Bloggfærslur mánaðarins, september 2012
25.9.2012 | 22:37
Aukin velta á fasteignamarkaði
Við lestur þessarar fréttar kom í huga mér athugasemd sem að ég las á netinu um það að þegar bankar og fjármálastofnanir leysti til sín íbúðir væri gefið út afsal og kaupsamningur og þar væri í raun komin hluti af hinni auknu veltu á fasteignamarkaði. Sé það rétt þá passar það við þessa frétt. Gaman væri ef einhver þekkti til hvort að þetta sé tilfellið myndi henda inn staðfestingu og smá uppfræðslu hvort þetta sé svona
Eitt nauðungaruppboð á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2012 | 19:55
Enginn veit hvað átt hefur...
Gamalt máltæki segir að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Mér dettur þetta máltæki í hug við þessa frétt því hvort sem að fólki líkar boðaskapur ákveðinna bókmennta eða ekki þá snýst þetta um það grundvallar atriði sem kalla er tjáningarfrelsi.
Það getur vel verið að Tinni sé fullur af staðalímyndum eða einhverju öðru ég las þó Tinna og fleiri sem ég þekki og man ekki eftir öðru en að ég hafi talið um skemmtilega teiknimyndasögu að ræða og aldrei dottið í hug að hún sýndi einn hóp í verra ljósi en aðra heldur væri afþreying eins og aðrar barnabækur sem að ég las og hafa ekki valdið því að ég hélt út á lífsbrautinna með fyrir fram mótaða skoðun á hinum ymsu hópum.
Hvað mega Skaptar og Skaftar Tinnabókanna, Vandráðar eða söngkonur ef við minnumst Vælu Veinólíu og annarra svokallaðra staðalhópa úr þessum bókum hvað um þá hópa sem gert er grín að.
Haft er eftir herra Miri
Börn lesa ekki smáa letrið, þau bara hella sér samstundis á kaf í söguna. Tinni býður upp á skopstælingu frá sjónarhóli nýlendustefnunnar. Börn drekka í sig þær upplýsingar gagnrýnislaust.
Síðan segir í fréttinni
"starfsmenn bókasafnsins vinnu nú að því að fara yfir innihald fleiri barnabóka í eigu þess með það fyrir augum að bjóða ekki upp á efni með staðalímyndum, átökum kynjanna og hómófóbíu. Það sama á við um efni fyrir fullorðna. Allar bókmenntir fyrir börn ættu að vera endurskoðaðar, segir Miri."
Ég verð að segja að mér finnst viðkomandi fara bratt í að ákveða hvað sé rétt og hvað sé rangt og hvað fólki sé óhætt að lesa. Mér finnst farið yfir strikið í forsjárhyggju en ef við viljum hafa þetta svona þá má ekki undanskilja neinn hóp. Það verður þá líka að vera bannað að skrifa um hvíta miðaldra feitlagana karlmenn á miðjum aldri líka ljóskubrandara þá verður að banna og ótalmargt annað sem í raun hvetur okkur stundum til að taka afstöðu og hana oftar en ekki á gagnrýnum nótum. Það eru nefnilega margir sem lesa með gagnrynu hugarfari og gleypa ekki allt hrátt.
Eiga einstaklingar eða hópar að ákveða hvað má lesa og hvað má ekki lesa það er ekkert smá mál það snýst einfaldlega um tjáningarfrelsi sjálft en það er frelsi sem að margir hafa fallið við að verja.
Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum samfélags okkar og þarf að verja því eins og ég sagði þá veit enginn hað átt hefur fyrr en misst hefur og ég er hræddur um að okkur brygði við ef að tjáningarfrelsið væri horfið. Það á þó ekki að misnota þetta frelsi frekar en annað í veröldinni sem þó er stundum tilfellið. Mér finnst það þó ekki í þessu tilfelli.
Þetta vekur síðan upp spurningu í mínum huga hvort að það sé ekki orðið of mikið af fólki sem að er búið að mennta til að hafa vit fyrir öðrum og hefur ekkert að gera nema að reyna að finna sér eitthvað að gera.
En það er nú bara svona alþýðuheilabrot í hausnum á mér.
Það má að lokum geta þess eftir því sem ég kemst næst með stuttu Googli að það hefur verið vinsælt að banna barnaefni.
Nasistar bönnuð til dæmis Dæmisögu í litum fyrir börn og fullorðna "Selurinn Snorri"
Komúnistar bönnuðu Andrés Önd vegna þess að Jóakim var slæm fyrirmynd með auðin.
Bandaríkjamenn Hróa Hött í kaldastríðinu hann gaf fátækum og tok frá ríkum
Animal Farm þótti heldur ekki góð og svo mætti áfram telja.
Þetta sýnist vera til tölulega saklaus aðgerð en ekki er víst þegar upp er staðið að útkoman yrði eins og lagt var af stað með um það vitna bóka og blaðabrennur fortíðar því það er ekki svo auðvelt að stöðva skriðuna þegar hún er lögð af stað
Þegar þetta er ritað berast síðan fréttir um að þessi ákvörðun hafi verið dregin til baka og er það vel því fari innihald þessara bóka fyrir brjóstið á einhverjum þá ber hinum sama að útskyra það fyrir minna mótuðum einstaklingum og kenna þeim það sem viðkomandi telur muninn á réttu og röngu í stað þess að fela innihaldið og halda að það hverfi með því móti.
Ég er því sáttur því að mínu mati hefur tjáningarfrelsið staðið af sér atlögu gegn því og við getum enn lesið og metið innihaldið út frá okkar eigin hugsunum og innræti og komist að niðurstöðu um hvort það sé viðeigandi eða ekki og þannig eflt okkar eigin skilning á réttu og röngu og vonandi þróast áfram til meira umburðarlyndis gagnvart meðbræðrum okkar og systrum sem ekki er vanþörf á.
Tinni tekinn úr hillunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2012 | 12:02
Dagar krónunar eru taldir.
Nú er ljóst að dagar hinnar Íslensku krónu eru taldir og hún á sér ekki viðreisnar von sama þó hún berjist um á hæl og hnakka sem ánamaðkur á öngli eða áll í straumvatni. Hún mun veslast upp og líða undir lok kannski hverfa úr landi eða leggjast á vegang.
Banameinið faðmlag velferðarstjórnarinnar.
Hví segi ég þetta jú núverandi stjórnvöld ætla að styrkja umgjörðina í kringum krónuna og hlú að henni. Þetta eru sömu stjórnvöld og reistu skjaldborg kringum almúgann ef þeim gæðum og verksviti að þeir sem eitthverja skynsemi báru flúðu land en afgangurinn sem ekki bar gæfu til að fara er hér til að fita þá sem eru utan girðingarinnar sem almúginn var lokaður inn í.
Verkefnið að bæta umgjörð krónunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2012 | 10:55
Hækka launin
"Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra sagði við fjárlagaumræðuna á Alþingi sl. fimmtudag að við útfærslur þessa þyrfti samkomulag við sveitarfélögin. Ekki væri rætt um að hækka húsaleigubætur á kostnað vaxtabóta í fyrstu skrefum heldur myndu menn halda vaxtabótunum en reynt yrði að stíga fyrstu skrefin"
Guðbjartur þarf ekkert að velta þesu fyrir sér hann hann hefur lausnina bara hækka laun allra um 400 000 hann gerði sér grein fyrir lausninni og ég er þeirrar skoðunar að flest vinnandi fólk sé ómissandi það heldur jú þjóðfélaginu gangandi
Einfalt og tekur tvær mínútur við höfðum fordæmi
Breyttur stuðningur vegna húsnæðisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2012 | 22:37
Að skilja eftir hluta af sjálfum sér.
Það sem ég er að velta fyrir mér er eftirfarandi setning og ég legg útfrá henni.
Það var hins vegar ekki gert í þessu tilfelli eins og komið hefur fram þótt ljóst sé að umræddur fulltrúi fór í ferðina sem kjörinn fulltrúi og nefndarmaður en ekki sem starfsmaður skóla- og frístundasviðs"
Samkvæmt þessu er umræddur fulltrúi, kjörinn fulltrúi, nefndarmaður og starfsmaður skóla og frístundasviðs og fór í ferðinna sem fulltrúi og nefndarmaður en skildi starfmann skóla og frístundasviðs eftir heima.
Ég læt álit mitt á þeim sið sem hér virðist landlægur en það er að kjörnir fulltrúar taka að sér svo mikinn fjölda embætta og starfa að það er ekki nokkur möguleiki á að það sé hægt að sinna þeim öllum svo vel sé að mínu mati og tel ég að þar ráði afkoma oft frekar en metnaður gagnvart starfinu en það er mín skoðun og er ekki beint að þessu tilfelli.
En frá mínum bæjardyrum séð þá er það þannig að ef hinn kjörni fulltrúi fer í ferðinna þá fer starfsmaður skóla og frístundasviðs með honum alla vega hef ég ekki trúa á því að fólk hafi þróað með sér hæfileika til að skilja hluta af sér frá sjálfinu.
Punktur minn í þessu er að oft kemur upp að fólk sem situr í mismunandi embætturm sem jafnvel skarast beitir svona rökum til að telja okkur trú um það skipti ekki máli við ákvörðunartöku þess þó það sitji báðum megin við borðið.
Auðvitað gerir það það enginn er nákvæmlega hlutlaus þegar kemur að ákvarðanna töku og væri það svo hlyti annað starfið yfirleitt að líða fyrir það. Þá er ég ekki að tala um þetta dæmi en það hentar vel til að benda á að þegar einstaklingur í mörgum störfum fer eitthvað þá fara öll störfinn og nafnbæturnar með að mínu mati.
Borgarlögmaður skoði New York-ferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.9.2012 | 22:22
Alveg bit.
Það er að verða regla frekar en undantekning að maður verður alveg bit eins og það er kallað þegar aðgerðir núverandi stjórnvalda eru til umfjöllunar. Ég hef hingað til haldið að velferðaráðherra væri einn af þeim meðlimum stjórnarinnar sem hefði báða fætur nokkuð jafnþungt á jörðu.
Sagt er þegar þessi aðgerð er nefnd að umræddur starfmaður sé svo ómissandi að kerfið hafi ekki getað án hans verið og þá er illa komið fyrir okkur því ef ég lít út um gluggann yfir í friðargarðinn þá sé ég þar hvíldarstað ótalmargra ómissandi starfsmanna ríkis, bæja og einkafyrirtækja og samt gengur veröldin.
Ég trúi ekki að ráðherra hafi ekki gert sér grein fyrir þeirri ólgu sem að þetta myndi valda en mig byður í grun að hann hafi vitað að það skipti ekki máli verkalyðshreyfinginn sér um að vernda þessa stjórn fram yfir gröf og dauða og gerir ekkert í málunum. Á Spáni útvegar verkalyðshreyfinginn rútur til að flytja fólk á mótmæli gegn ástandinu á Íslandi ver hún arfa slök stjórnvöld og verðtryggingu með kjafti og klóm.
Hvort að Guðbjartur braut lög mun ekki skipta neinu máli eða hljóta neina umfjöllun í líkingu við þá umfjöllun sem var um Ögmund sannið þið til. En aðgerðin sjálf er svo ótrúleg að maður á ekki til orð og rökin að ekki væri hægt að finna annan til að sinna starfinu er enn ótrúlegri og læt ég þar við sitja.
Það besta við þetta er kannski að fólk sér um hverja núverandi stjórnvöld hugsa og mynda skjaldborg um.
Sakar Guðbjart um lögbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2012 | 08:25
Vegið í sama knérunn
Þessi aðgerð hefur ekkert með manneldissjónarmið að gera enda er reiknað með tekjum af henni í ríkissjóð. Hún mun einnig hafa bein áhrif á vísitölu neysluverðs í gegnum hækkun á afleiddar framleiðsluvörur og margfalda þannig húsnæðislánin okkar og taka til baka það litla sem gert hefur verið og gott betur.
Þetta er að verða eins og í sögunni af Kiðhús þar sem kerling vildi fá nokkuð fyrir snúð sinn og fékkaldrei nóg.
Sælgætisskattur skili 800 milljónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2012 | 23:19
Nyir tímar versus gamlir.
Það er mikið talað um að leggja niður gamla siði og hefðir og ýmislegt sem tilheyrir fyrri árum um þessar mundir við nútímafólk vitum flest svo miklu betur en forfeður okkar ömmur og afar.
Eitt af því sem hefur verið skorið niður við trog er að halda niðri ref og mink á landinu þetta var gert öfluglega á árum áður og þekkir undirritaður það á eigin skinni þegar honum hlotnaðist sá heiður að vera aðstoðar maður refaskyttu uppsveita Borgarfjarðar í nokkur ár þá enn á því sem í dag er kallað barnsaldur og í dag væri unglingum á þeim aldri ekki leyft svona lagað og fara því á mis við ævintyri eins og þetta var.
Þetta telur undirritaður til einna af gæfum sínum að hafa fengið að labba um í náttúrunni vaka um nætur á grenjum moka minka úr holum og fræðast af fróðum manni um fugla og dyr það er ekki margt sem slær út söng Himbrima á kyrru heiðarvatni um það leiti sem sól rís og situr í minningunni alla ævi.
Þessi veiði var að því er ég tel stunduð til að halda því sem menn kölluðu dyrbít í skefjum og reyna að koma í veg fyrir eins og hægt var atburði af þesu tagi ég man vel hvernig amma mín talaði um dyrbítana sem legðust á lömbin skolli var ekki á hennar lista yfir uppáhalds dyr.
Það er ekki við tófuna að sakast hún er jú að leita sér fæði og fylgir sínu náttúrulega eðli og eftir því sem henni fjölgar þá verður minna til skiptanna rétt eins og hjá okkur mannfólkinu því má búast við sona sjón þegar henni er boðið upp á matföng af þessu tagi.
Það er hins vegar ófögur sjón að koma að skepnu sem vargur hefur komist í hvort sem er tófa eða vargfugl.
Það situr lengi í manni að koma að afvelta lambá sem búið er að éta sig inn í kviðin á og kroppa úr henni augað og enn er lífsmark með skepnunni og lambið hleypur í kring um hana. Sá atburður leiddi til nokkra morðtilrauna á bæjarhrafni heimabæjarins þó sennilega alsaklaus væri en sættir náðust þó þegar tímar liðu og hrafninn lifði vegna lélegra veiðihæfileika viðkomandi.
En nóg um það. Það sem ég á við með gömlum hefðum eins og þessari er að það er nauðsynlegt í þeirri styrðu veröld sem við búum í að halda vargi í skefjum eins og gert hefur verið öldum saman nema að við viljum sjá fleiri svona dæmi. Dæmi sem eru í raun eðlilegur hluti náttúrnnar þar sem barist er um brauðið án nokkrar miskunnar því sú barátta snyst um grunn lífsins þörfina að lifa af. Skipulögð veiði til að halda niður fjölda skapar meiri fæðumöguleika fyrir hvern einstakling og minni hættu á svona atburðum friðun vargs er því að mínu mati og minni skoðun byggð á vanþekkingu á hinu sanna eðli náttúrunnar.
Síðan er það mín skoðun að eitt af vandamálum dagsins í dag á mörgum sviðum sé hve lítið er litið til fortíðar þegar verið er að taka ákvarðanir heldur þær oft teknar með vissu hins alvitra nútímamans að hann viti allt best.
Étin lifandi af tófum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.9.2012 | 21:39
Tunnurnar 30 og ég
Í kvöld hélt ég þeirri hefð að mæta á Austurvöll til að syna forsætisráðherra þjóðarinnar þá virðingu að mæta þegar hún flytti stefnuræðu sína.
Hvati minn til fararinnar í því veðri sem að er núna var einnig heróp hóps sem kallar sig tunnurnar og hefur verið einn af ötulum talsmönnum heimilanna. Ég hef verið þarna í nokkur skipti og þar á meðal þegar um 8000 mans mætti og forsætisráðherra lofaði að búið yrði að leysa málin í næstu viku. Vika forsætisráðherra er þó lengri en gengur og gerist held ég því ekki hefur bólað á efndunum á því loforði ég tel ekki með sértækar aðgerðir því almúgi þessa lands á skilið leiðréttingu sem heild en ekki að kippt sé úr hópnum sérvöldum aðilum sem veittar eru einskonar nábjargir.
En hvers vegna er fyrirsögninn á þennan veg jú því að lengstum dvalar minnar á vellinum í kvöld voru þar bara tunnurnar 30 og ég eins og sjá má ef fréttamyndir eru skoðaðar.
Ég get ekki annað en spurt mig hvar voru eigendur á sjötta hundrað íbúða sem ibúðalánasjóður hefur leyst til sín undanfarið, hvar voru þeir sem að hafa þurft að auka yfirdrátt sinn um yfir 20 miljarða til að ná endum saman hvar voru þeir sem eru að missa réttinn til atvinnuleysisbóta Hvar voru allir þeir sem eru ósáttir við verðlaunin sem þeir fengu fyrir ráðdeild og gætni á árunum fyrir hrun verðlaun í formi stökkbreyttra húsnæðislána sem að hafa étið upp margra ára vinnu og útrýmt áætlunum um sparnað til elliáranna. Hvar var allt þetta fólk. Hvar er millistéttinn sem verið er að þurka út. Eru kannski allir sem ekki eru orðnir dofnir af ástandinu farnir til Noregs.
Þessir hópar voru ekki á Austurvelli í kvöld til að berjast fyrir framtíð sinni og ég hélt heim veltandi því fyrir mér hvað veldur er það skömm leti áhugaleysi yfir eigin örlögum eða er fólkið búið að skipta um gír og vinnur svart og hefur skapað sér viðunandi líf í neðanjarðar hagkerfi.
Það er stór spurning af hverju fólk nýtir ekki þau tækifæri sem gefast til að sína afstöðu sína. Kannski vill fólk bara að aðrir hái baráttuna fyrir það.
Stefnuræða forsætisráðherra er síðan kapítuli út af fyrir sig hún sem aðrir sendi bændum á Norðurlandi sem nú glíma við áföll eftir óveður kveðjur og yfirlýsingu um hjálp sem er gott og ekkert út á að setja en ekki heyrði ég hana svo ég tæki eftir minnast einu orði á fólkið sem að varð fyrir óveðri fjármálageirans en bið þó forláts ef að það hefur farið framm hjá mínum eyrum.
Fjámálageira sem í raun er búið að endurreisa í sama formi ofan á fönninni sem fólk er fast undir. Hún minntist ekkert á loforðin sem gefin voru þegar 8000 manns mættu á Austurvölltil að syna afstöðu sína til þessara mála.
Eina sem að ég heyrði um þennan málaflokk var að 2/3 af þeim sem væru í vandræðum núna hefðu verið komnir í vandræði fyrir hrun fullyrðing sem að fjölmiðlar og fræðingar ættu að skoða mikið nánar. Verð að viðurkenna að ég á bágt með að trúa þessari fullyrðingu en hana þarf að skoða mun betur. Hljomar í mínu eyrum eins og hið venjulega að allt er öðrum að kenna þó að stjórnvöld hafi ríkt í næstum kjörtímabil og hafi haft nógan tíma til að laga það sem laga þarf að mínu mati.
Ég verð að viðurkenna að ræða þessi olli mér gífurlegum vonbrigðum og það sem á eftir kom og ég hef hlustað á gefur ekki miklar vonir um þing í þágu þjóðar þetta síðasta kjörtímabil og réttast væri að mínu mati að forsetin leysti þjóðina undan þessu oki, leysti það upp og boðaði til nýrra kosninga.
Þetta er alla vega mín sín á kvöldið og sennilega hefur bílnum mínum misboðið líka því hann kveikti athugunarljós undir ræðunni og ég er sammála greiningu hans það þarf Check engine á samkomuna við Austurvöll.
Ég þakka tunnum fyrir að eyða tíma sínum í að reyna að gera lifið betra fyrir aðra aðgerð sem að við sjálf ættum að leggja meiri áherslu á til að skapa afkomendum okkar betri líf í framtíðinn.
Fullt tilefni til bjartsýni og sóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2012 | 22:47
Nauðsynlegt að vera læs
Ég er sammála ungum Framsóknarmönnum um þetta en vill þó að það verði aðeins útvíkkað ég tel nefnilega að það megi kenna forystumönnum okkar fjámálalæsi líka þannig að þeir fari betur með fé okkar borgaranna. Ég tel til dæmis jólaserínuna við höfnina sem heitir víst Harpa algjörlega lysandi dæmi um lélegt fjármálalæsi eða þá göng sem að vafamál eru að skili arði og ótalmargt fleira. Þess vegna á að einbeita sér að okkur gamla fólkinu því hvað segir ekki málshátturinn "ungur nemur gamall temur"
Síðan mættu ungir Framsóknarmenn beina því til forustu sinnar að leggja fram frumvarp sem að setur bönd á óskapnaðinn setur leikreglur og sér um að farið sé eftir þeim það var jú skortur á reglum sem að setti hér allt á hliðina. Það verkur spurningar hjá mér hvað gengur illa að setja ramma utanum þetta spurningar um hvað veldur varla eru það hagsmunir en þó er margreynt í sögunni að hagmunir eru dragbítur á réttlæti og framfarir í mörgum tilfellum. Ekki veit ég það þó en hitt veit ég að miðað við yfirlýsingar stjórnmálastéttarinnar um umhyggju hennar fyrir fólki og fénaði þessa lands ætti svona lagasetning ekki að taka nema daginn að mínu mati.
En að öðru leiti þörf ábending
SUF vill aukið fjármálalæsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |