Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011
5.5.2011 | 19:38
Aukin skattheimta.
Það eru varla deilur milli þessara háu herra um að hækka lífeyrisjóðsgjöld okkar jú þá fást meiri peningar í kassann peningar sem teknir eru af okkur og við höfum ekkert um að segja hvernig varið er. Eigi að hækka álögur sem teknar eru af launum okkar á að gera það í formi séreignarsparnaðar en ekki lífeyrissjóðsgreiðslna því meðan lífeyrissjóðir hafa verið í farabroddi við að auka skuldir fólkd nú í kreppunni hafa þó þeir sem átt hafa séreignarsjóð geta bjargað sér á honum meðan ormarnir liggja á því sem ekki tapaðist og vilja ekkert gefa eftir. Hækkun lífeyrisjóðs greiðslna í ofvaxið skrímsli kemur því ekki til greina að mínu mati.
Auk þess er þetta hrein og bein skattahækkun ekkert annað.
Iðgjöld til lífeyrissjóða hækki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2011 | 19:10
Ótrúleg vítisvél
Verðtrygging er skrítin skrúfa hér varð algjört hrun lífskjör hrundu og allt ryrnaði nema skuldirnar núna á að stíga aðeins til baka svo sem minna en ekki neitt og hvað skeður jú verðbokga og verðtrygging sér til þess að skuldirnar hækka meira og stðan verður verri. Svo er verið að tala um að vit mannkyns hafi aukist Ja hérna
Laun hækka um 4,25% í júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2011 | 19:45
Góða ferð
Ég tók í höndina á vinnufélaga í dag og óskaði honum góðrar ferðar.
Hann er nú fyrrverandi vinnufélagi því óskin um góða ferð var tilkomin vegna ferðar hans og síðar fjölskyldu hans til Noregs á vit betri möguleika til lífsafkomu. Þetta beinir huga mans að brottflutningi fólks haf landi héðan vegna þess að vinna ef hún fæst dugar ekki orðið fyrir framfærslu. Þessi vinnufélagi heldur á vit tæplega þrefalt hærri launa svipaðs matarverðs og tryggara efnahagslegs þjóðfélags.
Meðan fólk flytur úr landi halda síðan verkalýðsfélög, atvinnurekendur og stjórnvöld uppi syndarleikriti um að verið sé að gera eitthvað. Það verður sennilega með okkur eins og Færeyinga að okkar mesta blóðtaka verður fólkið sem fór og mun sennilega ekki koma aftur þegar ástandið lagast ef það gerir það.
Þetta er sorglegt dæmi vonlausrar stjórnvisku jafningjastjórnarinnar sem dettur ekki í hug að það sé líka hægt að jafna uppávið. Jafningjastjórnar sem er eins og bóndi sem slítur toppana af grösunum um leið og þau stinga höfðinu upp úr moldinni.