Er eitthvað að mér?

Það hvarflar að mér að ég sé sennilega orðin galin eða kannski bara svona gamaldags að hafa þá skoðun að erfitt sé að toppa þessa smekkleysu. Mörgum finnst þetta sennilega fyndið ekki mér ekki þó vegna þess að ég sé sérstaklega trúaður heldur vegna þess að ég tel að við eigum að bera virðingu fyrir hvor öðrum Mér dytti til dæmis ekki í hug að gera grín að Múhameð spámanni á Ramadan hátíðinni einfaldlega vegna þess að ég virði skoðanir annarra.

Sennilega átti þetta að vera fyndið og sumum finnst það örugglega öðrum ekki en ég held að margir geti verið mér sammála um að þetta er afburða smekklaust og algjört virðingarleysi gagnvart þeim einstaklingum sem að taka trú sína alvarlega. Þetta er síðan birtingarmynd þeirra afla sem hafa völdin sem stendur og komast upp með að nota borgarbúa sem leikbrúður í að mínu mati afskaplega leiðinlegu og lélegu stykki.

Í flestum þjóðfélögum myndi svona upp á koma valda umræðu um að viðkomandi ætti að segja af sér svo verður ekki hér sem er eiginlega kannski það fyndna í málinu því átti ekki allt að breytast við kosningu hinna nýju valdhafa allt að vera gegnsætt og menn að bera ábyrgð á gjörðum sínum svo hefur ekki orðið.

Það verður helur ekki vegna þess að við landsmenn virðumst vera soddan gungur að við látum allt yfir okkur ganga.


mbl.is Óskaði gleðilegra jóla með Svarthöfðagrímu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svarthöfði er sögupersóna í kvikmynduðu skáldverki og jólasveinarnir eru sögupersónur í þjóðsögum sem eiga meira skylt við heiðna þjóðmenningu en kristna trú. Ég er ekki að sjá hvernig þessi brandari Jóns Gnarr hefur nokkuð með trúmál að gera. Eina samlíkingin við Múhameð spámann sem ég get séð út úr þessu er að hann er líka sögupersóna eins og forveri hans Jesú. Kannski var brandarinn lélegur en er þá ekki allt í lagi að segja það bara frekar en að vera að blanda óskyldum hlutum í málið?

Guðmundur Ásgeirsson, 25.12.2010 kl. 18:03

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Svarthöfði og jólasveinarnir eru jú sögupersónur. Jón Gnarr er síðan einstaklingur og sem slíkur skiptir engu máli hvernig hann byður mönnum Gleðileg jól en Jón tók að sér að vera borgastjóri og hann er því borgarstjóri allra þegar borgarstjóri óskar landsmönnum gleðilegra jóla hlýtur hann að vera að höfða til þeirra sem á annað borð hafa þessa trú fyrir aðra er hátíðin merkingarlaus þessi ósk hans til landmanns kemur því inn á trúmál að mínu mati.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 25.12.2010 kl. 19:14

3 identicon

Verslings maðurinn er athygglissjúkur. Varð vitni að því á tónleikum fyrir nokkrum dögum.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 25.12.2010 kl. 20:43

4 identicon

Ertu eitthvað skrýtinn?

Það var haldið upp á jólin á Íslandi löngu fyrir kristni. Jól eru ekkert sér-kristið fyrirbæri. Ef þetta væri virkilega sér-kristið fyrirbæri þá ættum við einmitt ekki að halda upp á jólin enda bera þau vitni um græðgi og hrokaskap - og þá sérstaklega jól í núverandi mynd.

(Fyrir mér snúast jólin ekki um trúarbrögð heldur snúast þau um að eyða tíma með fjölskyldunni og hafa gaman með henni.)

Einnig þykir mér þú lítt kristinn þar sem þú móðgast svo auðveldlega. Virðir að vettugi eina af helstu boðum kristinnar trúar; að fyrirgefa.

Bit-Shjari (IP-tala skráð) 25.12.2010 kl. 22:02

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ef þú átt við mig Bit hvað á ég þá að fyrirgefa ?

Sé ekki neitt til að fyrirgefa hér það hefur ekkert verið gert á minn hlut ég lysi einfaldlega þeirri skoðun minni að mér finnist þetta smekklaust af manni í valdastöðu að  mínu mati væri um að ræða einstakling skipti þetta engu máli. En mér finnst ekki rétt að einstaklingur sem er í forsvari fyrir uppundir helmingi landsmanna bjóði þeim Gleðileg jól í Stjörnustríðsbúning ég væri sama sinnis þó hann hefði gert það í jötu. 

Það er einfaldlega mín skoðun og ekkert að fyrirgefa í málinu  

Jón Aðalsteinn Jónsson, 25.12.2010 kl. 23:42

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jól eru heiðin hátíð sem snýst um sólina og gang árstíðanna, en er í seinni tíð búið að breyta í hátíð sölumennsku íklædda þunnum búningi trúarhátíðar. Ádeilan hjá Jóni er hárbeitt þegar hann klæðir sig í gervi þessarar markaðshyggju (stjörnustríðsleikföng eru ennþá vinsæl jólagjöf) og sveipar sig svo þunnri hátíðarslæðu með því að setja upp jólasveinahúfu sem er ekki einu sinni kristileg. Það er hvergi minnst á jólasveina í Biblíunni, en hér á Íslandi er þá aðallega að finna í þjóðsögum (og Besta flokknum).

Jón Gnarr í búningi Svarthöfða með jólasveinahúfu, er þannig merkilega nákvæmur holdgervingur jólahalds eins og það er í framkvæmd á vesturlöndum í dag. Ef einhverjum finnst það smekklaust þá er það einmitt merki um að ádeilan hafi komist til skila!

Og talandi um athyglissýki.... hvað er það að ætlast til að allur heimurinn haldi upp á afmæli eins manns sem var uppi fyrir tvöþúsund árum síðan og fæddist ekki einu sinni á þeim degi sem við atburðinn er kenndur? Í stað þess að halda upp á jólin í júlí eða nóvember völdu kirkjunnar menn að halda jólin í desember svo þeir gætu stolið senunni af hinni upprunalegu sólstöðuhátíð, og hvað er þetta annað en athyglissýki? Að koma á og viðhalda ákveðnu stjórnkerfi með (trúar)brögðum þjónar aðeins hagsmunum þeirra sem vilja stjórna og ráðskast með aðra, helst án þess að fólk geri sér grein fyrir að því sé stjórnað. Eru slíkar blekkingar dæmi um smekkvísi?

Höldum endilega veislu í desember, köllum hana jafnvel jól ef við viljum. En vinsamlegast ekki reyna að sannfæra neinn um að jólin eins og þau eru iðkuð í dag hafi nokkuð með kristna trú að gera. Ef jesú væri uppi í dag er ég alveg viss um að honum þætti meint afmælisveisla sín vera hápunktur smekkleysisins. Það skal að lokum tekið fram að ég er sjálfur trúaður og ber fulla virðingu fyrir trú annara. Ég er hinsvegar alfarið á móti því að beita fólk brögðum, hvort sem þau eru trúar- eða annarsskonar.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.1.2011 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband