Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
31.12.2010 | 12:00
Gleðilegt ár
Óska vinum og vandamönnum til sjávar sveitar og bloggs Gleðilegs árs með þökk fyrir það gamla nú styttist í lok hátíðarinnar og loforðs míns um að leggja af pólitískt ergelsi og má varla seinna vera.
Megi árið 2011 bera í skauti sér langþráð réttlæti og meiri jöfnuð til landsmanna
29.12.2010 | 14:08
Endimörk.
Ég er ekki hissa á að menn telji að endimörkum sé náð eftir 24% hagræðingu í rekstri á þremur árum en á meðan hagræða velferðarstjórnvöld hjá sjálfum sér með því að ráða 30 einstaklinga án auglýsinga samkv síðustu tölum sem að ég sá
Held mig að mestu við loforð mitt við börn og barnabörn að láta pólitískt ergelsi vera en dj er það orðið erfitt.
Komin að endimörkum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.12.2010 | 17:46
Er eitthvað að mér?
Það hvarflar að mér að ég sé sennilega orðin galin eða kannski bara svona gamaldags að hafa þá skoðun að erfitt sé að toppa þessa smekkleysu. Mörgum finnst þetta sennilega fyndið ekki mér ekki þó vegna þess að ég sé sérstaklega trúaður heldur vegna þess að ég tel að við eigum að bera virðingu fyrir hvor öðrum Mér dytti til dæmis ekki í hug að gera grín að Múhameð spámanni á Ramadan hátíðinni einfaldlega vegna þess að ég virði skoðanir annarra.
Sennilega átti þetta að vera fyndið og sumum finnst það örugglega öðrum ekki en ég held að margir geti verið mér sammála um að þetta er afburða smekklaust og algjört virðingarleysi gagnvart þeim einstaklingum sem að taka trú sína alvarlega. Þetta er síðan birtingarmynd þeirra afla sem hafa völdin sem stendur og komast upp með að nota borgarbúa sem leikbrúður í að mínu mati afskaplega leiðinlegu og lélegu stykki.
Í flestum þjóðfélögum myndi svona upp á koma valda umræðu um að viðkomandi ætti að segja af sér svo verður ekki hér sem er eiginlega kannski það fyndna í málinu því átti ekki allt að breytast við kosningu hinna nýju valdhafa allt að vera gegnsætt og menn að bera ábyrgð á gjörðum sínum svo hefur ekki orðið.
Það verður helur ekki vegna þess að við landsmenn virðumst vera soddan gungur að við látum allt yfir okkur ganga.
Óskaði gleðilegra jóla með Svarthöfðagrímu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.12.2010 | 15:16
Gleðileg Jól
Það er komið að þeim tíma á hverju ári þegar er eins og að klukkan hægi á sér það skiptir ekki máli hvað maður verður gamall það er alltaf eins og að veröldin haldi niður í sér andanum næstu klukkustundir. Börnin mæna á jólatrén og pakkana í vímu eftir væntingar, mæður grúfa sig yfir eldavélarnar ausa á hryggi, rjúpur og hvað eina sem að er í ofninum og heimilisfeður skafa af sér skeggið og reyna að teygja skyrtuna yfir magann bölvandi því að hún hafi hlaupið síðan í fyrra þegar að hún var vel rúm um búkinn.
Flestir eru á fullu við að undirbúa jólin og vonast til að þetta verði hin fullkomnu jól sem að við erum alltaf að leita að jólin sem að börnin okkar muni muna og segja frá þegar þau keyra seinna meir í friðargarðinn á aðfangadag með nýjar kynslóðir í aftursætinu og stormkerti í skottinu.
Flestir eru búnir að ganga sér til húðar í amstri undanfarnar vikur og þegar kvöldið í kvöld er liðið líður mörgum eins og þeir hafi verið að ljúka hálf maraþoni. Þó finnst mér þessi jól hafi verið afturhvarf til þeirra tíma þegar að gæði skiptu meira en magn og verð. Það er sama hvað hver segir jólaösin var ekki sú sama og undanfarin ár og fólk upp til hópa afslappaðra. Ég sjálfur lenti í óralangri röð í gær og tók eftir því hvað allt var afslappað og rólegt og líkaði það bara vel.
Ég tilheyri þeim forréttinda hópi að vera komin á miðjan aldur með ágæta heilsu þolanlegt geð og það er tilfellið að eftir því sem árin færast yfir öðlast jólin aftur svipaðan sess og áður vegna þess að hægt og rólega losnar maður undan því álagi sem að fylgir þessum tíma.
Hafandi uppgötvað það að hin fullkomnu jól eru ekki til losar mann að miklu leiti úr mesta stressinu. Að vera orðin það gamall að manni er boðið í mat á aðfangadagskvöld losar mann undan eldamennsku og að vera búin að gera sér grein fyrir því að jólakötturinn er löngu komin til byggða og vinnur núna í stjórnsýslunni losar mann undan stór fatakaupum fyrir hver jól.
Nýir sokkar eru nóg og kaupi maður alltaf sokka í Rúmfatalagernum og alltaf eins þá getur maður sloppið með að vera í einum nýjum og þá dugar parið tvö jól.
Þetta hefur gert manni ljóst jólin snúast um samveru bros faðmlag spjall og það að gefa af sjálfum sér. Veraldlegar gjafir hjálpa auðvitað til og gera tíman skemmtilegri og spennandi en hið mannlega er í raun það sem mestu máli skiptir það er ekki það hvað er í matinn hvort það er þríréttað eða fjórréttað sem að við munum eftir, það er brosið sem að það að gefa öðrum framkallar á litlum sem stórum andlitum og takið eftir það bros fylgir ekki verðgildi.
Það er þessi samvera sem gerir jólin svo yndisleg og síðustu klukkutímana fyrir hver jól svo miklu lengri en aðra tíma ársins. Hin fullkomnu jól eru síðan ekki til þau eru öll fullkomin hvert á sinn hátt.
En nú ætla ég að skafa skeggið svo að barnabörnin skammi mig ekki fyrir hrufóttar kinnar þegar þau knúsa mig fyrir jólagjafirnar og ég ætla að njóta þess að skyrtan frá í fyrra er víðari núna en þá þegar ég fer í hana.
Gleðileg jól kæru bloggvinir og megið þið eiga góða hátíð.
24.12.2010 | 14:46
Jólagjöfin í ár.
Skriða hækkana skerðir lífskjör almennings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.12.2010 | 22:41
Þeir greiða sem nota
Umhverfisvænn bílafloti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.12.2010 | 20:46
Hin raunverulegu verðmæti.
Nú er síðasti sunnudagur fyrir jól, undanfarið höfum við fengið að heyra af neyð samborgara okkar og einnig fréttir um að neyðin sé engin neyð hjá sumum heldur sjálfsköpuð. Ég held að hvoru tveggja sé rétt en ætla ekki að setja mig í dómarasæti um þau mál né fjalla um það hér.
Ég bið þó þá sem að nú halda út í jólaæsinginn sem að skipulega er kynnt undir að staldra aðeins við og íhuga málin jólin fást ekki á raðgreiðslum eða verða neitt betri þó þau séu greidd í febrúar. Jólin eru minningar minningar um æskuna sem er liðinn og hjá okkur sem komin erum á miðjan aldur eru þau sigur yfir máttarvöldunum maður lítur upp á þann gamla og segir sérðu ég náði einum enn.
Ég er sannfærður um að þeir sem nú fara um bæinn og leita einhvers til að gefa sínum nánustu til að kalla fram bros í þeim augum sem þeim þykir vænst um gera það allir af þeim einlæga ásetningi að gera þessi jól þau bestu að eilífu og mörg okkar ganga mun lengra en geta okkar er, ekki af því að við séum vitlaus, heimsk, óráðsíu fólk.
Nei það er vegna þess að löngunin til að gleðja er öllu yfirsterkari. Það er þó staðreynd að gleðin er ekki efnislegt verðmæti og verður aldrei keypt og þegar líður að greiðslu jólanna i febrúar eru gjafirnar löngu gleymdar og áhyggjur yfir stærð páskaeggja teknar við og þau má örugglega líka borga mánuði seinna.
Af hverju er ég að pæla þetta jú ég fór að hugsa um hver væri minnisstæðasta jólagjöfin úr minni æsku og ég bið ættingja og vini innilega forláts að ég man ekki eftir neinni þeirra það stendur engin þeirra upp úr en þær voru allar góðar og allar velþegnar á þeim tíma og ætið síðan.
Hvað stendur þá upp úr frá löngu liðnum jólum jú það er keðjuglamur á ísilögðum götum Borgarfjarðar á leiðinni í kaupstað fyrir jólin, samvera fjölskyldunnar á þeirri ferð, maltflaska og prins polo áður en haldið var heim aftur og það ber að muna að þessi 45 kilometra ferð tók heilan dag þá í miðstöðvarlausum willis al la 1946
Ískaldar appelsínur og epli falin einhverstaðar í hlöðunni, bornar fram um hátíðarnar og sá hluti af einum kassa af kók sem að féll í hlut bloggara yfir hátíðina er enn í bragðlaukum bloggarans.
Lyktin af nýskúruðu trégólfi með grænsápu hangir enn í nösum hans og í eyrum hljómar eins og það hefði verið í gær Gerður Bjarklind að lesa í margar klukkustundir á Þorlak "Kærar kveðjur til fjölskyldunnar á ..... frá fjölskyldunni á .... með ósk um Gleðileg jól gott og farsælt komandi ár"
En hvað ég fékk þá í jólagjöf get ég hreinlega ekki munað. Ég á aftur á móti í kössum hér og þar hluti sem að seint geta talist til mikilla verðmæta í efnisheimi nútímans, nokkur illa páruð kort sem að mér finnst þó ein fegursta skrift í heimi, slatta af steinum skeljum og öðru smálegu sem eru gjafir seinni tíma gefnar af miklum vilja en lítilli efnahagslegri getu ungra einstaklinga.
Þessar gjafir man ég vel.
Það má þó ekki taka það svo að hér sé verið að tala niður vilja okkar til að gefa ég fór einungis að velta því fyrir mér hvað væri mér minnisstæðast frá þessum löngu liðnu árum og það voru ekki gjafir heldur samvera við fjölskyldu vini og nágranna sem að stendur upp úr og athafnir þeirra til að gleðja mann og þá athöfnin meira en efnislegt gildi hennar.
Því skildum við muna að það er ekkert víst að dansandi Björninn eða mannhæðar há dúkkan sem að verður afkomendum okkar minnisstæðast frá þessum jólum það getur alveg eins verið að þau muni eftir heitum bolla af kakó á kaffi húsi og höndum sem að báru þau dauðþreytt heim eftir göngu niður Laugarveginn og breiddu yfir þau þegar komið var heim, þegar þau hugsa til jólanna 2010 að mörgum árum liðnum.
Með þessu er ég farin út að versla :)
18.12.2010 | 13:45
Hvað verður eftir
"Í frumvarpinu, sem væntanlega verður að lögum síðar í dag, felst að ekki verði lagður virðisaukaskattur á selda þjónustu til erlendra aðila. Þá verður ekki lagður virðisaukaskattur á innflutning erlendra aðila á netþjónum, sem hýsa á í íslenskum gagnaverum."
"Þessi fyrirtæki ætla ekki að hafa heimilisfesti hér á landi og borga þess vegna ekki tekjuskatt af rekstri sínum. Nú á að fella niður virðisaukaskatt"
Ofangreint má lesa í fréttinni.
Ekki furða að það sé góð samkeppnisstaða þegar ekkert þarf að borga.
Og ekki furða að Sjálfstæðismenn séu hrifnir af þessu enda eki hrifnir af því að aðrir en alþyðan haldi uppi landinu.
En það kemur hellingur af vinnu segir fólk.
Er einhver til í að leggja undir við mig að innan árs verði smá frétt þar sem segir að vegna óbilgjarnra launakrafna Íslendinga þá hafi verið ákveðið að öll tölvuvinna forritun og annað við þessi verði framkvæmd í Indlandi eða Kína fyrirtækin sjái sér ekki annað fært.
Það góða við álverin að það er erfitt að framkvæma vinnuna úr fjarlægð svo að sú vinna er all miklu tryggari að mínu mati.
Ég er fylgjandi allri atvinnu uppbyggingu en ég geri þá kröfu að sú uppbygging skilji eitthvað eftir í því þjóðfélagi sem hún er byggð upp í þetta skekkir samkeppnisstöðu annarra fyrirtækja í öðrum greinum en það er nú eitthvað sem ekki hefur vafist fyrir núverandi stjórnvöldum að gera það er að mismuna fyrirtækjum.
Netþjónabú boðin velkomin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.12.2010 | 08:55
Kalla hlutina sínum réttu nöfnum.
Ef skemtikraftarnir í borginni og þeir sem að kunna ekkert með peninga að fara á Austurvelli vilja nýja skatta þá vinsamlega kallið það bara skatta ekki fela það í einhverju froðusnakki. Það er alveg eins spurning um að banna söltun á malbiki sem að byr til pækil og hvað er síðan mikið af rykinu þurt salt sem fýkur um.
Það er þó ekki aðalatriðið heldur það sem að Sænskur sérfræðingur heldur fram og vitnað er í hér að neðan en hann kom hingað á árinu.
Eigi að banna notkun nagladekkja hlýtur það síðan að vera skýlaus krafa að þegar við höldum til vinnu allan tíma sólarhringsins þá séu götur íslausar en á þvi hefur verið mikill misbrestur þetta árið. Sé svo ekki tel ég að þeir sem að skattleggja öryggistæki hafi bakað sér skaðabóta ábyrgð verði slys.
Hér er tilvitnunin
A number of city councils have brought in bans on cars with winter tires in some built up areas, in order to reduce the air pollution caused by bitumen particles released from the roads by the metal studded tires.
Tingvall says the bans may lead to more accidents, particularly in northern Sweden The transport authority has released a new study which shows that deadly accidents are cut by almost a half when cars use winter tires.
It also found that anti-brake locking systems can reduce the chances of a crash by almost a third"
Hlynntur gjaldtöku á notkun nagladekkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2010 | 21:29
Fyrirtæki versus fólk
"Miðað er við að heildarskuldsetning fyrirtækis að lokinni úrvinnslu fari ekki fram úr endurmetnu eigna- eða rekstrarvirði þess, hvoru sem er hærra, að viðbættu virði annarra trygginga og ábyrgða fyrir skuldum viðkomandi fyrirtækis."
Svo segir í fréttinni. Eins og ég skil það þá á að leiðrétta þannig að skuldir verði ekki meira en verðmæti. Mér finnst það athyglisvert þegar hinum almenna borgara er boðið upp á að þola 110% skuldir er fólk minna virði en fyrirtæki?
Síðan er í flestum fréttum talað um leiðréttingu þegar fjallað er um fyrirtækin en afskriftir þegar talað er um alþyðuna .
Skrýtið er það ekki?
Samkomulag um skuldavanda lítilla fyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |