Jón er snöggur að læra.

Það er ljóst að Jón er góður pólitíkus eða þá að Íslenskir fréttamenn eru grautlélegir eða hvort tveggja í bland. Ég var að hlusta á viðtal við hann í útvarpi þar sem hann var spurður að því hvort hann ætlaði að standa við það að tala við alla. Á því augnabliki var ég staddur við Vífilstaði

Jón hóf að tala og hann talaði þangað tíl ég var komin upp að Húsasmiðju  á leið til Mosfellsbæjar. Honum varð ekki skotaskuld úr því að mala allan tíman og segja ekki baun eftir allan orðaflaumin var spurningunni enn ósvarað og spyrjandin hálf lamaður að heyra.

Jón hefur því að mínu mati náð nýjum hæðum hann hefur nú þegar farið fram úr Dag í innihaldslausu orðagjálfri um ekki neitt svo að maður er enn jafnfjær því að vita nokkuð hvað hann er að segja þó lengi sé talað. Það er ljóst að þetta verða athyglisverð fjögur ár sem að við eigum í vændum.

Það vekur mér stór furðu hvað veldur því að fréttamenn lamast gjörsamlega í návist frambjóðenda Bestaflokksins maður býður bara eftir því að þeir fari að henda af sér nærklæðum sínum í átt til þeirra svo mikil er aðdáunin. Mér finnst hins vegar að við kjósendur eigum rétt á að það sé farið að sýna lífsafkomu okkar og afkomenda okkar smá virðingu hún er engin brandari fyrir þá sem að lifa í þessari borg heldur dauðans alvara.


mbl.is Opinberir leynifundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband