Handþvottur.

Ég er þeirrar skoðunar að virðing okkar hafi nú náð þeirri lægð að varla verði neðar komist. Við erum nú á svipuðum slóðum og Pontíus Pílatus sem af tómu hugleysi vaskaði hendur sínar vegna þess að hann vissi að hann var að gera rangt og síðan eru birtingar myndir Péturs Postula og afneitunar hans hér líka á ferðinni þessa dagana.

Stjórnvöld hafa komist að því að hrunið er einum manni að kenna Geir H Haarde. Þvílíkar manndóms myndir sagan er full af svipuðum dæmum þegar einum er fórnað til að friðþægja múginn en vandamálið er það að við múgurinn sjáum í gegnum þetta sjónarspil Auðvitað var Geir skipstjóri á skútunni auðvitað bar hann ábyrgð en að ætla að draga hann einan fyrir dóm einan á undan þeim sem að voru hrunvaldarnir sú aðgerð verður að mínu mati nuverandi stjórnöldum bautasteinn ævarandi háðungar og minnkunar þegar kemur að ritun nútíma sögu.

Hvað voru Ingibjörg, Jóhanna, Össur, Björgvin, Þorgerður, Árni og fleiri að gera sem að þáðu laun sem yfirmenn á skútunni og áttu einnig að standa vaktina hvað með hásetana í stjórninni hvað með alla stjórnsýsluna eftirlitsstofnanir hvað með kerfið. Allt saklaust bara Geir allt honum að kenna.

Hvað með bankastjóranna, fjárfestana, og aðra forkólfa sem að ráku fyrirtæki sem hér settu allt í þrot og eru nú notaðir til að halda ræður á fundum um hvernig á að haga fjármálastjórn á Íslandi framtíðarinnar og eru flestir saklaus fórnarlömb að eigin mati.

Ég á ekki til orð yfir þessu ég hef horft í forundran á þau mein sem komið hafa í ljós hér undanfarið, mein sem að ég hefði þrætt fyrir að væru hér til staðar fyrir innan við þremur árum síðan. Þegar nú ég horfi upp á það sem ég tel jafnast á við marga atburði úr sögunni þegar einstaklingum hefur verið fórnað til friðþægingar þá eiginlega finnst mér komið nóg. Verði þessi atburðarrás til enda leidd mun virðing mín fyrir Alþingi Íslendinga ekki verða endurreist fyrr en allir þeir er tóku þátt í þessu leikriti verða horfnir þaðan ásamt þeim sem telja sig umkomna til að dæma í málinu.

Hér á við það gamla orðtæki sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Það þarf ekki að skoða fréttir mjög djúpt til að láta sér hvarfla í hug að meðal þeirra sem grjót upp tóku séu einstaklingar sem hefðu átt að hafa það máltæki í huga þó ekki væri nema vegna þess að þeir voru hluti af þeirri stjórnsyslu sem að brást.


mbl.is Ákæra gefin út á hendur Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband