Farið að minna á gamla tíma

Mig rámar í það úr sögutímum í gamla daga að það  voru ríki í samningaviðræðum og alltaf kom sá sem var með yfirburðastöðuna með nýjar kröfur þangað til allt sigldi í strand ef ég man rétt. Tilgangurinn jú stofnun stór Evrópu.

Mikið finnst mér þetta orðið keimlíkt þessu við erum búin að heyra af því að pakkinn sé að koma mánuðum saman en siðan puff ekki neitt. Á sama tíma erum við fóðruð á þvi að viðkomandi séu latir og öðru sem að réttlætir það að tekin sé af þeim sjálfstjórnin.

Ummiðja síðustu öld taldi ´ríki sig best til að stjórna Evrópu og reyndi það í krafti hervalds ég er orðin þeirrar skoðunar að það ferli sé komið í gang aftur nýjir aðilar sem telja sig best til þess fallna að hafa vit fyrir öðrum og ný vopn í staðin fyrir bryndreka er nú beitt fjármagni.


mbl.is Grikkjum sett hörð skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hitlers hugsun þjóðverja er enn við lýði....

Vilhjálmur Stefánsson, 10.2.2012 kl. 08:35

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ESB er engöngu að koma Grikkjum til hjálpar sem eru með allt niðrum sig.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.2.2012 kl. 10:09

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Verð að viðurkenna að ég efast um að hjálpsemi ráði öllu hef ekki orðið var við hana ómengaða í fari mannskepnunar sé sagan skoðuð.

Miklu frekar svona "Komdu hérna Kiðhús minn kerling vill fá eitthvað fyrir snúð sinn"

Jón Aðalsteinn Jónsson, 10.2.2012 kl. 13:22

4 identicon

Hversu lengi er hægt að hjálpa, hverjum er verið að hjálpa ?

Ekkert virðist geta bjargað Grikklandi, hversu lengi er hægt að bæta við upphæðina ?

Í raun er alls ekki verið að bjarga grikkjum, það er verið að bjarga lánveitendum þeirra, björgunarpeningarnir stoppa kannski 1 sekúndu í gríska seðlabankanum (ef hann er ennþá til) og fer svo beint í fang þeirra er lánuðu óábyrgt til grískra banka og/eða ríkisins.

Þetta er ekkert flókið, það er verið að einkavæða gróðan og ríkisvæða tapið...því miður !

runar (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband