Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Annað sjónarhorn

Ég hef verið svolítið upptekin af því að velta fyrir mér fréttum undanfarið ekki út frá fréttunum sjálfum heldur þeim skilaboðum sem mér finnst þeim ætlað að flytja.
Fréttir eru jú skilaboð meðfram því að vera frásögn. Þetta er frásögn af atburði en skilaboðin eru fólgin í því hvað þykir fréttnæmt.

Fyrirsögnin beinir augum að því hvað málsóknin gegn hluthöfum og stjórnendum kostaði.  Það sem að ég er að velta fyrir mér er hvort það sem verið er að miðla til okkar í fréttinni sé að þetta sé of mikill kostnaður og það er eins og það sé afsökunar hljómur í slitastjórninni og ásökunarhljómur annarstaðar í fréttinni það er eins og ég hef tilfinningu fyrir henni.

En sé það boðskapurinn hvað má þá réttlætið kosta og er það tilfellið að það geti verið of dýrt að  sækja réttlætið og sé það svo er þá nóg að glæpurinn sé nógu stór til að það sé of dyrt að ná fram réttlæti

Kannski er þetta bara svona einhver klofi í manni en mér finnst skilaboð margra frétta skrítin undanfarið og als ekki í neinu samhengi við fréttirnar sjálfar.

 


mbl.is 375 milljóna málsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segjum þeim upp.

Nú er komið nóg af vitleysunni. Einfaldasta aðgerð til skattlagningar á akstur er í gegnum eldsneyti þá borgar maður fyrir það sem að maður eyðir og það þarf alltaf orku í hlutfalli við þyngd og stærð til að knýja áfram hluti. Það hvetur einnig til orkusparnaðar. 

Það er ekkert mál að skattleggja annað eldsneyti eins og olíu og meira að segja hægt að mynda þá hvata til að nota heldur innlent eldsneyti í gegnum gjöld.

Það að vera að eiða tímanum í svona þvælu ásamt því að þrasa um það hvort eigi að breyta klukkunni fyllir endanlega málin hjá mér.

Látum þetta aldrei fara í gegn við höfum sýnt nóga þolinmæði.

Best væri að koma stjórninni frá núna fyrir jól næstbest er að gera þeim grein fyrir því meðan þau taka sitt árvissa óralanga jólafrí, að við höfum tekið ákvörðun og ákveðið að senda þeim þau skilaboð sem að margir aðrir þjóðfélagsþegnar fá af þeirra völdum  þau eru.

"Þið eruð rekin"


mbl.is Veggjöld milli hverfa í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkingamál

Það er ekkert vitlaust að  nota þessa líkingu en kannski engin gargandi snilld heldur. 

Oft eru fjölskyldur og einstaklingar sem gengið hafa í gegnum samneyti við alkahólista í langan tíma viðkvæmari en aðrar svo að þegar að þeim tekst eftir langa mæðu að slíta sig frá vandamálinu er algengara en fólk heldur að þessir aðilar lendi í klónum á öðrum  síst betri vandamálapökkum sem nýta sér viðkvæmni slíkra fjölskyldna til að lifa á þeim og nota þessar fjölskyldur eins og sníkill notar hýsil.  

Það er síðan undir hællinn lagt hvort að en viðkomandi hýsill nær þeim styrk að losa sig við óværuna og halda frjáls inn í lífið að nýju. Ég vil kalla þetta fasa 1 fasa 2 og síðan fasa 3.

Það er þá bara spurning hvort að borgarbúar séu ekki sem stendur í fasa 2 það er í seinna vonlausa sambandinu.

Miðað við það sem að ég hef séð til núverandi meirihluta er það mín skoðun að séum við eins og fjölskylda alkahólista þá erum við enn í fasa 2 og eigum eftir að hrista hann af okkur til að geta haldið áfram yfir í loka fasann og frelsið.

 


mbl.is Líkti þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattur á lífeyrisjóði og lok jarðvistar.

Í hádegisumræðunni í dag var upplífgandi umræða um hvað það kostar að hola okkur niður og hvernig stéttarfélög taka þátt í því.
Lausleg ályktun eftir þá umræðu er að lámgarkskostnaður við að koma sér í gröfina er sennilega um 3 til 400.000 og ef eftirlifandi bjóða einhverjum kaffi og kleinur og láta syngja yfir manni þá getur kostnaðurinn hæglega farið í sex stafa tölu. Það kom síðan fram að alla vega það verkalyðsfélag sem vitnað var til afskrifar mann eftir 67 ára og borgar minna og minna þangað til að maður er að fullu afskrifaður ef maður er ekki dauður áður.

En hvað kemur þetta lífeyrissjóðum við. Jú ég fór að hugsa um alla þá sem að kveðja jarðvistina fyrir töku lífeyris og lífeyrissjóðirnir fá það fé sem að þessir einstaklingar hafa greitt til þeirra í mörgum tilfellum óskipt ef ekki kemur til ekknabóta eða barnalífeyris.

Ef að undirritaður til dæmis tæki upp á því að geyspa golunni núna fengi lífeyrissjóður hans alt tilegg það sem borgað hefur verið í sjóðin óskipt og ég hef aldrei heyrt af því að þessir sjóðir greiði erfðaskatt þó að sennilega erfi þeir einstaklinga á hverjum degi.

Því datt mér það í hug að það ætti að setja lög á þessa sjóði að þeim bæri skylda til að sjá um útför þeirra einstaklinga sem að látast áður en að töku lífeyris kemur þeir eru jú í mörgum tilfellum stærstu erfingjarnir og eftir eignaupptöku þá sem hefur verið hér undanfarin ár hefur þeim tekist að sölsa undir sig 126 000 000 000 til viðbótar svo að ekki er nema sanngjarnt að þeir taki þátt í því að hola okkur niður ef burtköllun ber að snemma. Mér finnst það alla vega sanngirnis mál að þeir geri það meiri sanngirni heldur en að leggja það á afkomendur sem að í mörgum tilfellum búa við skertan arfshlut sem gengið hefur til þessara sömu sjóða í formi verðbóta.

Kannski verður skattheimtan á þessa sjóði í formi erfðaskatts af þeim lífeyrir sem er til staðar þegar að einstaklingur fellur frá gæti verið sanngjörn leið.


mbl.is „Heimiliskettir“ á fundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borga hvað?

„Enginn vafi er á því að innistæðutryggingasjóður Íslands er ábyrgur fyrir að greiða út Icesave-innistæður til breskra og hollenskra sparifjáreigenda"

 „Í þessu  tilfelli er ekki hægt að færa lagaleg rök fyrir slíkri ábyrgð og alls ekki á forsendum sanngirni, því breska eða hollenska ríkið myndi aldrei ábyrgjast innlán í eigu erendra aðila sem jafngiltu nærri þriðjungi þjóðarframleiðslu, myndi einn af stærri bönkum þar í landi falla,“

Þette eru tvær tiilvitnanir úr fréttinni. Ég bara spyr hvernig getur engin vafi leikið á að það eigi að greiða eitthvað sem að síðan ekki er hægt ða færa lagaleg rök fyrir.

Ég ætla mér bara ekki að borga krónu af þessu og hana nú


mbl.is Fangelsi skattgreiðenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að virða stjórnarskránna

Mér finnst þetta frekar vera spurning um hvort að Lilja ætlar að virða 47 og 48 grein Stjórnarskrár.  

Ef hún er sannfærð um ágæti fjárlaga segir hún já og fylgir sannfæringu sinni ef ekki segir hún nei og fylgir einnig sannfæringu sinni öðruvísi fylgir hún ekki stjórnarskránni og framfylgir ekki skyldu sinni sem þingmaður.


Þingmaður getur ekki greitt atvæði á annan hátt greiði hann atkvæði á móti samvisku sinni er hann að brjóta stjórnarskránna.

Ef síðan aðrir þingmenn eru að greiða atkvæði með hlutum gegn samvisku sinni  til að sýna ímyndaða samstöðu þá eru þeir þingmenn að brjóta stjórnarskránna.

Það er til dæmis fróðlegt núna að skoða ummæli þingmanna síðan fyrir ári síðan varðandi Icesave og miða þau við það sem síðan hefur komið á daginn hvar var samviskan í fyrra ?

47. grein

Sérhver nýr þingmaður skal vinna drengskaparheit að stjórnarskránni þegar er kosning hans hefur verið tekin gild.

48. grein

Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.


mbl.is Hvetur Lilju til að samþykkja fjárlögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta spurning

Þetta er bara hálf sagan Það eru fleri spurningar varðandi þennan  dóm sem þarf svar við að mínu mati.
1 Hver var heildarupphæð lána sem hækkuðu.
2. Hvað voru það mörg lán sem hækkuðu
3. Hvað margir einstaklingar sem höfðu greitt upp sín lán fengu auka álagningu.
4 Hver er upphæðin í spurningu 3

Þessar upplýsingar og tölur koma á móti þeim upphæðum sem að eru taldar fram í þessari frétt og þurfa því að fylgja með sé allrar sanngirni gætt

 


mbl.is 27 milljarðar afskrifaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétta leiðin.

Hef tekið það framm áður að ég er enginn vitringur í þessi en eftirfarandi er að vefjast aðeins fyrir mér.

"Ef þú gengur í gegnum bólumyndun í hagkerfinu, og hana þarf að leiðrétta, er ekki rétta leiðin að umbreyta skuldum einkaaðila í opinberar skuldir. Réttara er að endurskipuleggja skuldirnar með hliðsjón af eignum,“ segir hann."

Er það ekki einmitt það sem að gert var hér hvað er Icesave annað en skuld einkaðila og aðrar niðurfærslur hjá stjórnvöldum þóknanlegum. Er þetta bara ekki en ein útfærslan á látum lyðin borga meðan hann getur og helst aðeins lengur.? Eða er ég að misskilja eitthvað


mbl.is Ísland fór réttu leiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokksræðið opinberað

Ég veit nú ekki hvað þessi flokkur er að kvarta þetta er eini flokkurinn þar sem að allir syngja háum tærum samhljómi svona eins og Vínardrengjakórinn þannig að ekki heyrist feilnóta. Kannski á flokkurinn bara eftir að fullorðnast en ég hef heyrt að til að ná hinum tæra hljóm umrædds kórs hafi áður fyrr verið tafið fyrir því að meðlimir hans fullorðnuðust.

I fréttinni segir.
"Einstaklingur sem sækir stuðning til starfa á vegum flokksins út fyrir hann getur átt erfitt með að vera trúverðugur fulltrúi flokksmanna sem sjá hann þá miklu frekar sem fulltrúa stuðningsmanna sinna,“ segir í skýrslunni."

Og einnig
"Sá sem sæki stuðning sinn til hópa utan flokksins geti sjálfur haft tilhneigingu til að líta svo á að ábyrgð sín sé fyrst og fremst gagnvart þeim, en ekki flokknum sjálfum."

Ég hef nú alltaf haldið í einfeldnings hætti mínum að ábyrgð þingmanna væri gagnvart þjóðinni og eigin samvisku ekki flokksmaskínum en eftir að hafa lesið ofangreint skil ég margt betur.


mbl.is Opnum prófkjörum verði hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strax farin að fá aurinn til baka

Þessi hækkun kemur til með að gefa Lífeyrissjóðum og ríkiskassanum góðan slatta af peningum til að fá til baka 0 framlög þau sem kynnt voru í dag.
mbl.is Öll olíufélögin búin að hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband