Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Jón er snöggur að læra.

Það er ljóst að Jón er góður pólitíkus eða þá að Íslenskir fréttamenn eru grautlélegir eða hvort tveggja í bland. Ég var að hlusta á viðtal við hann í útvarpi þar sem hann var spurður að því hvort hann ætlaði að standa við það að tala við alla. Á því augnabliki var ég staddur við Vífilstaði

Jón hóf að tala og hann talaði þangað tíl ég var komin upp að Húsasmiðju  á leið til Mosfellsbæjar. Honum varð ekki skotaskuld úr því að mala allan tíman og segja ekki baun eftir allan orðaflaumin var spurningunni enn ósvarað og spyrjandin hálf lamaður að heyra.

Jón hefur því að mínu mati náð nýjum hæðum hann hefur nú þegar farið fram úr Dag í innihaldslausu orðagjálfri um ekki neitt svo að maður er enn jafnfjær því að vita nokkuð hvað hann er að segja þó lengi sé talað. Það er ljóst að þetta verða athyglisverð fjögur ár sem að við eigum í vændum.

Það vekur mér stór furðu hvað veldur því að fréttamenn lamast gjörsamlega í návist frambjóðenda Bestaflokksins maður býður bara eftir því að þeir fari að henda af sér nærklæðum sínum í átt til þeirra svo mikil er aðdáunin. Mér finnst hins vegar að við kjósendur eigum rétt á að það sé farið að sýna lífsafkomu okkar og afkomenda okkar smá virðingu hún er engin brandari fyrir þá sem að lifa í þessari borg heldur dauðans alvara.


mbl.is Opinberir leynifundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttaskýring óskast

Getur einhver útskyrt fyrir mér hvað þetta þýðir hefur þetta til dæmis áhrif á möguleikan á að leiðrétta það rán sem framið var á þeim sem að eru með ibúðalán


mbl.is Lífeyrissjóðir kaupa skuldabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar fólk skelfist.

Þegar fólk verður ótta slegið heldur það oft hvort í annað og það virðist ríkistjórnin ætla sér að gera eftir því sem að Jóhanna segir.

"Ég held að þessi niðurstaða muni þétta raðir okkar í ríkisstjórninni," sagði Jóhanna í Silfri Egils í dag. Hún viðurkenndi jafnframt, að ákveðnir brestir hefðu verið í samstarfinu í tilteknum málum"

Betra er þó í þannig aðstæðum að gera eitthvað sér til bjargar eins og til dæmis að standa við gefin loforð í þessu tilfelli.

Ég dáist síðan að trúarstyrk Steingríms hann hvikar hvergi trúr sinni sannfæringu sem virðist að mínu mati helst vera sú að koma hér öllu norður og niður þannig að hægt sé að mynda hér öreigasamfélag það verður þó ekki alræði öreiganna miðað við undanfarin afreka lista heldur frekar einræði öreigavaldanna.

 "Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagðist trúa því enn að núverandi stjórnarsamstarf væri það besta og traustasta sem völ væri á og enginn bilbugur væri á honum"

Það er ekki annað hægt en að dást að honum

 

 


 


mbl.is Munum halda áfram okkar verki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíð fjórflokksins veltur nú á Bestaflokknum

Ég óska nafna mínum og félögum til hamingju með árangurinn og horfi með áhuga til næstu fjögurra ára.
Það veit engin maður hvort hér er alvara eða grín á ferðinni nema frambjóðendur Bestaflokksins.
Ég tel að hjá Jóni sé þetta framboð ekkert grín og hann hafi vilja til góðra verka.
Það er þó athyglisvert að fjölmiðlar hafa látið talsmenn flokksins komast upp með að svara ekki nokkrum sköpuðum hlut það hafa komið fram minni framboð áður sem hafa verið söltuð niður en Besti flokkurinn hefur verið borin á fjölmiðlaörmum í baráttunni og ekki verið krafin neinna skýringa þannig að nú er hann með meirihluta og engin veit í raun hvað hann ætlar að gera. Framkoma fjölmiðla þarna er ekki ósvipuð og hún var gagnvart útrásinni að mínu mati hvað veldur veit ég ekki en þó hafa heyrst hvísl um stuðning úr þeirri átt og öðrum og ekki ósanngjarnt að talsmenn flokksins svari því hvísli. 

Það er mikið talað um að hér séu endalok fjórflokksins á ferðinni ég myndi fara varlega í að segja það í raun gæti hér verið byrjun á endurreisn hans og það gæti verið eftir fjögur ár að Jón Gnarr og félagar yrðu taldir bera ábyrgð á endurkomu gamla valdsins en það veltur allt á því hvernig til tekst í borgarstjórninni.
Það verður mjög athyglisvert að fylgjast með framvindu mála næstu mánuðina og sjá hvernig fer. Fyrir mig sem er á þeim heppilega aldri að ég þarf ekki á dagvistun eða annarri þjónustu að halda nema sorphreinsun skiptir þetta ekki máli en fyrir þá sem háðir eru þjónustu borgarinnar er þetta dauðans alvara og því þarf að láta hendur standa fram úr ermum og ný borgarstjórn að vera mynduð fyrir miðja viku.
Það var í fréttum í síðustu viku að það væru 4 nauðungaruppboð á dag hjá Sýslumanninum í Reykjavík í Júnímánuði þar er um að ræða útsvargreiðendur og þegna borgarinnar ef satt er svo að grípa þarf strax til aðgerða í samráði við stjórnvöld til að vernda þetta fólk því þetta fólk er jú skattgreiðendur borgarinnar og hver skattgreiðandi sem að hrekst úr borginni minnkar ráðstöfunarfé hennar og þyngir reksturinn.

Það er því stutt brúðkaupsnóttin og tími heimilishalds ömmunnar rennur upp áður en næsta helgi gengur í garð og það er sama hvað góð amman er að ef hún á ekki eitthvað til að gleðja lítil hjörtu við og við þá er hætt við að hinar ömmurnar líti fljótt betur út í hugum fjölskyldunnar og að þær sem voru farnar að líta út sem vondar stjúpur verði náfrænkur fyrr en varir. Eru til dæmis margir núna sem halda því fram að aðgerðir Harðar Torfasonar og félaga hafi verið til góðs fyrir okkur borgara þessa lands hann var þó maður fólksins um stund að mati þess. En að vera maður fólksins er hverful staða.

Það veltur því mikið á nafna mínum Gnarr og félögum næstu misserin hvort að hér verður breyting eða hvort að þetta í raun er bara fjögra ára skemmtiatriði í boði hinna margumtöluðu fjórflokka sem síðan stíga fram á sviðið endurnærðir.

Ef einhver heldur að mér séu þessar niðurstöður á móti skapi er ekki svo það versta fyrir borgina hefði að mínu mati verið að Bestiflokkurinn og VG hefðu náð að mynda stjórn það er ekki í spilunum svo að ég er bara ánægður með þetta og spái því að við sjáum borgarstjórn Samfylkingar og Bestaflokksins í einhvern tíma ég spái því síðan að það slitni upp úr samstarfinu því að það er svo með allan gleðskap að hann verður þreytandi til lengdar.

Það alvarlegasta við þessar kosningar er það að nú halda stjórnaflokkarnir í sætin sem mest þeir mega líkt og skipreika áhöfn því þeir hafa áttað sig á því að í þjóðfélaginu geisar óveður sem býður færis á að henda þeim út í ystu myrkur. Því leiða þessar kosningar til lengri valdatíma þeirrar óhæfu ríkisstjórnar sem hér situr.

Til hamingju Jón Gnarr og félagar megi ykkur farnast vel við íbúarnir bíðum spennt því að það er ekkert mikið undir bara lífsafkoma okkar, barna okkar og barnabarna hafið það í huga þegar þið eruð skemmtileg við stjórn boragrinnar að fyrir mörg okkar er afkoma þessara einstaklinga og okkar ekkert skemtiatriði heldur daglegur veruleiki og það er til lítils að setja ísbjörn í Húsdýragarðin ef enginn hefur efni á að skoða hann.

Ég mun síðan fylgjast vel með að Bestiflokkurinn efni loforðið um að fjarlægja aspir úr Reykjavík og helst í næstu viku hér fyrir utan hjá mér.

Kærar kveðjur. 

 

 

 


mbl.is Besti flokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léleg pólitík

Pólitík snýst um samninga og aðlögnarhæfni að aðstæðum hverju sinni til að koma málum sínum fram nema þar sem einveldi ríkir. Því er það ekki góð pólitík að hafna einhverju samstarfi áður en talið er upp úr kössunum. Annars var þátturinn góður og eftir hann er ég ekki í vafa um hvað ég kýs í raun var þarna einungis ein manneskja sem að ég tel hæfa til að stjórna borginni næstu fjögur árin kosningarnar snúast nefnilega um það hverjir stjórna hér næstu fjögur árin. Ég er ekki ánægður með meðreiðarsveinana en miðað við áhættuna á því að hinir komi málum sínum að þá læt ég mig hafa það. Því eins og ég sagði áðan þá snýst þetta um hvernig börnin mín hafa það  næstu fjögur árin og því lýt ég á kosningarnar sem alvöru mál en ekki stundargrín.


mbl.is VG útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki allt í lagi hérna.

Hvað er að hjá blessuðum manninum var hann í útlöndum kannski upptekin hjá ESB.

Hér er komin enn ein ástæðan til að greiða Samfylkingunni ekki sitt atkvæði það er það að hún virðist bara vera alveg staurblind. Hvað um Björgvin hann er nú bara í því að segja af sér og síðan Illugi og Þorgerður.

Steinunn hefur ekki markað nein spor en kannski markar enn í förin eftir þau heljartök sem hún reyndi til að halda jobbinu. 

Ég gleðst ekki yfir þessu því mér fannst Steinunn Valdís ekki afleitur stjórnmálamaður en hún átti að vera búin að þessu fyrir löngu  og einnig fjölmargir aðrir úr öllum flokkum.


mbl.is Segir Steinunni marka spor í sögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfó slær ekki af gjafmildinu til erlendra

Það er ekki kjarkleysið í iðnaðarráðfrúnni eða kannski hefur þetta ekkert með kjark að gera aðeins löngun Samfylkingarinnar til að koma landi og þjóð í hendur erlends valds. Þetta þýðir að það er enn meiri þörf á að gefa þessum flokki ráðningu nú í sveitarstjórnarkosningunum svo að þau skilji að þjóðin er á móti þessu og þess vegna á móti þeim þar til að þau hafa látið af villu síns vegar.
mbl.is Óttast ekki aðkomu einkaaðila að orkuframleiðslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit hann ekki að hann er að hætta.

Mér finnst bera í bakkafullan lækinn að ætla að stofna nefnd á síðustu starfsdögum sínum hvaða ættingjum þarf að koma fyrir núna. Sem íbúi í Reykjavíkurborg styð ég það heilshugar að engar nefndir til þess að tryggja núverandi borgarfulltrúum eða vinum og venslamönnum þeirra vinnu eftir uppsögnina verði stofnaðar.

Það er nefnilega kýrljóst að það er búið að segja velflestum nýverandi fulltrúum upp störfum frá og með 30 Mai


mbl.is Ekki skipað í rannsóknarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert lát á því hvernig riðlast er á þjóðinni.

Græðgin virðist mér lifa enn góðu lífi hjá þeim hluta landsmanna sem hefur afkomu sína af því að seilast í vasa okkar hina til að skapa sér lífsviðurværi. Vísitalan hækkar enn og aftur núna en hvað er verið að mæla laun eru frosin húsnæði selst ekki bílar seljast ekki vara selst í miklu minna magni en áður en samt heldur vítisvél verðtryggingarinnar áfram för sinni og að stórum hluta í boði samtaka launþega og eldarnir í kötlunum varðir af forsvarsmönnum þeirra. Verðbólga í dag er eingöngu tilkomin vegna hækkunar álagningar gengið er að lagast það ætti að ríkja hér verðhjöðnun.

Það sorglegasta er þó að foreldri fær nú alt að helmingi minna af grænmeti fyrir takmarkaðan aur sinn því ekki hafa launin hækkað. En það er þó bót í máli að foreldrið kaupir allavega ekki sykur það var stoppað af með sykurskatti.

Er nokkur furða þá að grín framboð nái góðum árangri ég er viss um að þjóðin myndi kjósa múlasna frekar en núverandi flokka ef hún fengi tækifæri til


mbl.is Verðhækkun á grænmeti 64%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangt ef fréttin er rétt

Bensín verð um helgina var 203 kr þannig ef að það er enn algegngt verð þá hefur bensín ekki lækkað neitt
mbl.is Eldsneytisverð lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband