Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015
4.3.2015 | 21:31
Verjandi?
Ég er búin að lesa fréttina og einnig frétt BBC og eldri fréttir og hvergi finn ég annað en að ákærði neiti sök. Það kemur því frekar spánskt fyrir sjónir þegar fyrsta orð verjanda hans er sekur.
Finnst að maðurinn ætti að fá sér annan verjanda.
Hann gerði það | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2015 | 16:58
Upplýsingar óskast.
Mér þætti vænt um að einhver sem veit hvar hægt er að nálgast þá rannsókn sem vísað er víða og af hverjum ráðamanninum á fætur öðrum um að helsta dánarorsök kvenna á aldrinum 16-44 í Evrópu sé heimilisofbeldi, að ef einhver veit af tengli á þessa rannsókn að hann myndi setja hana hér inn hjá mér.
Fróðleikur er alltaf vel þeginn og ég er búin að skoða vefi stofnana eins og WHO til að finna þessar upplýsingar en finn þetta hvergi á skrá yfir helstu dánarorsakir kvenna. Hafi Steingrímur rétt fyrir sér og helsta dánarorsök kvenna á Íslandi sé eins og í Evrópu heimilisofbeldi þarf strax að grípa til aðgerða afkomendum mínum í kvenlegg til varnar.
Sé hinsvegar ekki svo eiga afkomendur mínir í karlegg ekki að þurfa að sitja undir röngum ásökunum. Það er nefnilega svo að umræðan eins og önnur umræða um hópa sem markaðir eru af kyni eða trúarbrögðum nær yfir allan hópinn ekki bara svörtu sauðina.
En upplýsingar um þessa staðreynd varðandi helstu dánarorsök Evrópskra kvenna væri fróðlegt að fá.
Ofbeldi gegn konum alvarlegri ógn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2015 | 21:04
Raunveruleikinn.
Ég verð skeptískur þegar að mannkynið vill fara að stjórna náttúrunni. Eins og að ákveða að hitastig skuli ekki breytast nema um 2°C frá upphafi iðnbyltingar. Mér finnst það vel í lagt og mikil trú á getu okkar mannanna.
Það væri fróðlegt að vita hvers vegna sá tími var valinn,var hann eitthvað betri eða réttari en annar tími.
Var kannski hitastig á landnámsöld betra, eða 1284 kannski 1890 af hverju endilega iðnbylting.
Er það vegna þess að það hljómar við kenninguna að þetta sé aðallega útblæstri sem hófst þá að kenna. Það er ef að það er eitthvað sem er einhverju að kenna.
Það eru örugglega mörg tímabil í jarðsögunni með hitastigi sem að hentar jafn vel eða betur.
Ég er skeptískur á hluti sem að fólk græðir á. Ég hef séð hvað von um gróða getur gert hinu breyska mannkyni.
Þar kemur sala og höndlun með kolefniskvóta inn í málið. Einnig ákefð stjórnmálamanna til að leggja á skatta og hvað er betra en heimsendaskattar peningar draga ekki það besta fram í mannskepnunni.
Loftslagsmál eru nefnilega alveg heljar gróðamaskína og ótrúlegur fjöldi sem að vinnur við þá vá og öll viljum við jú halda vinnunni og vei þeim sem efast staða þeirra fer að verða á svipuðu plani og galdrakinda miðalda.
Við eigum að ganga vel um nýta auðlindir og hugsa um jörðina hún fæðir okkur og til þess þróa nýja og betri orkugjafa og það kemur. En upphrópanir um að við getum tekið einhvern punkt í heimsögunni og sett hann sem eilífðarpunkt í eins flóknu fyrirbæri og gangverki jarðar er frekar hrokafullt af manskepnunni finnst mér.
Ein leið gæti þó hægt umtalsvert á útblæstri í andrúmsloftið og það væri að banna flugferðir og almenn ferðalög um heiminn, skipa fólki að vera á þeim stað sem það fæddist, halda sig þar og rækta jörðina í sveita síns andlits.
Ferðalög okkar eru nefnilega stór hluti þessarar mengunar sem mönnum er tíðrætt um og með því að banna þau má líka draga úr iðnaði því fólk þarf minna til sín ef það heldur sig heima við og helgar sig eingöngu brauðstritinu.
En þessi aðgerð myndi krefjast þess að hinn vestrænni heimur legði mest á sig og ég efast um að það sé mikill raun vilji hjá okkur til að afsala okkur rétti okkar til að vera á sífelldu flakki um hvippinn og hvappinn. En aldrei að segja aldrei.
Sama væri mér ég nenni ekki að fara neitt hvort eð er. Þessi aðgerð hefði að vísu all nokkrar aukaverkanir eins sem má fræðast um með því að lesa söguna. Aðallega kaflana um hungursneyðir og manfelli.
Einnig þarf að draga úr fólksfjölgun það er ein orsök aukinnar þarfar og því þarf að að setja kvóta á barneignir. Það yrði líka markaður í því sem örugglega nýttist einhverjum.
Að vísu er þessi þróun hafin á vesturlöndum, fólksfækkun. Kannski er það varnar viðbragð móður jarðar.
Líkön hvað góð sem að þau eru hafa alltaf annmarka einn af þeim er sú staðreynd að við breyskir menn setjum í þau gögnin og það er í mannlegu eðli að gera mistök.
Ég hef trú á að líkön til hafnargerða séu margreynd en samt byggðum við Landeyjarhöfn. Brýr eru byggðar eftir bestu líkönum og hrynja.
Líkön eru samt góð en þau eru alltaf eins og orðið segir líkön en aldrei hrár raunveruleikinn með öllum sínum fjölbreytileika.
Þekking er oftast rétt á einhverju ákveðnu tímabili.
Við þekkjum fréttir af banvænum eggjum sem drápu fólk í stórum stíl, bannvænni fitu sem hvorutveggja steypti í æðakerfi fólks.
Hvorugt í dag er eins bannvænt og það var áður.
Mér sýnist að það sveiflist allt upp og niður gegnum tíðina bæði loftslag þekking og hvað er inni og úti í hvert sinn.
Margt af því sveiflast því miður í takt við markaðinn og á svoleiðis sveiflum hef ég vantrú.
En göngum vel um tökum ekki meir til okkar en við þurfum til eigin brúks og þá farnast okkur sæmilega svo lengi sem að móðir jörð og náttúruvalið ákveður að við eigum stað í gangverkinu.
Ég hef ekki meira vit á þessu máli í dag heldur en ég hafði á árum áður þegar ég las skelfingu lostinn að haft var eftir færustu vísindamönnum að mögulega væri hægt að hægja á komandi Ísöld með kjarnorkusprengum sem myndu þyrla ryki upp í himininn og hægja á hinni komandi Ísöld.
Koldíoxíðið er brennuvargurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |