Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Að toppa sjálfan sig.

Ég er þeirrar skoðunar að við sem köllum okkur vestræn og aðhyllumst gildi sem kölluð eru vestræn, séum snillingar í að toppa sjálfa okkur í tvískinnung og hræsni, þessa dagana.

Nú er hluti okkar búnir að undirrita samning um að þjálfa það sem kallað er hófsamir uppreisnarmenn. Það eru einhverjar deilur um í hverju á að þjálfa þá, það er hverja þeir eigi að ráðast á. Minnir mann svolítið á að verið sé að þjálfa veiðihunda.
Það segir í fréttinni að langar viðræður hafi staðið yfir um hverja ætti að ráðast á sem oft endar með því að viðkomandi líkur jarðvistinni. Er sem sagt drepinn.

Á sama tíma gagnrýnum við aðra fyrir að þjálfa uppreisnarmenn sem að við köllum vonda aðskilnaðarsinna, en það eru verri uppreisnarmenn en  uppreisnarmaður sem þjálfaður er af okkur og skilgreindur sem hófsamur.

Saga hófsamra uppreisnarmanna þjálfaðra af okkur er jú frekar fögur, ef ég man rétt þjálfuðum við bæði hófsaman mann að nafni Osama og annan sem hét Saddam eða alla vega hjálpuðum þeim.

Er ekki ávöxturinn ISIS sprottin af fræi vopnasendinga sem að komu frá hinum vestræna heimi til að hjálpa til við að bylta stjórn Assads í Sýrlandi. Ég leifi mér að segja það.

Við þurfum að láta af þessari hræsni og segja bara eins og er að við séum á móti aðskilnaðarsinnum í Úkraínu vegna þess að þeir henta ekki vinum okkar en við styðjum byltingar sinna í Sýrlandi og víðar vegna þess að það hentar hinum sömu vinum. Sem sagt að við rekum ekki sjálfstæða utanríkisstefnu heldur bergmálum stefnu annarra.


mbl.is Ætla að þjálfa uppreisnarmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þú ert tryggður færðu það bætt.

Ætli það gildi um mig líka að ég sé ekki bótaskyldur ef ég veit ekki af einhverju hjá mér sem að getur valdið öðrum skaða. Eða segist ekki vita af því.

Vegargerðin ætti til dæmis ekki að geta skotið sér undan að bæta allar skemmdir á bílum sem verða á vegum til Vestfjarða. Það hefur oft komið fram í fréttum að þeir eru bara ein hola. En það er merkilegt að í einungis 1 tilfelli af 61 hafi tjón fengist bætt og þó menn fari ítrekað í sömu holuna þá virðist Vegagerðin ekki vita af þeim. Fólk verður að vera duglegt við að hringja inn, mæli ég með því að nú hringjum við öll inn eftir hverja bæjarferð og segjum Vegagerðinni af öllum holum og staðfestum það síðan á Fésbókinni þar sem menn sjá tilkynntar holur þannig að ekki sé hægt að bera fyrir sig fáfræði.


mbl.is Eitt tjón af 61 fengist bætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki nagladekkin ?

Það er tilbreytni að ekki skuli nagladekkin vera nefnd sem fyrsti sökudólgur í þetta skipti. Það voru nefnilega greinar í haust og vetur þar sem fagnað var minni notkun nagladekkja. þannig ættu götur að vera minna slitnar þó sú sé ekki raunin.

Það skildi þó ekki vera að nagladekk hafi að hluta til verið höfð fyrir rangri sök ?. Annað væri athyglivert það er að einhver tæki saman hvort að hægt sé að merkja aukningu umferðaróhappa í hlutfalli við minni notkun nagladekkja,það væri fróðlegt ef hægt væri. Göturnar eins og áður tel ég að skemmist að stórum hluta vegna saltausturs og lítilla gæða malbiksins sem notað er.


mbl.is Leggja þarf í mikinn kostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðir og slæmir aðskilnaðarsinnar.

Það er að mörgu leiti athygli vert að það eru góðir og slæmir byltingarsinnar. Í Úkraínu eru þeir slæmir en í Sýrlandi eru þeir góðir. Vesturlönd vopna þá Sýrlensku en beita þá sem vopna þá Úkraínsku refsiaðgerðum. GEt ekki að því gert að mér þykir þetta tvískinnungur af okkar hálfu. Síðan má skoða árangurinn ef stefnu vesturlanda við að koma á betri þjóðfélögum eins og til dæmis í Írak og Líbýu. Ekkert sértaklega góður finnst mér.


mbl.is Leggja til sex vikna vopnahlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misheppnaðar aðgerðir.

Sú stjórnarfarslega breyting sem kennd hefur verið við vor og átti að breyta stjórnaháttum til betri vegar virðist hafa misheppnast hrapalega víða. Það að Ítalir skuli vera að loka sendiráði sínu í Líbýu er gott dæmi um þá þróun sem orðið hefur eftir þessar byltingar.
Það má síðan spyrja sig um ábyrgð þeirra ríkja sem studdu þá sem byltu ríkjandi valdhöfum, til að styðja við og sjá til þess að lýðræðisþróun héldi áfram en viðkomandi þjóðir væru ekki ofurseldar í sumum tilfellum verri stjórnvöldum á eftir.

 


mbl.is Yfir 3.800 á fjórum dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband