Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Er þetta önnur Samfylking

Ég vildi fá að vita hvort hér er um að ræða aðra Samfylkingu heldur en er í ríkisstjórn því ef ég man rétt voru atvinnumál forgangsmál hjá þeirri Samfylkingu allir sjá síðan efndirnar. Svo að ef þeseei Samfylking forgangsraðar eins og hin þá mun ég forðast það að kjósa hana svo gott væri að fá nánari útskýringar á þessu forgangsmáli.
mbl.is Setja atvinnumál í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þá VG með ESB

"Katrín segir afstaða Jóns í þessu máli fyrst og fremst byggjast á afstöðu hans til aðildar að Evrópusambandinu"

Ég skil þetta þá þannig að Katrín og aðrir sem meðmæltir eru séu þá fylgjandi ESB því Jón er á móti því og ef þessi skoðun hans er byggð á þeirri andstöðu þá hljóta hinir að vera fylgjandi inngöngunni úr því að þessi breyting er í þágu ESB aðildar að mati Jóns.

Það er gott að úlfarnir eru að fara að skríða úr sauðagærunum


mbl.is Jón eini ráðherrann á móti fækkun ráðuneyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þurfa allir að taka á núna.

Ég heyrði ekki betur en háttvirtur ráðherra segði þessi orð í fréttunum. En það er ljóst að núverandi stjórnvöld skilja ekki orðið allir heldur halda þau sennilega að það þýði þeir sem minna mega sín.

 Ef ég man rétt er nú ekki niðurskurðurinn meiri hjá þeim háu herrum en að ráðið hefur verið í um 50 nýjar stöður tímabundið án auglýsinga setja á óhemju pening í ESB viðræður um aðild sem að meirihluti þjóðarinnar vill ekki sjá það eru settir peningar í að auglýsa upp landið sem er í hverjum einasta fjölmiðli heims nú um stundur og síðan átti að hækka laun seðlabankastjóra en því erum við hænuhausarnir flestir búnir að gleyma.

Nei eina ráðið enn og aftur hjá algjörlega ráplausri ríkisstjórn er að skera niður í velferðarkerfinu Hvernig væri að taka til í utanríkisþjónustunni reka gagnslaus blýantsnagandi möppudýr setja þá sem eru á margföldum eftirlaunum á einföld og þá jafnvel miðað við tvöfalda lágmarksframfærslu sem aðrir landsmenn eiga að lifa á og svo mætti stöðva fjárveitingar í rannsóknir á því hvort að það sé munur á körlum og konum, hvort að rass kvenna til sveita sé stærri en kvenna í borg og ýmsar aðrar óþarfa rannsóknir sem ég leifi mér að segja að megi alveg bíða niðurstöðurnar skipti ekki sköpum fyrir fókið í landinu.

Finnst í raun engum nema mér skrítið ef fréttir eru réttar að það á að veita fé til atvinnulausra námsmanna hér á landi til að rannsaka slit á þotumótorum vegna gosösku skildi Boeing hafa frétt af því. Auðvitað þarf að skapa fólki vinnu en höldum við virkilega að atvinnulaust Íslenskt skólafólk með fullri virðingu fyrir því hafi aðstöðu til að gera þetta en ég viðurkenni að þetta lýtur svakalega vel út á prenti en ég hef trú á að bæði Airbus og Boeing hafi þegar fólk í þessu. Við getum líka veitt fé í að rannsaka  notagildi hjólsins það lýtur líka vel út.

Ég er síðan þeirrar skoðunar að þeir sem nú á að reyna að dæma vegna atburðanna á alþingi eigi að fá harðan dóm ekki fyrir að trufla valdstjórnina heldur fyrir það að hafa stuðlað að valdatöku þessarar stjórnarótuktar.


mbl.is Velferðarþjónustan skorin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta bara ekki Davíð að kenna

??????. W00t 


mbl.is Jón Ásgeir segir Steinunni misnota dómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lára V þarf að segja af sér.

Sé rétt eftir Ragnari haft þarf viðkomandi Lára að segja af sér því að það er alvarlegur hlutur að halda því fram að einhverjar gjörðir séu í samráði við einn æðsta stjórnanda landsins og að það sé síðan ekki satt. Það er að mínu mati alvarlegt brot í starfi að halda slíku fram ef rétt er og á því Lára að segja af sér því að ekki skrökvar Jóhanna. Eða hvað ??.
mbl.is „Ég segi sannleikann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær tímasetning

Ég er illagerður og tortrygginn orðin á hitt og þetta í lýðveldinu en vil þó hrósa saksóknara fyrir þolgæði hann hefur haldið áfram með sín mál og nú virðist vera komin betri skriður á þau.

En mér finnst tímasetningin góð og leyfi mér að tortryggja hana því að hver nennir núna að kafa ofan í það mál sem þó þarf að fá svar við það er vissi Jóhanna eða vissi hún ekki af því að tillaga um launahækkun handa Seðlabankastjóra væri í farvatninu.

Ég er svo grunnhygginn að mér dettur ekki í hug annað en að fólk sem ætla má að starfi náið saman upplýsi hvort annað um tillögur sem á að leggja fram og að undirmenn vinni í samstarfi við yfirboðara.
Ef ekki þá vil ég að fulltrúin í bankaráðinu svari því hvers vegna hún gengur gegn stefnu ríkisstjórnarinnar í launamálum eins og sér, mér finnst það afskaplega ósennilegt.

En þetta mál kemur til með að yfirskyggja hið fyrra þannig að svör fást aldrei og fréttastofur eru eins og krakkar í berjamó sem hlaupa milli ókláraðra berjalyngja í fögnuði þegar annað meira spennandi finnst og klára sjaldnast að kryfja málin til mergjar þannig að þau falla í gleymsku eins og verður nú um launamál Seðlabankastjóra.

Ég óska saksóknara til hamingju með árangurinn og viðurkenni það að framganga hans í þessum málum hefur þau áhrif á mig að ég get að einhverju leiti trúað því að hér ráði tilviljun frekar en að um vísvitandi stjórnun atburðarrásar sé að ræða en mikið kemur þetta sér vel fyrir suma. 


mbl.is Óttast ekki að gögn hafi horfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bótaþjófar

Töluvert hefur verið fjallað um fólk sem þiggur bætur á röngum forsendum í dag og virðist ríkið hafa orðið mörg ráð í hendi sér til að ná til þessa hóps. Það er til dæmis ekkert slæmt að vera fésbókarlögga eða að fá að grúska í bankareikningum fólks og að segja til náungans þetta er jú allt mannbætandi störf og nokkuð ljóst að þau höfða ekki til okkar lægri hvata.

Það er fjarri mér að ætla að mæla því bót að fólk svindli á kerfinu eða tryggingarfélögunum, En mér finnst það bara einhvern vegin svo Íslenskt það er ný Íslenskt að þetta skuli vera aðalfréttaefnið og slá út það sem mér finnst fréttnæmara  sem er ekki hverjir stela bótunum heldur hvað skuli gera við þá sem stálu bótasjóðunum öllum.  Á þá er ekki minnst og sennilega verða þeir ekki sviptir neinu. Já svoleiðis er nú lífið í hinu Nýja lýðveldi undir stjórn félagshyggjunnar og réttlætisins fyrir alla.

Ég vill verða Seðlabankastjóri.

Það ber svo við um þessar mundir að maður hefur ekki hugmynd um hvort að maður er sofandi eða vakandi upphandleggir mínir eru orðnir fagurbláir af gaffalstungum því að þegar kemur að fréttum sest maður niður með steikargaffal og stingur sig reglulega í upphandlegg til að vera viss um að maður sé vakandi en ekki sofandi því það sem er einna helst í fréttum er þvílíkt að mun betra væri að um martröð væri að ræða. Það er martröð sofandi manns en ekki martröð sem er raunveruleg.

Ég er farin að halda að við þurfum að leita til þjóðkirkjunnar og fá þá til að reka út þá illu anda sem að virðast hafa tekið sér bólstað í ríkisbyggingum þeim sem að standa umhverfis andapollinn í miðbæ höfuðstaðarins. Hvaða andi er á ferðinni núna eða andar jú það er bílalána andagiftin, hausnæðislánasjóðs andremman  og síðan kemur þetta eins og skrattinn úr sauðaleggnum hækkun launa til Seðlabankastjóra sem nota ben var ekki ráðin pólitískt heldur faglega W00tLoLHappy að því að sagt er en enginn trúir. 

Þegar þetta lekur síðan út tekur við litlugulu hænu heilkennið og engin hefur heyrt neitt séð neitt eða yfirleitt veit neitt. Heldur þetta fólk að við virkilega trúum þessu bulli. Heldur það virkilega að við séum svo arfa vitlaus að í þessum nána vinahring þar sem hver stendur þétt við annan að allir viti ekki um svona mál heldur þetta fólk virkilega að fulltrúi í bankaráði beri fram svona tillögu nema í umboði því sem að hann situr í sem í þessu tilfelli er umboð Samfylkingar og heldur síðan Seðlabankastjóri að við trúum því að hann hafi ekki vitað af þessu hann starfa jú með þessu ráði.

Þessi stjórn hefur verið dugleg að setja bönn og boð og reglur um allan andskotann það hlýtur því að liggja beint við að næst verði sett í lög að skylt sé að hækka alla í launum svona surprise að minnstakosti einu sinni á ári og þá um allavega þreföld lágmarkslaun.´

Ég vil fara að sjá nýjan flokk fólks með jarðtengingu fólks sem stundar venjulega launavinnu fólks sem að vill frelsi og að framtak einstaklingsins njóti sín. Flokk fólks sem að er nógu skynsamt til að vita það að svona gerir maður ekki. Flokk fólks sem að ég get trúað. Þangað til vil ég vera Seðlabankastjóri en sennilega verð ég fyrst að stonfa minn eigin flokk. Er einhver memm.


mbl.is Már myndi ekki þiggja launahækkunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki alslæmt

Aukin meðalþyngd mankyns er þá ekki alslæm eftir allt ef að hún kemur í veg fyrir að menn drepi hvorn annan í hernaði. Það skildi þó ekki vera að hamborgarar muni ná því í gegn sem allar heimsins friðarhreyfingar hafa ekki getað það er Frið á jörðu.


mbl.is Offita ógnar Bandaríkjaher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf ekkert nýtt gildismat.

Það er ekki þverfótað fyrir þeim hugmyndum að hér þurfi nýtt þetta og nýtt hitt það þarf nýtt Ísland nýtt gildismat nýtt siðferði og guð má vita hvað.
Ég er á öndverðri skoðun hér þarf að henda öllu þessu nýmóðins og taka upp eldra siðferði og eldra gildismat það er ekki lengra síðan að ég man þá tíð að hér var nokkuð góður jöfnuður hér ríkti friður samhjálp og nokkuð gott siðferði síðan kom eitthvað nýtt og allt fór til fjandans.

Ég er því þeirrar skoðunar að það þurfi að henda öllu þessu nýja og taka upp aftur þær venjur sem að hér ríktu áður en hið nýja gildismat tók allt yfir. Hið gamla gildismat var fínt og margreynt við skulum ekki reyna að finna upp hjólið aftur heldur einbeita okkur að því að kenna börnum okkar og barnabörnum það gildismat sem að okkur var kennt af eldri kynslóðum. Ég hef trú á því að það séu fleiri en ég sem að muna í hverju það fólst og í raun hef ég trú á því að þeir sem muna það séu mun fleiri heldur en þeir sem leiðst hafa af leið það ber bara meira á þeim nú um stundir því ef einhverjir hafa glatað gömlum gildum að mínu mati þá eru það fjölmiðlarnir sem i dag leggja meira upp úr æsifréttum líðandi stundar heldur en dýpri pælingum um lífsins list svo selja fréttir af eðlilegum hlutum ekki auglýsingatíma.

Ég veit vel að heimurinn var ekki fullkominn áður fyrr en heldur ekki alslæmur og við skulum ekki gera okkur neinar grillur um að við getum skapað fullkomin heim en sá heimur sem að við höfum innleitt hér með hinum nýju siðum sem yfirtóku allt sá heimur er að mínu mati alslæmur og best að snúa til baka sem fyrst.


mbl.is Innleiða þarf nýtt gildismat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband