Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
22.2.2012 | 12:06
Englasöngur.
Þennan morguninn flýgur manni í hug sálmurinn sjá himins opnast hlið ef ég man rétt þá er textinn í fyrsta versi einhvenvegin svona
Sjá, himins opnast hlið,
heilagt englalið
fylking sú hin fríða
úr fagnaðarins sal,
fer með boðun blíða
og blessun lýsa skal
:/: Yfir eymdardal. :/:
Þetta á vel við núna þegar vér heyrum kvein þeirra sem saklausir eru ákærðir er þeir bera sig sáran undan ranglæti óréttláts heims.
Það er þó eitt sem að ég get aldrei skilið í hinu Íslenska hruni.
Ég gerði ekki neitt ég trúði ekki fagnaðarerindinu sem boðað var um eilífðarríki Mammons ég bara lifði mínu lífi. Svo að ég er sennilega í saklausara lagi og einn af þeim sem kannski má flokka til þeirra skynsömu sem oft er talað um þegar kemur að umræðum um það að leiðrétta ránið þá má það ekki vegna þess að Það kemur niður á hinum skynsömu.
En það sem ég get ekki skilið er hvers vegna ég er að borga hrunið ásamt þeim meðbræðrum mínum sem líkt er farið um.
Afhverju er reikningurinn sendur á mig.
ER EKKI MÁL AÐ ÞVÍ LINNI ?
Segja mál að linni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2012 | 13:57
Hverju á að trúa
'i dag fjölgar langtíma atvinnulausum en hvað var sagt þann 13 janúar fyrir rétt rúmum mánuði þá birtist þessi frétt
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/10/13/enn_dregst_atvinnuleysi_saman/
Hvað er svo rétt hvort fjölgar eða fækkar og á hverjum er mark takandi
ekki veit ég það
Langtímaatvinnulausum fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2012 | 17:02
Veruleg útgjöld fyrir bankana.
Ef málið hefði fallið á hinn veginn hefði verið talað um veruleg útgjöld fyrir heimilinn sennilega ekki bara verið talað um að skuldarar ættu að greiða skuldir sínar eða hvort að fólk héldi að það þyrfti ekkert að borga.
Inntakið í fréttinni er það að fjármálastofnanir þurfa að skila aftur illa ólöglega fengnu fé og einhver hlýtur að þurfa að svara til saka fyrir þá staðreynd að þetta fé var tekið ófrjálsri hendi.
Eða er það ekki ??????????????????????
Miði við erlendu vextina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2012 | 12:47
Hærra kaup þar líka
Dýrara að leggja í nágrannalöndunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2012 | 13:06
Prósentur
Í fréttinni segir
Samanlögð raunbreyting kredit- og debetkortaveltu einstaklinga í innlendum verslunum gefur góða mynd af þróun einkaneyslu hérlendis og jókst veltan á þann mælikvarða um 4,4% í janúar borið saman við sama mánuð fyrra árs"
Það er gott mál að einhverjir eiga pening og eru að eyða enda þarf ekki annað en að skoða launahækkun forsætisráðherra og þingmanna til að sjá að einhverjir halda í við verðbölguna og hafa því eyðslufé.
En það sem er skrítið er frétt frá sama banka um sama mál í sama blaði http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2012/02/14/kortin_notud_meira/
En hér segir eftirfarandi og það sem vekur athygli mína er mismunurinn á prósentunum
"Heildarvelta debetkorta í janúar 2012 var 27,5 milljarðar króna sem er 31% samdráttur frá fyrra mánuði en 6,9% aukning miðað við janúar 2011.
Heildarvelta kreditkorta í janúar 2012 var 31,6 milljarðar króna sem er 6,2% aukning frá fyrra mánuði og 11% aukning miðað við sama mánuð árið áður, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands."
Ég er ekki hagfræðingur enda skil ég þetta ekki
Útlit fyrir áframhaldandi vöxt einkaneyslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2012 | 12:06
Af hverju ekki hér
Það segir
"Þegar horft er hins vegar til reynslu þeirra ríkja sem hafa farið í greiðsluþrot með tilheyrandi gengishruni gjaldmiðilsins þá hefur reynslan sýnt að hagvöxtur tekur fljótt kröftuglega við sér auk þess sem verðbólga lækkar hratt í kjölfarið"
Hvers vegna lækkar ekki verðbólga hér skildi það vera vegna hinnar sjálfknúandi vítisvélar verðtryggingar
Brotthvarf ekki óhugsandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2012 | 08:04
Nú er spurningin.
Nú er spurningin hvort sérfræðingar Olís taki stöðuna líka í dag þegar verð lækkar einhvern vegin efast ég um það.Gaman væri að einhver talnaglöggur reiknaði út hvað þessar æfingar kosta landsménn í auknum kostnaði á húsnæðislánum
Olíuverð lækkar vegna evrukrísunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2012 | 13:42
Galið.
Hvers vegna ætti olíuverð að hækka við að Grikkir ætla að skera meira niður það minnkar fjárfestingar og eyðslu og bjargar ekki neinu það ætti í raun frekar að lækka. Sennilega er þó hér mjaltavél fjármagnsins á ferðinni og í kvöld hækkar´húsnæðislánið mitt af því að Grikkir skáru niður það fyndna er að það hefði sennilega líka hækkað ef þeír hefðu ekki gert það
Þvílikt endemis bull
Olíuverð hækkar hressilega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2012 | 08:15
Farið að minna á gamla tíma
Mig rámar í það úr sögutímum í gamla daga að það voru ríki í samningaviðræðum og alltaf kom sá sem var með yfirburðastöðuna með nýjar kröfur þangað til allt sigldi í strand ef ég man rétt. Tilgangurinn jú stofnun stór Evrópu.
Mikið finnst mér þetta orðið keimlíkt þessu við erum búin að heyra af því að pakkinn sé að koma mánuðum saman en siðan puff ekki neitt. Á sama tíma erum við fóðruð á þvi að viðkomandi séu latir og öðru sem að réttlætir það að tekin sé af þeim sjálfstjórnin.
Ummiðja síðustu öld taldi ´ríki sig best til að stjórna Evrópu og reyndi það í krafti hervalds ég er orðin þeirrar skoðunar að það ferli sé komið í gang aftur nýjir aðilar sem telja sig best til þess fallna að hafa vit fyrir öðrum og ný vopn í staðin fyrir bryndreka er nú beitt fjármagni.
Grikkjum sett hörð skilyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2012 | 08:02
Nú skil ég þetta.
Ég hef ekki getað skilið hvers vegna Jóhanna segir að kreppan sé búin en nú skil ég það hún er búin hjá henni og alþingismönnum. Ætla ekki að segja meiraum málið það segirsig algveg sjálft hvaða álit ég hef orðið á fólkinu sem að Jón Sigurðsson er neyddur til að horfa á dag hvern .
Laun forsætisráðherra hækkuðu um 217 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |