Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011
29.5.2011 | 15:57
Flokksfundur flokksins sem týndi velferðinni.
Margt er athyglisvert í þessari ræðu og sýnist mér að okkar ágæti forsætisráðherra hafi i raun fjarlægst hinn Íslenska raunveruleika að mínu mati.
"Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að ofurlaunaliðið, fjárglæframennirnir og stóreignaelítan fái ekki að soga til sín hagvöxtinn sem framundan sé á meðan Samfylkingin fái að ráða"
Ég spyr nú bara hvaða hagvöxt en Jóhanna stendur sig vel í að halda þessum hóp niðri en um leið allri þjóðinni en ég spyr Jóhönnu hvaða hagvöxt er hún að tala um það er enginn svoleiðis vöxtur í pípunum.
Sú svallveisla var haldin undir lúðrablæstri frjálshyggjutrúboðs Sjálfstæðisflokksins. Lífskjarasóknin er framundan er verður hins vegar á forsendum jafnaðarstefnunnar.
Frábært stefnt er að því að lægstu laun nái 200 000 2014 ef ég man rétt engin smá sókn það hjá velferðarstjórninni, mér finnst einnig athyglisvert hvað gleymskan er öllu ráðandi meðal Samfylkingar bæði í ríkis og borgar. Ég mun aldrei ljá atkvæði mitt fólki sem að man ekki yfir þröskuld og það smáatriði eins og að þau voru í stjórn bæði ríkis og borgar. Síðan ef svo er að það hafur verið svall í gangi veit þá Jóhanna af því og Samfylkingin vegna þess að þau voru kannski þátttakendur.
Nú er bara galað það er allt hinum að kenna. Mér finnst oft gott að ég á fáa vini af þessu kaliberi vini sem að eru bara vinir manns þegar vel gengur og hægt er að hafa gott af manni.
Lífskjarasóknin er nú hafin og framundan eru gríðarlega mikilvæg og spennandi verkefni sem flest eru komin vel á veg. Ekkert bendir því til annars en að okkur muni takast það ætlunarverk að nýta vel það sögulega tækifæri sem ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingarinnar og Vinstri grænna er, sagði Jóhanna."
Mér er næst skapi eftir að lesa síðustu málsgreinina að háttvirtur forsætisráðherra hafi flutt úr landi og sé núna búsett í Kanada.´
"Var Jóhönnu klappað lof í lófa eftir að hún lét ummælin falla."
Það hefur verið viðtekin venja valdastétta í gegnum tíðina að klappa sjálfu sér lof í lófa´og á því er enginn breyting. Sjálfsánægja og sjálfshól hefur aldrei riðið við einteyming menn og konur klöppuðu fyrir Stalin, Franco, Dolla, Caligula, Nero og mörgum öðrum þangað til að það fékk sigg í lófana, á því verður seint breyting.
Ofurlaunaliðið fær ekki að soga til sín hagvöxtinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.5.2011 | 00:20
Loðnan reddar málunum
Gott er að háttvirtur ráðherra er bjartsýnn enda er hann bjartsýnismaður hann sá ekkert bjartara en Svarssamninginn þegar hann var og hét og eiginlega sama hvert litið er maðurinn er fullur bjartsyni og sennilega verið af tómri bjartsyni sem að hann og forsætisráðherra gáfu bönkunum veiðileyfi á Íslenskan almúga ef taka má mark á umfjöllun um skýrslu þá sem að varla nokkur fjölmiðill greinir frá.
Vil bara benda á að loðnuvertíðin getur varla lofað góðu því henni er loki. Sumarveiðar á loðnu hafa ekki farið fram lengi eftir því sem að ég best veit. Hann er þá að ræða um innkomu ársins 2012 sem að varla eykur hagvöxt á þessu ári.
Ég vil einnig benda á að vinir ráðaherra í td greiningardeild Arion banka telja að samningarnir setji allt á hliðina jafnvel þó að hækkunin sé aðeins brot af því launaskriði sem þar hefur átt sér stað og brota brot af launaskriði æðsta mans þeirra.
Enda skil ég greiningardeildina vel þeim hefur verið veitt leifi til að nýta hræin og eru að reyna að vernda eigur sínar svo að þær lendi ekki í hendur óreiðufólksins sem kallaður er Íslenskur almúgi.
Sér batamerki í hagkerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2011 | 12:11
Alþingi.
Ef að söguskilningur minn byggður á bóklestri og Hollywood myndum er réttur þá tíðkuðust í Rómaveldi hinu forna bakstungur miklar sem hluti af valdabaráttunni þetta mátti meðal annars sjá í meðalgóðri útgáfu af Ben Húr í Stöð 2 nýlega. Húr sem var nú reyndar kallaður Hur í kynningu þeirra þátta eyrum mínum til mikils ama anda alin upp við Húr.
Ástæða þess að ég minnist á þetta er hið hulda glímubragð háttvirt ráðherra lagt til háttvirts þingmann Ásmundar Einars. Bardagalistinn gerist ekki betri og er bragðið fagur vitnisburður samheldninnar, samstöðunnar og viljans til að einbeita sér að endurreisninni og því að bjarga fólkinu í landinu, það er vitnisburður um þann anda sem að ríkir við Austurvöll.
Þessi andi kristallast varla betur en í eftirfarandi orðum ráðherra.
Sem að mínu mati er nú að vísu ekkert annað en högg undir beltisstað en það er mín skoðun.
Hann segir
Ég held að við getum í þessum þingsal, nema ef til vill eitt, verið sammála um að þeir samningar sem þjóðin felldi nú, voru betri en samningurinn frá því í ágúst 2009. Ásmundur Einar Daðason greiddi atkvæði með þeim samningi en síðan gegn samningnum sem felldur var nú síðast í þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Árni Páll.
Þetta er rétt en að mínu mati sett fram sem háðung í garð Háttvirts þingmanns.
Ráðherra ætti heldur að vekja athygli á því að ólíkt mörgum öðrum þingmönnum hefur Ásmundur kannski vitkast eða hvað má segja um þá þingmenn sem einum rómi hafa greitt öllum ólögunum atkvæði sitt og ávalt lagt höfuðið á höggstokkinn að betra yrði það ekki og að hér færi allt til vítis ef ekki yrði borgað
Hvað um þá þingmenn og hvað um þann flokk sem að hefur ávalt einum rómi, ef eg man rétt samþykkt öll Icesave ólöginn.
Ég ég held að ráðherra ætti að lýta nær sér og sínum.
En gott væri að ólögin yrðu numin úr gildi enn betra væri þó að yfirmaður viðskipta í landinu sæi til þess að ein aðferð gilti í landinu við að reikna út eftirstöðvar lána.
Kannski að best væri að útgerðarmenn tækju yfir fjármálastofnanir þá stæði kannski ekki á VG og Samfó að hjóla í þær og rétta hlut þjóðarinnar á fleiri sviðum en einu.
Engin Icesave-innheimtubréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2011 | 09:30
Gott hjá ungafólkinu.
Ég hrósa þessum unglingum fyrir að láta heyra í sér það er ekki bara á tyllidögum sem að við eigum að hlusta á raddir þeirra við eigum að gera það alltat ekki bara til að hlusta heldur til að styðja þau þegar þau mæla rétt og til að leiðbeina þeim þegar þau mæla rangt og benda þeim á að í flestum tilfellum mælum við útfrá eigin klúðri á þeirra aldri.
Hver unglingana til að halda þessu til streytu og okkur Grafarvogsbúa til að styðja þá í því máli
Mótmæli í Grafarvogi í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2011 | 22:30
Handþvottur.
Ég er þeirrar skoðunar að virðing okkar hafi nú náð þeirri lægð að varla verði neðar komist. Við erum nú á svipuðum slóðum og Pontíus Pílatus sem af tómu hugleysi vaskaði hendur sínar vegna þess að hann vissi að hann var að gera rangt og síðan eru birtingar myndir Péturs Postula og afneitunar hans hér líka á ferðinni þessa dagana.
Stjórnvöld hafa komist að því að hrunið er einum manni að kenna Geir H Haarde. Þvílíkar manndóms myndir sagan er full af svipuðum dæmum þegar einum er fórnað til að friðþægja múginn en vandamálið er það að við múgurinn sjáum í gegnum þetta sjónarspil Auðvitað var Geir skipstjóri á skútunni auðvitað bar hann ábyrgð en að ætla að draga hann einan fyrir dóm einan á undan þeim sem að voru hrunvaldarnir sú aðgerð verður að mínu mati nuverandi stjórnöldum bautasteinn ævarandi háðungar og minnkunar þegar kemur að ritun nútíma sögu.
Hvað voru Ingibjörg, Jóhanna, Össur, Björgvin, Þorgerður, Árni og fleiri að gera sem að þáðu laun sem yfirmenn á skútunni og áttu einnig að standa vaktina hvað með hásetana í stjórninni hvað með alla stjórnsýsluna eftirlitsstofnanir hvað með kerfið. Allt saklaust bara Geir allt honum að kenna.
Hvað með bankastjóranna, fjárfestana, og aðra forkólfa sem að ráku fyrirtæki sem hér settu allt í þrot og eru nú notaðir til að halda ræður á fundum um hvernig á að haga fjármálastjórn á Íslandi framtíðarinnar og eru flestir saklaus fórnarlömb að eigin mati.
Ég á ekki til orð yfir þessu ég hef horft í forundran á þau mein sem komið hafa í ljós hér undanfarið, mein sem að ég hefði þrætt fyrir að væru hér til staðar fyrir innan við þremur árum síðan. Þegar nú ég horfi upp á það sem ég tel jafnast á við marga atburði úr sögunni þegar einstaklingum hefur verið fórnað til friðþægingar þá eiginlega finnst mér komið nóg. Verði þessi atburðarrás til enda leidd mun virðing mín fyrir Alþingi Íslendinga ekki verða endurreist fyrr en allir þeir er tóku þátt í þessu leikriti verða horfnir þaðan ásamt þeim sem telja sig umkomna til að dæma í málinu.
Hér á við það gamla orðtæki sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Það þarf ekki að skoða fréttir mjög djúpt til að láta sér hvarfla í hug að meðal þeirra sem grjót upp tóku séu einstaklingar sem hefðu átt að hafa það máltæki í huga þó ekki væri nema vegna þess að þeir voru hluti af þeirri stjórnsyslu sem að brást.
Ákæra gefin út á hendur Geir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2011 | 12:12
Tvöföldum hringveginn.
Það er þeim sem mig þekkja ljóst að ég er andstæðingur þess að taka upp vegatolla á umferð um landið.
Það er mitt mat að best sé að hafa gjaldheimtuna í eldsneytinu þá borgar maður fyrir það sem maður keyrir hvar sem að maður keyrir. Ef farið er að taka gjaldheimtuna með tollum á vegum þá geta menn keyrt innan ákveðins svæðis og borga ekki neitt þó þarf að halda því vegakerfi við líka.
GPS staðsetningartæki þau sem Kristjáni Möller er tíðrætt um eru síðan afkvæmi 1984 væðingar stjórnarherra tuttugustu og fyrstu aldarinnar sem er ekki nóg að vera með lúkurnar í veskjum okkar til að moka þaðan því sem eftir er heldur vilja líka vera með nefið í aftursæti bifreiða okkar til að vita hvert við förum.
Það væri nú fínt fyrir atvinnuleysisstofnun að samkeyra GPS tölur og atvinnuleysisskrár og komast að því að Jónsi Jóns sem ekki mætti í skráningu á miðvikudaginn vegna bakverks var á landsbyggðar hóteli þann dag að njóta veðursins eða nágrannakonunnar.
En við lestur þessarar frétta sló niður hjá mér hugmynd að lausn. Þar sem Villi, Gylfi, Kristján og margir fleiri vilja nota lífeyrissjóðina okkar til að byggja smá vegarspotta svo að þeir geti rukkað okkur fyrir að keyra á öllum hinum vegunum af hverju þá ekki að leyfa þeim að leggja nýjan hringveg. Þá getum við sem ekki viljum borga endurreisn gjaldþrota verktakafyrirtækja og tap lífeyrissjóða í formi vegtolla keyrt þann gamla en hinir sem vilja borga með vegtollum farið þann nýja.
Ekki hægt segja sumir þetta er ekkert mál við litum bara eldsneyti vegatolla manna og séu þeir teknir á gamlaveginum bíða himin háar sektir.
Nýja hringvegin má síðan nefna Lífsbrautina til heiðurs lífeyrissjóðum sem margir heita Lífs eitthvað og gjaldhliðin gætu heitið Gullnu hliðin.
Einföld lausn á stóru vandamáli. Samgönguöryggi myndi líka aukast á sama hátt og raföryggi landsmanna gerði við byggingu byggðalínu tvö lokist annar vegurinn er hægt að opna á hinn og taka sanngjarnt gjald fyrir þegar menn skipta á milli.
Umferð um hringveg lokaðist eftir árekstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2011 | 22:28
Launþegar verða að gæta hófs.
Við launþegar megum ekki vegna græðgi okkar verða þess valdandi að að hin veikburða engjarós hins Íslenska efnahagskerfis drjúpi enn höfði dægrin löng eins og skáldið sagði.
Við verðum að trúa fræðingunum sem að nú geysast fram á völlinn og segja okkur að þær kjarabætur sem í samningum eru komi til með að stefna öllu í voða.
Ég tel að okkur beri skilda til þess að hlusta á þessa aðila og fella samningana því ekki megum við valda þessum aðilum svefnleysi.
Það er kannski aftur á móti umhugsunarvert að engjarósirnar skulu ekki bera launagreiðslur sem ná varla atvinnuleysisbótum og leiðir til þess að margar þeirra nýta sér vinnuafl af láglaunasvæðum Evrópu sem að kannski er ein ástæða þess að félagshyggjustjórnin vill ólm ganga þar inn svo að tryggt sé ódýrt vinnuafl vel undir 200 000 kr á mánuði enn um stundir meðan fjárfestar vinna upp það sem tapaðist í Glæsivallaveislu síðustu ára.
Það má vera að það sé virðingarvert að reyna að skapa fólki vinnu en það er ekki mikill metnaður í því að sætta sig við 29% lægri laun ef satt er.
En er það ekki brot á jafnréttiskafla Íslenskra laga að greiða mimsunandi laun fyrir sömu vinnu þar segir ef ég man rétt að greiða skuli sömu laun fyrir sömu vinnu og er ekki sjómannafélaginu í sjálfsvald sett hvort að það stöðvar þá ekki skipið eða neitar því aðkomu að höfn ef svo er ekki. Þeir hafa mætt á bryggjur áður.
Einu er ég að velta fyrir mér og væri gaman að fá það á hreint en það er hvort að það gildir ekki sama um allar áhafnir Íslenskra farskipa eru þær ekki allar ráðnar í gegnum Færeyska ráðningarstofu og eru þá allir Íslenskir farmenn á 29% lægri launum en kollegar þeirra það væri gaman að vita það.
Það er síðan stór spurning hvers vegna stjórnvöld eru ekki fyrir löngu búin að koma á samskonar kerfi og gildir í öðrum löndum þannig að skipum sé ekki flaggað úr landi og áhafnir þeirra greiði skatta og skyldur hingað og njóti sömu réttinda og við.
Varðandi það að gæta hófs vil ég vitna í viðtalið við stúlkuna frá greiningardeild Arion banka í fréttum og hvernig hún spáði okkur helför mikilli vegna launahækkana þeirra sem Íslenskar láglaunastéttir fá og fréttaþulan meðtók allan sannleikan án þess að spyrja eða grafa sem er siður Íslenskra fréttamanna velflestra það er að koma þeim sannleika sem hentar í hvert sinn á framfæri.
Mér hefði þótt vænt um að hún hefði spurt greiningardeildarstúkuna út í eftirfarandi.
Úr DV 6 des 2010
"Nýlegt árshlutauppgjör bankanna bendir til þess að launaskrið sé hafið innan þeirra eftir launalækkun og skerta tekjumöguleika almennra starfsmanna bankanna í kjölfar bankahrunsins í október 2008. Heildarkostnaður þeirra vegna launa og launatengdra gjalda fer nú aftur vaxandi eftir bankahrun. Útreikningar, sem byggjast á árshlutauppgjöri bankanna, benda til þess að heildarstarfsmannakostnaður bankanna stefni í að vera að minnsta kosti tíu prósentum hærri en í fyrra."
DV 11 mars 2011
"Höskuldur H. Ólafsson byrjaði feril sinn sem bankastjóri Arion banka á því að skaða hagsmuni bankans og íslensks samfélags í heild. Höskuldur er leiðtogi í sínu fyrirtæki, sem varð gjaldþrota og stendur frammi fyrir því að þurfa að hagræða verulega. Hann byrjaði vinnu sína við hagræðinguna á því að taka sér 10 milljóna króna eingreiðslu frá bankanum. Á síðasta ári var hann með 4,3 milljónir að meðaltali í mánaðarlaun, sem er 146% hærra en bankastjóralaun í Arion banka árið 2008. Launahækkunin veldur því sjálfkrafa að aðrir bankastarfsmenn, sem sæta leiðsögn Höskuldar, vilja líka fá launahækkun. Smitáhrifin af Höskuldi ná síðan út í íslenskt samfélag. Ef bankastjóri Arion banka hækkar um 146% í launum, hvers vegna eiga aðrir í samfélaginu að sætta sig við aðeins 2,5% launahækkun? Laun Höskuldar kosta miklu meira en launin ein og sér."
Mér hefði fundist ástæða til að spyrja hvort að ofangreint stefndi endurreisninni ekki í voða og hvort að greiningardeildin hefði gert stjórn bankans grein fyrir því. Ef svo hefði verið spurt og svarað hefði kannski verið stigið fyrsta skrefið til að endurreisa orðspor fréttaspyrla og greiningardeilda.
Mótmæla lægra kaupi Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2011 | 22:01
Góðsemin tekur við
Það er gott að vita til þess að fjármálastofnanir hafa hafist handa við góðverkin aftur og eru farnar að bjóða húsnæðislán vonandi lögleg í þetta skiptið og vonandi ætla þær ekki að taka stöðu gegn kaupendunum aftur eftir ca fjögur ár.
EN skildi kannski aðalástæðan vera að þessar stofnanir eiga svo margar fasteignir sem þeir þurfa að losna við að nú á að beita fyrir lánþega aftur
Einhvern vegin held ég frekar að það sé ástæðan og bágt á ég með að trúa að fólk hafi á ny öðlast á þeim traust
Fagnar nýjum fasteignalánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2011 | 21:57
Grátið á gresjunni.
Ég er orðin ungur í anda eftir Kastljós kvöldsins í huga mínum færðist ég aftur til árdaga sjónvarps á æskuheimili mínu þegar aldrei mátti missa af hinum æsispennandi þáttum um grátin á gresjunni.
Í kvöld var hann komin aftur og nú með þá félagana Villa og Gylfa í aðalhlutverkum ég verð þó að viðurkenna að ég saknaði hinnar góðlyndu Láru sem öllum vildi gott.
Það er svo gott að vita til þess að góðir samningar hafa náðst og að atvinnulífið teygir sig fram á bjargbrúnina til að koma á móts við okkur launþega. Þó verð ég að segja að frá mínum bæjardyrum séð er sú brún nú frekar toppurinn á Himmelbjerget frekar en brún Látrabjargs.
Það dynur á okkur að það verði að koma fjárfestingum af stað hver fjárfestir í fyrirtækjum sem mörg hver eru skuldsett upp í rjáfur ég verð að segja að ég efast um það. Það verður að koma hjólunum af stað ég samþykki það.
En svona miklar kauphækkanir valda verðbólgu er sagt það er eins og að við lýðurinn séum í startholunum svelt af kaupæði bíðandi eftir að æða út með 50.000 kallinn sem verður nú aldrei nema 25 000 Jóhanna og Grímsi taka rest að við æðum út með hann til að kaupa okkur óþarfa. Hvaða óþarfa kannski setur einhver loksins meira en 1000 kall af bensíni á bílinn kannski kaupir einhver eitthvað annað en linar appelsínur eða soyablandað hakk í matinn kannski en sennilega fer þetta hjá flestum einfaldlega í að borga það sem dregist hefur og við skulum ekki gleyma því að stjórnvöld taka 25,5% af flestu því sem að við komum til með að nota þetta í í formi vsk.
En það var átakanlegt að horfa upp á sálarstríð þeirra félagana og góðsemi þeirra í garð okkar launþega megi þeir hafa blessun vora fyrir það er enda ekkert smá átak að ætla sér að ná lágmarklaunum nálægt 200 000 í einhverri fjarlægri framtíð. Guð blessi síðan loforðapakka Jóhönnu og Steingríms en ég vona að hann virði það þeim ekki til hnjóðs ef efndirnar verða eins og á öðrum loforðapökkum þeirra því þá gæti verið að þau yrðu að fara til himna eins og bóndinn sálugi í Gullnahliðinu til að forðast það að vera hafnað inngöngu.
Ég verð að segja það að mér finnst fjallið hafa tekið mikla jóðsótt enn á ny en að mínu mati fæddist ekki einu sinni þúfa i þetta skipti svona aðeins smá mishæð á því flatlendi afturfara stöðnunar og aðfarar undanfarinna ára að Íslenskum almúga..
Erfitt að láta þetta ganga upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2011 | 19:42
Útreikningar velferðarstjórnarinna.
Ætli þetta sé reiknað á sama máta og kostnaður ríkisins af vaxtaniðurgreiðslunni þar sem er að koma í ljós að endurgreiðslur rýrna hjá fólki og það fær minna en það hefði fengið ef kerfið hefði verið óbreytt.
Ég alla vega slæ orðið mikla varnagla við ölu sem af velferðarheimilinu kemur hvort sem um er að ræða skjól gegn ágangi lánastofnanna sem var að hluta til fólgið í því að fólk sem greidd hafði upp lán sín og var með fullnaðarkvittun fékk auka rukkun eða annað sem af þessu ógæfuheimili hefur dunið á þjóðinni.
Stjórnarliðar verða þvi að virða það við mig að ég trúi ekki stafkrók af því sem frá þeim kemur
60 milljarðar á samningstíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |