Að skilja eftir hluta af sjálfum sér.

Það sem ég er að velta fyrir mér er eftirfarandi setning og ég legg útfrá henni.

„Það var hins vegar ekki gert í þessu tilfelli eins og komið hefur fram þótt ljóst sé að umræddur fulltrúi fór í ferðina sem kjörinn fulltrúi og nefndarmaður en ekki sem starfsmaður skóla- og frístundasviðs"

Samkvæmt þessu er umræddur fulltrúi, kjörinn fulltrúi, nefndarmaður og starfsmaður skóla og frístundasviðs og fór í ferðinna sem fulltrúi og nefndarmaður en skildi starfmann skóla og frístundasviðs eftir heima.


Ég læt álit mitt á þeim sið sem hér virðist landlægur en það er að kjörnir fulltrúar taka að sér svo mikinn fjölda embætta og starfa að það er ekki nokkur möguleiki á að það sé hægt að sinna þeim öllum svo vel sé að mínu mati og tel ég að þar ráði afkoma oft frekar en metnaður gagnvart starfinu en það er mín skoðun og er ekki beint að þessu tilfelli.

En frá mínum bæjardyrum séð þá er það þannig að ef hinn kjörni fulltrúi fer í ferðinna þá fer starfsmaður skóla og frístundasviðs með honum alla vega hef ég ekki trúa á því að fólk hafi þróað með sér hæfileika til að skilja hluta af sér frá sjálfinu.

Punktur minn í þessu er að oft kemur upp að fólk sem situr í mismunandi embætturm sem jafnvel skarast beitir svona rökum til að telja okkur trú um það skipti ekki máli við ákvörðunartöku þess þó það sitji báðum megin við borðið.

Auðvitað gerir það það enginn er nákvæmlega hlutlaus þegar kemur að ákvarðanna töku og væri það svo hlyti annað starfið yfirleitt að líða fyrir það. Þá er ég ekki að tala um þetta dæmi en það hentar vel til að benda á að þegar einstaklingur í mörgum störfum fer eitthvað þá fara öll störfinn og nafnbæturnar með að mínu mati.


mbl.is Borgarlögmaður skoði New York-ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leitrit Besta flokksins verðu dæmt bráðum.

Þá mun samfylkingin sjá eftir að hafa verið leikstjóri í þessum farsa.

Það eina góða sem kemur út úr því að doctorinn verður niðurlægður !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband