Góða ferð

Ég tók í höndina á vinnufélaga í dag og óskaði honum góðrar ferðar.

Hann er nú fyrrverandi vinnufélagi því óskin um góða ferð var tilkomin vegna ferðar hans og síðar fjölskyldu hans til Noregs á vit betri möguleika til lífsafkomu. Þetta beinir huga mans að brottflutningi fólks haf landi héðan vegna þess að vinna ef hún fæst dugar ekki orðið fyrir framfærslu. Þessi vinnufélagi heldur á vit tæplega þrefalt hærri launa svipaðs matarverðs og tryggara efnahagslegs þjóðfélags.

Meðan fólk flytur úr landi halda síðan verkalýðsfélög, atvinnurekendur og stjórnvöld uppi syndarleikriti um að verið sé að gera eitthvað. Það verður sennilega með okkur eins og Færeyinga að okkar mesta blóðtaka verður fólkið sem fór og mun sennilega ekki koma aftur þegar ástandið lagast ef það gerir það.

Þetta er sorglegt dæmi vonlausrar stjórnvisku jafningjastjórnarinnar sem dettur ekki í hug að það sé líka hægt að jafna uppávið. Jafningjastjórnar sem er eins og bóndi sem slítur toppana af grösunum um leið og þau stinga höfðinu upp úr moldinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband