Allt í blóma.

í fréttinni er sagt eftir forstjóra Haga
" „Nýliðinn júlímánuður var einn sá besti í sögu félagsins.  Því er augljóst að stefna félagsins að bjóða sama verð um land allt fellur viðskiptavinum vel"
Hagar eiga virðingu skilið að bjóða sama verð um allt land en það borgar alltaf einhver kostnaðinn og hann kemur bara inn í vöruverðið þannig að Hagar hafa þá stefnu að setja láta alla landmenn bera flutningskostnaðinn að mínu mati og ég sé ekkert athugavert við það. En fyrirtæki í viðskiptum gefur ekkert enda væri það varla með einn besta mánuð í sögu fyrirtækisins þá þannig að viðskiptavinurinn borgar alltaf að lokum.


Mitt vit á þessum málum er ekki mikið en í dag ríkir kreppa í dag sparar fólk við sig og veltir hverri krónu fyrir sér en á sama tíma á fyrirtæki í verslunarrekstri einn sinn besta mánuð. Samt er fullyrt að kostnaði sé ekki velt út í vöruverð nema að mjög takmörkuðu leiti, hér ríki blóðug samkeppni á markaði ég get því ekki annað en velt því fyrir mér að það sé einhverstaðar fölsk nóta í spilverkinu öllu. Þá á ég við hvernig er hægt að ná einum besta mánuði í sögu fyrirtækis við þessar aðstæður það hlýtur að vera viðskiptalegt kraftaverk ef það er rétt sem að okkur er sagt að verslunin sé að kikna vegna þess að hún taki á sig stóran hluta þeirra kostnaðarhækkana sem orðið hafa.
En kannski hefur hún bara ekkert gert það heldur rúllað því yfir á neytendur eins og alltaf áður.


mbl.is Segja rangt að Hagar séu í gjörgæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Það er ekki nema von að allt sé í blóma... þeir fengu 30 milljarða inn í veltuna þegar 1998 ehf. tók lán rétt fyrir bankahrunið og keypti 95% í Högum... en svo kemur að gjalddaga lánsins á næsta ári og hvað þá?

Brattur, 22.8.2009 kl. 11:22

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað er kostnaði velt út í vöruverðið það vita allir.  Það er ENGIN samkeppni á þessum markaði það er BÚIÐ að skipta honum.  Það er SAMA hver rekstraraðilinn er, það breytist ekkert.

Jóhann Elíasson, 22.8.2009 kl. 11:23

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessaðir verð að segja að ég hef þá tilfinningu að það sem þið báðir segið sé rétt.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 22.8.2009 kl. 14:19

4 identicon

Sæll Jón, er ekki rétt að velta upp hvar íslendingar eiga að versla? hver hefur geð í sér að versla við þá sem settu ísland á hausinn? Ekki ég , ég sniðgeng allar verslanir Haga.

Ég kaupi í matinn í Krónunni, Nettó eða Fjarðarkaup. Ég hver fólk til að hugsa sinn gang ef það ætlar í Hagkaup,10-11, Útilíf, húsasmiðjan eigum við að versla við þá sem settu okkur á hausinn?

Getur einhver talnaglöggur maður tekið saman hve mikið mikið tapið var á hinum ýmsu peningamarkaðssjóðum vegna Baugs og FL. group og fleiri fyrirtækja Jóns Ásgeirs? Hann var búinn að mergsjúga allar peningastofnanir þessa lands og hinn allmenni borgari tapaði miklu. eins og lífeyrissjóðirnir okkar! ég skrifa undir eftirnafni svo Baugsmiðlarnir fari ekki að grafast fyrir hvort ég hafi ekki einhverntímann brotið umferðarlögin.!

Jónsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 07:45

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hjartanlega sammála þér en viðurkenni að ég hef látið hentistefnuna ráða en geri bragarbót á því nú þegar.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.8.2009 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband