast með uppreisnar hreyfingum.

Það má líka túlka þetta á þann veg að úr því að refsiaðgerðum er beitt vegna þess að aðskilnaðarsinnar í Úkraínu eru voða vondir og það réttlæti refsiaðgerðirnar.

Þá hlýtur sú staðreynd að það er látið óátalið að þegnar ríkja berjist með ISIS í raun þýða að sú samtök séu viðkomandi ríkjum ekki eins á móti skapi og af er látið.

Eða kannski er þetta bara eitt enn birtingardæmið um tvískinnung í henni veröld.

 


mbl.is Lítil börn fylgdust með aftökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver á að taka ákvörðun um refsiaðgerðina og í hverju á hún að felast?

Td. aftöku á þeim sem koma heim. Auga mót auga, tönn fyrir tönn.

Það er mín tillaga!

Þessir einstaklingar skilja aðeins ofbeldi og aftökur.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.3.2015 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband