Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Að sýna fordæmi.

Hvernig væri nú að bankar og fjármálafyrirtæki drægu úr jafnvel bönnuðu utanlandsferðir í sínu nafni og ef farið yrði þá yrði farið með takmarkað magn gjaldeyris gist á farfuglaheimilum og tekið með nesti.

Eða stjórnsýslan Brusselfarar og erindrekar Íslands á erlendri grund það er búið að finna upp fjarfundabúnað og annað þess háttar þannig að það þarf ekki að flakka svona það kostar líka gjaldeyri.

Hvað skildu þeir sem stjórna hér hafa fengið mikinn gjaldeyri til brúks á sínum ferðalögum síðustu ár.

Það sem verið er að ýja að hér er svo sem ekkert nýtt það þarf að banna hinum almenna borgara að ferðast því að ekkert má valda truflun og hugarangri meðan að fjármálafyritækin eru að sjúga lífdropana úr honum. Það sem skeði hér var jú allt þessum sama auma almúga að kenna samkvæmt innvígðri söguskoðun þeirra sem alsaklausir eru að sínu mati.

Hver man ekki eftir því að hrunið varð vegna flatskjákaupa þessa almúga.

Minnir mann svolítið á að það má ekki stressa sláturgripi þá verður kjötið vont, þetta er svona ekki láta pöpulinn vera að flækjast þetta hann eyðir peningum sem að við gætum annars náð af honum.

Ég fæ óbragð í munn og verk í eyru þegar fjámálageiri og stjórnvald minnast á almúga í dag. Almúgann sem þeir byggja tilveru sína og lífsviðurværi á en margir þeirra óttast orðið svo mjög að þeir þurfa orðið líífvörð af ótta við hinn sama almúga.

Ekki dettur þeim í hug að þeir hafi gert eitthvað sem hafi valdið reiði almúgans nei stjórnvöld og fjámálafólk í dag er farið að líta á sig eins og einvaldar á árum áður sem fengu vald sitt frá guði.

Eini munurinn er að hinn nýi guð heitir Mammon og hefur ekki verið þekktur af því að lyfta sálum þeirra sem á hanntrúa á æðra stig.


mbl.is Fólk hvatt til eyðslu í stað sparnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langt út fyrir rammann

Kosningar og ákvörðunarréttur fólks er heilagur réttur í lýðræðisþjóðfélögum.

Það að samtök fjármálafyrirtækja skuli leyfa sér að lýsa yfir áhyggjum af því hvort að fólk fær að nota hinn lýðræðislega rétt sínn eða ekki vekur í huga mér upp þá spurningu hvort að þessi fyrirtæki séu í raun orðin hættuleg lýðræði og þar með fólkinu í lýðræðisríkjunum.

Það að þau leyfi sér að lýsa þessu yfir og ekki síst að þau hafi sérstakar áhyggjur að því ef sagt sé nei (má eiginlega skilja sem hótun um að það eigi að segja já eða hafa verra af)
Það að þau opinberi þessa skoðun sína finnst mér bera merki um að þau hafi nú þegar lagt hina pólitísku stétt að velli og hafi hana í hendi sér eins og brúðumeistarar í leikhusi.

Ég hef ekki áhyggjur að lýðræðinu en ég hef orðið áhyggjur að þeim sem vilja það feigt og að menn og konur verði að halda vöku sinni og standa vörð um það en fljóta ekki sofandi að feigðarósi.


mbl.is Bankar hafa áhyggjur af þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segð ekki nei.

Segð ekki nei segðu kannski kannski kannski var einusinni dægurlaga texti.

Mér er spurn hvort að lýðræðinu sé ekki lokið í evrópu ef að ekki er hægt að segja nei lengur

Ef að niðurstaða úr öllum kosningum verður að vera já annars lendirðu í frostinu er þá ekki búið að innleiða kerfi sem var bíðum aðeins við hvar var það aftur. Jú var það ekki í Rússlandi ráðstjórnarinnar.

Það er örugglega rétt hja ESB sinnum að það er enginn lýðræðsihalli í ESB enda er þar ekkert lýðræði að mínu mati. Þú bara segir já eða nei eftir því sem að þú att að gera og misskilijrðu það þá bara greiðirðu atkvæði aftur


mbl.is Írar myndu missa áhrif innan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfugmæli

Samkvæmt orðabókinni þýðir tap það að maður verður fyrir missi,  týnir eða tapar einhverju sem að maður á.  Það er ekki tap ef ég tek hjólbörur nágranna míns og verð að skila þeim aftur. Þá hef ég ekki tapað hjölbörum.

Það að skilgreina eign sem verður til við ólöglega framkvæmd sem tap er skrumskæling á þessu orði að mínu mati. Hið rétta er að bankarnir hafa hagnast um 51 milljarð með athæfi sem dæmt var ólöglegt það er mun réttari sýn á málið að mínu mati frekar en að þeir hafi tapað einhverju. 

Að umræðan sé á þessum nótum er að mínu mati dæmi um lélegt siðferði eða hvað er það annað en skrumskæling á siðferði þegar það telst tap að þurfa að skila aftur  51 000 000 000 af ólöglega fengnu  fé og stjórnvöld leita allra leiða til að bæta þeim sem glæpinn framdi skaðan, fjölmiðlar taka undir söngin um tapið en þeir sem urðu fyrir skaðanum liggja óbættir hjá garði og stjórnvöld standa ekki vörð um hagsmuni þeirra.

Það virðist sem ekkert sé gott og gilt nema hagsmunir fjármagnsins  er það kannski vegna þess að fjármagnið hefur hreðjatök á fjórðavaldinu gegnum skuldastöðu þess það skildi þó ekki vera það er eitthvað bogið við fjórðavald sem að fullyrðir dag eftir dag að einhver hafi tapað fé af því að hann var dæmdur til að skila því sem hann tók ólöglega.
Það er líka eitthvað bogið við stjórnvöld sem að verja þá sem dæmdir hafa verið fyrir ólöglegan verknað.

Síðan er annar flötur á þessu ef fjármálafyrirtæki hafa tekið 51 000 000 000 til sín á ólöglegan máta þá hafa þau með því tekið þetta fjármagn úr veltu þjóðfélgasins aukið kyrrstöðu og tap og valdið skaða eins og minni VSK veltu og að mínu mati spurning hvort að þar sé ekki um refsiverða háttsemi að ræða.

Rétt er fyrirsögnin

Bankarnir sem um ræðir tóku til sín  51 000 000 000 af fé fyrirtækja og almennings á ólögmætan hátt.


mbl.is Tapa 51 milljarði á dómnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómarkviss stofnun

Eina markvissa aðgerðin er að leiðrétta hjá öllum Hvenær ætla fréttamenn bjúrokratar stjórnsýslan og fjármálaapparöt að skilja að hér er ekki um niðurfærslu að ræða heldur leiðréttingu eða jafnvel betra orð aðgerð til að skila til baka fé sem fengið er á siðferðilega röngum forsendum. Einungis almenn aðgerð tekur markvist á vandanum handval milli aðila hver er bær til þess að fá leiðréttingu og hver ekki er ómarkviss óréttlát og býður upp á spillingu eru til dæmis þeir sem þekkja fólk í áhrifastöðum þá líklergri til að fá leiðréttingu frekar enn aðrir.

Það má síðan leiða rök fyrir því að hluti þeirra sem að þurfa á mestri aðstoð að halda séu einfaldlega gjaldþrota og með því að beina allri aðstoð til þeirra þá sé verið að færa fjármagn til fjármálafyrirtækja því þegar þau eru búin að sjúga til sín hjálpina ganga þau hvort eð er á leifarnar ef skrokknum.

Það á að láta jafnt yfir alla ganga en ekki að bjóða upp á frekari spillingu og ívilnanir til þoknanlegra Síðan á að hjálpa þeim sem að og langt voru sokknir á fætur á ny 


mbl.is Andvíg almennri skuldaniðurfærslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að drepa málum á dreif

Það verður ekki af Jóhönnu Sigurðardóttur skafið að mínu áliti að hún er snillingur í að drepa málum á dreif kæfa þau í nefnd og þess háttar og félagar hennar í ríkistjórn eru engu betri. Enda hefur þessi stjórn ekki gert neitt og það litla sem hún hefur gert er frekar til tjóns.

Eftirfarandi setning vekur þó sérstaka athygli mína

"Menn eru í ráðherrahópi að skoða hvaða leiðir er hægt að fara án þess að það komi harkalega niður á skattgreiðendum og lífeyrisþegum"

Ég veit ekki betur en að velflestir sem hér um ræðir séu skattgreiðendur margir eru einnig lífeyrisþegar og afhverju minnist hún ekki á þá sem greiða Lífeyrissjóði.

Ég held stundum að stjórnvöld haldi að þau séu stjórnvöld í ríki fjárfesta og aðrir séu ekki til og miðað við stjórnafar hér sem kennir sig við velferð þá langar mig að vita hvernig Íslensk stjórnvöld skilgreina óvelferð.


mbl.is Komið verði til móts við þá verst stöddu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband