Að toppa sjálfan sig.

Ég er þeirrar skoðunar að við sem köllum okkur vestræn og aðhyllumst gildi sem kölluð eru vestræn, séum snillingar í að toppa sjálfa okkur í tvískinnung og hræsni, þessa dagana.

Nú er hluti okkar búnir að undirrita samning um að þjálfa það sem kallað er hófsamir uppreisnarmenn. Það eru einhverjar deilur um í hverju á að þjálfa þá, það er hverja þeir eigi að ráðast á. Minnir mann svolítið á að verið sé að þjálfa veiðihunda.
Það segir í fréttinni að langar viðræður hafi staðið yfir um hverja ætti að ráðast á sem oft endar með því að viðkomandi líkur jarðvistinni. Er sem sagt drepinn.

Á sama tíma gagnrýnum við aðra fyrir að þjálfa uppreisnarmenn sem að við köllum vonda aðskilnaðarsinna, en það eru verri uppreisnarmenn en  uppreisnarmaður sem þjálfaður er af okkur og skilgreindur sem hófsamur.

Saga hófsamra uppreisnarmanna þjálfaðra af okkur er jú frekar fögur, ef ég man rétt þjálfuðum við bæði hófsaman mann að nafni Osama og annan sem hét Saddam eða alla vega hjálpuðum þeim.

Er ekki ávöxturinn ISIS sprottin af fræi vopnasendinga sem að komu frá hinum vestræna heimi til að hjálpa til við að bylta stjórn Assads í Sýrlandi. Ég leifi mér að segja það.

Við þurfum að láta af þessari hræsni og segja bara eins og er að við séum á móti aðskilnaðarsinnum í Úkraínu vegna þess að þeir henta ekki vinum okkar en við styðjum byltingar sinna í Sýrlandi og víðar vegna þess að það hentar hinum sömu vinum. Sem sagt að við rekum ekki sjálfstæða utanríkisstefnu heldur bergmálum stefnu annarra.


mbl.is Ætla að þjálfa uppreisnarmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: el-Toro

við bergmálum stefnur EU og Bandaríkjanna.

flott greyn og á fullt erindi í umræðuna.  má bæta við einum tvískynungi til viðbótar, að sýrlenska stjórnin berst líka við isis innan sinna landamæra og njóta stuðnings usa við það. 

el-Toro, 20.2.2015 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband