Frábær tímasetning

Ég er illagerður og tortrygginn orðin á hitt og þetta í lýðveldinu en vil þó hrósa saksóknara fyrir þolgæði hann hefur haldið áfram með sín mál og nú virðist vera komin betri skriður á þau.

En mér finnst tímasetningin góð og leyfi mér að tortryggja hana því að hver nennir núna að kafa ofan í það mál sem þó þarf að fá svar við það er vissi Jóhanna eða vissi hún ekki af því að tillaga um launahækkun handa Seðlabankastjóra væri í farvatninu.

Ég er svo grunnhygginn að mér dettur ekki í hug annað en að fólk sem ætla má að starfi náið saman upplýsi hvort annað um tillögur sem á að leggja fram og að undirmenn vinni í samstarfi við yfirboðara.
Ef ekki þá vil ég að fulltrúin í bankaráðinu svari því hvers vegna hún gengur gegn stefnu ríkisstjórnarinnar í launamálum eins og sér, mér finnst það afskaplega ósennilegt.

En þetta mál kemur til með að yfirskyggja hið fyrra þannig að svör fást aldrei og fréttastofur eru eins og krakkar í berjamó sem hlaupa milli ókláraðra berjalyngja í fögnuði þegar annað meira spennandi finnst og klára sjaldnast að kryfja málin til mergjar þannig að þau falla í gleymsku eins og verður nú um launamál Seðlabankastjóra.

Ég óska saksóknara til hamingju með árangurinn og viðurkenni það að framganga hans í þessum málum hefur þau áhrif á mig að ég get að einhverju leiti trúað því að hér ráði tilviljun frekar en að um vísvitandi stjórnun atburðarrásar sé að ræða en mikið kemur þetta sér vel fyrir suma. 


mbl.is Óttast ekki að gögn hafi horfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Saksóknari er að öllum líkindum ágætis maður og vill vel.

En ég er nú eins og þú, afskaplega tortryggin og gleypi ekkert hrátt þegar ekki hafa verið kyrrsettar eignir eins og eðlilegt og löglegt er?

Hvers vegna eru eignir ekki kyrrsettar vegna staðfests gruns?

Ég er ekki lengur blindur kettlingur! M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.5.2010 kl. 17:54

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála Anna maður er orðin ansi totrtyggin á allt og alla

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.5.2010 kl. 18:23

3 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Enda góð ástæða til að vera tortrygginn, allt of mikill feluleikur í gangi í sambandi við allt síðustu kjörtímabil og ekki virðist að það sé á leiðinni að breytast.

En ég vona innilega að vantrú okkar á kerfinu eigi ekki við rök að styðjast og að fólkið okkar sé virkilega að vinna eftir bestu getu með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.

Og eitt, það hefði ekki skipt máli, að ég held, hvort kyrrsettning eigna hefði skeð fljótlega eftir hrun eða ekki. Ástæðan er sú að þeir sem að hruninu komu vissu með löngum fyrirvara hvað var í uppsiglingu og voru fyrir löngu búnir að koma tugum eða hundruðum milljarða úr landi. En í raun skipta peningarnir litlu máli, jú það væru nú gott að endurheimta þá alla, en aðal atriðið er að fjárglæpamennirnir fari í steininn. Ekki myndi skemma fyrir ef þeir yrðu dæmdir ósakhæfir og vistaðir á sogni sem geðsjúkir glæpamenn. Ekki mikið varið í að vera milljarðamæringur ef þú ert lokaður inni fyrir lífstíð.

Tómas Waagfjörð, 6.5.2010 kl. 21:04

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það vona ég líka Tómas og ég hef trú á Ólafi og líka Rögnu en þar með er trú mín upptalinn

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.5.2010 kl. 22:09

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eitt er sem ég vil tjá mig um í sambandi við þessar handtökur, það er ekki farið að handtaka NEINA VIRKILEGA stóra einstaklinga, jú Hreiðar myndi sennilega teljast vera nokkuð ofarlega í GLÆPAPÝRAMÍDANUM en hann er nokkuð langt frá TOPPNUM. Getur verið að það eigi að taka svona einn og einn, sem "við" álítum stóran, en láta svo gott heita??

Jóhann Elíasson, 8.5.2010 kl. 06:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband