Tunnurnar 30 og ég

Í kvöld hélt ég þeirri hefð að mæta á Austurvöll til að syna forsætisráðherra þjóðarinnar þá virðingu að mæta þegar hún flytti stefnuræðu sína.
Hvati minn til fararinnar í því veðri sem að er núna var einnig heróp hóps sem kallar sig tunnurnar og hefur verið einn af ötulum talsmönnum heimilanna. Ég hef verið þarna í nokkur skipti og þar á meðal þegar um 8000 mans mætti og forsætisráðherra lofaði að búið yrði að leysa málin í næstu viku. Vika forsætisráðherra er þó lengri en gengur og gerist held ég því ekki hefur bólað á efndunum á því loforði ég tel ekki með sértækar aðgerðir því almúgi þessa lands á skilið leiðréttingu sem heild en ekki að kippt sé úr hópnum sérvöldum aðilum sem veittar eru einskonar nábjargir.

En hvers vegna er fyrirsögninn á þennan veg jú því að lengstum dvalar minnar á vellinum í kvöld voru þar bara tunnurnar 30 og ég eins og sjá má ef fréttamyndir eru skoðaðar.

Ég get ekki annað en spurt mig hvar voru eigendur á sjötta hundrað íbúða sem ibúðalánasjóður hefur leyst til sín undanfarið, hvar voru þeir sem að hafa þurft að auka yfirdrátt sinn um yfir 20 miljarða til að ná endum saman hvar voru þeir sem eru að missa réttinn til atvinnuleysisbóta Hvar voru allir þeir sem eru ósáttir við verðlaunin sem þeir fengu fyrir ráðdeild og gætni á árunum fyrir hrun verðlaun í formi stökkbreyttra húsnæðislána sem að hafa étið upp margra ára vinnu og útrýmt áætlunum um sparnað til elliáranna. Hvar var allt þetta fólk. Hvar er millistéttinn sem verið er að þurka út. Eru kannski allir sem ekki eru orðnir dofnir af ástandinu farnir til Noregs.

Þessir hópar voru ekki á Austurvelli í kvöld til að berjast fyrir framtíð sinni og ég hélt heim veltandi því fyrir mér hvað veldur er það skömm leti áhugaleysi yfir eigin örlögum eða er fólkið búið að skipta um gír og vinnur svart og hefur skapað sér viðunandi líf í neðanjarðar hagkerfi.
Það er stór spurning af hverju fólk nýtir ekki þau tækifæri sem gefast til að sína afstöðu sína. Kannski vill fólk bara að aðrir hái baráttuna fyrir það.

Stefnuræða forsætisráðherra er síðan kapítuli út af fyrir sig hún sem aðrir sendi bændum á Norðurlandi sem nú glíma við áföll eftir óveður kveðjur og yfirlýsingu um hjálp sem er gott og ekkert út á að setja en ekki heyrði ég hana svo ég tæki eftir minnast einu orði á fólkið sem að varð fyrir óveðri fjármálageirans en bið þó forláts ef að það hefur farið framm hjá mínum eyrum.
Fjámálageira  sem í raun er búið að endurreisa í sama formi ofan á fönninni sem fólk er fast undir. Hún minntist ekkert á loforðin sem gefin voru þegar 8000 manns mættu á Austurvölltil að syna afstöðu sína til þessara mála.
Eina sem að ég heyrði um þennan málaflokk var að 2/3 af þeim sem væru í vandræðum núna hefðu verið komnir í vandræði fyrir hrun fullyrðing sem að fjölmiðlar og fræðingar ættu að skoða mikið nánar. Verð að viðurkenna að ég á bágt með að trúa þessari fullyrðingu en hana þarf að skoða mun betur. Hljomar í mínu eyrum eins og hið venjulega að allt er öðrum að kenna þó að stjórnvöld hafi ríkt í næstum kjörtímabil og hafi haft nógan tíma til að laga það sem laga þarf að mínu mati. 

Ég verð að viðurkenna að ræða þessi olli mér gífurlegum vonbrigðum og það sem á eftir kom og ég hef hlustað á gefur ekki miklar vonir um þing í þágu þjóðar þetta síðasta kjörtímabil og réttast væri að mínu mati að forsetin leysti þjóðina undan þessu oki, leysti það upp og boðaði til nýrra kosninga.

Þetta er alla vega mín sín á kvöldið og sennilega hefur bílnum mínum misboðið líka því hann kveikti athugunarljós undir ræðunni og ég er sammála greiningu hans það þarf Check engine  á samkomuna við Austurvöll.

Ég þakka tunnum fyrir að eyða tíma sínum í að reyna að gera lifið betra fyrir aðra aðgerð sem að við sjálf ættum að leggja meiri áherslu á til að skapa afkomendum okkar betri líf í framtíðinn.


mbl.is Fullt tilefni til bjartsýni og sóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég hef oft spáð í það af hverju íslendingar láta fjármálastfnanir og stjórmálamenn/konur hneppa sig í skuldaþrældóm og lifta ekki einu sinni littla fingri til að reyna að losna undan þessum hlekjum skuldana.

Eru íslendingar orðnir svo samdauna þessum skuldþrældómi að þeir gera ekkert í því þó svo að hundriðir heimila eru eða hafa verið reknir út á götuna af þessum fjármálastofnunum. Þeir sem eru með atvinnu og geta staðið undir afborgunum á þessum húsnæðisþrælaskuldum horfa upp á að í hvert skipti sem mánaðargreiðsla er greidd, þá hækkar höfuðstóllinn.

Finst íslendingum allt í lagi að vera á atvinnuleysisbótum og þegar þær bætur renna út þá bara að láta ríki og bæ sjá um sig. Allt er sem áður var, það þótti ekki mikil sæmd að vera sveitaómagi ekki fyir svo löngu síðan. Af hverju var ekki þetta fólk að láta heyra í sér. Eða er það bara ánægt með það sem það hefur.

Svo eru spinnmeisterar sem leifa sér að halda því fram að þessi JóGríma hafi gert vel við þegna landsins, því lík ílska. En ef JóGríma fær ekki að heyra óánæhju þegnana þá eru littlar sem engar líkur á að hagur þegna landsins komi til með að lagast.

Ég skil íslendinga ekki lengur, ef ég hefði verið á Íslandi þá hefðu verið 31 að berja tunnurnar, þó svo að persónulega þá hefur þessi JóGríma ekki nein áhrif á min hag sem betur fer. En ég hefði komið til að berja á tunnur til að vota samúð mína og aðstoð til að reyna opna eyru og augu JóGrímu.

Það er skammarlegt að horfa upp á þetta sinnuleysi íslensku þjóðarinnar.

Kveðja frá Las Vegas.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 12.9.2012 kl. 23:18

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll! Nei hún virðist kæra sig kollótta um fólkið sem varð fyrir óveðri fjárálageirans,en hélt því fram að þeir sem væru í vandræðum núna hefðu verið það fyrir hrun. Guðlaugur Þór segir að Íbúðalánasjóður,sem hin háæruverðuga stýrði,hefði verið eini bankinn sem lánaði árið 2008. Kannski ekki orðað svona,en skrifa eftir minni,því ég er enn í vinnu,mig munar um það og Jóhönnustjórn greinilega einnig,þeim dettur ekki í hug að hækka skattleysismörkin.

Helga Kristjánsdóttir, 13.9.2012 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband