Ef þú ert tryggður færðu það bætt.

Ætli það gildi um mig líka að ég sé ekki bótaskyldur ef ég veit ekki af einhverju hjá mér sem að getur valdið öðrum skaða. Eða segist ekki vita af því.

Vegargerðin ætti til dæmis ekki að geta skotið sér undan að bæta allar skemmdir á bílum sem verða á vegum til Vestfjarða. Það hefur oft komið fram í fréttum að þeir eru bara ein hola. En það er merkilegt að í einungis 1 tilfelli af 61 hafi tjón fengist bætt og þó menn fari ítrekað í sömu holuna þá virðist Vegagerðin ekki vita af þeim. Fólk verður að vera duglegt við að hringja inn, mæli ég með því að nú hringjum við öll inn eftir hverja bæjarferð og segjum Vegagerðinni af öllum holum og staðfestum það síðan á Fésbókinni þar sem menn sjá tilkynntar holur þannig að ekki sé hægt að bera fyrir sig fáfræði.


mbl.is Eitt tjón af 61 fengist bætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Auglýsingin frá tryggingarfélögunm ætti að vera,

"Ef þú ert tryggður, þá færðu það ekki bætt"

Lesa smá letrið. Þar kemur allt fram, hvernig

tryggingarfélögin, koma sér frá því að borga.

Sigurður Kristján Hjaltested, 19.2.2015 kl. 21:53

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Holur í malbiki og olíumöl koma eingöngu af fávitaskap þeirra sem útfæra og viðhalda þessum vegum landsmanna. Þegar stórir flutningabílar draga með sér olíumalarveg að norðan alla leið til höfuðborgarinnar sjá næstum allir að kunnátta þessa vegaverkfræðinga er undir núlli. Og í þetta fara okkar peningar. Aftur og aftur. Án þess að nokkuð eftirlit sé með þessum fáránlegu "vinnubrögðum" skrifborðsvegagerðarmanna.Strákarnir í Chingkiakow í Innri Mongólíu gera mun betri fararbrautir en þeir Íslensku. Vonlaust land.

50 cal.

Eyjólfur Jónsson, 20.2.2015 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband