Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Gott að vera fátækur

Steingrímur vill endurskipta auðnum það er í sjálfu sér gott markmið en hefur verið reynt nokkrum sinnum í sögunni og ekki gengið vel. Ég vil minna á að engu verður endurskipt nema að taka eitthvað af einhverjum og erfitt hefur það reynst mörgum að fara út í svoleiðis aðgerðir sem stundum og yfirleitt hafa snúist í andhverfu sýna. En þetta hljómar fallega.

Mér er síðan forvitni á að vita skilgreininguna á velferðarstjórn mér hugnast ekki sú skilgreining sem er að birtast mér í aðgerðum núverandi stjórnar sem er varla nokkuð annað en endurvakning skattmanns í öllu sýnu veldi.


mbl.is Fjallað um reiði Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig á svona lið að vinna leik.

Ég er staddur á íþróttakappleik tvö lið eru að etja kappi það sem vekur athygli mína er þjálfari og leikstjórnendur annars liðsins. Þau æða eftir hliðarlínunni og segja leikmönnum að þeir séu getulausir gagnslausir  og það eina rétta sem að þeir geri í stöðunni sé að ganga í raðir hins liðsins.

Síðan þegar sókn liðsins gerist full djörf þá skipta þau út sóknarmönnum fyrir þunglamalega varnarmenn. Þetta endar auðvitað með þvi að andstæðingarnir skora. Liðið sem leikur svona afleitlega vegna lélegrar stjórnar er í raun hin Íslenska þjóð og allir vita hverjir leikstjórnendurnir eru.

Væri um alvöru iþróttaleik að ræða væru þjálfararnir látnir taka pokann sinn og nýr þjálfari sem bæri væntum þykju fyrir liðinu og hefði trú á sigri ráðin því að þjálfari sem á þann heitasta draum að komast á mála hjá hinu liðinu leikur varla til sigurs.

Mikið vildi ég að stjórnmál væru líkari íþróttum stundum.


Ekki nóg

Ég verð að viðurkenna það að ekki þykir mér nóg að gert að láta kurteislegt koddahjal við Hollendinga og Breta duga varðandi þessi mál sagan hefur sýnt okkur að trúgirni og kurteisi hafa sín takmörk. Stundum er nauðsynlegt að standa fastur fyrir og kannski vera svolítið hrjúfur og trúa ekki öllum sem að segja manni að maður sé sá sætasti á ballinu.

En ég verð þó að viðurkenna að ég skil Össur sjálfum var mér innrætt með kúamjólkinni og sláturkeppunum í æsku að bera virðingu fyrir mér eldra og reyndara fólki og hef ég alla tíð gert það en upp á síðkastið hef ég farið að hugleiða það að kannski ber ég of mikla virðingu fyrir mér eldra og reyndara fólki.

Nánari athugun með því að horfa í spegil leiddi síðan í ljós að ég er komin í hóp eldri og reyndari fólks  en hafði bara ekki tekið eftir því. Því mun ég héðan í frá vera aðeins fastari fyrir enda er það réttur okkar eldri og reyndari eftir því sem að mér var innrætt í æsku.

Þess vegna held ég að Össur ætti að líta í spegil eins og ég og sjá að hann er orðin eldri og reyndari og hann er orðin undanríkisráðherra heillar þjóðar og eitt að verkefnum utanríkisráðherra er að sjá til þess að ekki sé valtað yfir þjóð hans á skítugum skónum. Gæti ráðherra þess mun hann jafnvel með tíð og tíma hljóta virðingu þegna sinna. En hann þarf að gera sér grein fyrir því að hann er orðin eldri og reyndari og stendur jafnfætis félögum sínum á fastalandinu og getur því hreykin og stoltur varið þjóð sina.

Nema kannski að hann skammist sín fyrir okkur heimóttarlegu sveitamennina sem tórum hér á eyjunni hans nei andsk það getur ekki verið. En lét kvak á formlegum nótum kemur ekki i staðin fyrir rammíslenska orðræðu þar sem menn segja skoðun sína á því þegar þeir eru beittir fjárkúgun. Það hafa hafist stríð út af minna tilefni.


mbl.is Hafði samband bæði við Breta og Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendiherra Hollands úr landi núna.

Hvað ætla Íslensk stjórnvöld að láta valta lengi yfir sig og þjóðina ég gæti skrifað langa grein um skoðun mína á þessum hótunum og ógnunum í garð fullvalda ríkis en hafi ég einhvern tíma verið þeirrar skoðunar að það eigi að samþykkja Ícesafe þá sú skoðun horfin núna.

Maður einfaldlega lætur ekki undan kúgurum og handrukkurum og í augnablikinu sér ég ekki mikinn mun á venjulegum handrukkara og þeim sem að hóta þjóðinni ljóst og leynt. Látum nú verkin tala Össur og sýndu að þú sért að vinna fyrir þjóð þina og vísaðu sendiherra Hollands úr landi vegna íhlutunar stjórnar hans í Íslensk innanríkismál.

Ef menn halda að innganga okkar i ESB skerði ekki fullveldi okkar þegar að þessi ríki hafa orðið löggjafarvald hér þá eru menn ekki almennilega í sambandi. Þau gera ítrekaðar atlögur að fullveldinu núna meðan við getum þó allavega spyrnt á móti og gera það grímulaust í skjóli ESB fíknar Samfylkingarinnar sem að er tilbúin að láta traðka yfir þjóðina bara til að útvaldir geti fengið glugga útsýni í Brussuborg.

Látum ekki kúga okkur ekkert ESB.
BanditBanditBandit

 


mbl.is Þrýst á Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV gengur ekki erinda eiganda sinna

Fyrirtæki sem að auglýsir að á fjórðahundrað þúsund manns séu eigendur þess þykir ekki fréttnæmt þó vitað sé að eigendur þess séu beittir kúgun sem að má flokka undir einfalda fjárkúgun. Þar á ég við þær véfréttir sem skotið er inn á milli frétta af yfirvofandi heimsfaraldri inflúensu, véfréttir um að ef við gerum ekki eins og okkur er sagt þá muni stórþjóðir og vinaþjóðir standa saman til að svelta okkur til undirgefni. Það að  nota áhrif sín til að hafa áhrif á alþjóðlega stofnun eins of IMF er ekkert annað en aðferð til að svelta þjóð til hlýðni einföld handrukkun.

Nei þetta er ekki fréttnæmt það tekur því ekki að inna sendiherra þessara ríkja eftir því hvort að þetta sé satt það er áriðandi að vita hvort að Kínverski sendiherrann sem fór heim fór í fýlu eða ekki en það er engin ástæða til að inna sendiherra Svíþjóðar og Noregs tala nú ekki um Bretlands eftir því hvort að þjóðir þeirra ætli að beita sér með fjárkúgun gegn Íslandi. 

Ég tel þetta stór mál og mun merkilegra en mörg þau sem rata í fréttir en hér virðist ríkja orðið einskonar samfélagsleg þöggun á þessu atriði baráttunnar gegn okkur.

 

 


Mér er illt í óæðri endanum.

Mér er illt í óærði endanum eins og svo mörgum samlöndum mínum nú um stundir. Það getur vel verið skynvilla hjá mér en það er samt sárt. Hvað veldur þessari tilfinningu. Jú seint á síðustu öld voru innlánstofnanir sem höfðu verið byggðar upp á vinnu minni og annarra einkavæddar og afraksturinn færður á hendur fárra útvalda.

Næstu árin héldu þessar nú einkavæddu stofnanir áfram að hirða afrakstur vinnu minnar og til að bæta á þá fengu þær lánað lánsfé í útlöndum sem þær lánuðu mér á mun hærri vöxtum en þær þurftu að greiða + verð tryggingu sem að finnst á fáum stöðum í hinum siðmentaða heimi.

Þegar síðan fór að syrta í álin hjá þeim þá spiluðu þau fótbolta með krónuna þannig að lán mín og annarra hækkuðu og bættu eiginfjárstöðu þeirra og til að bæta gráu ofan á svart þá hófu þær útlán til erlendra einstaklinga á hærri vöxtum en mér buðust en þó að þær segðust vera sjálfbærar og sjálfstæðar þá sögðu þessi fyrirtæki að ég tæki ábyrgð á innlánunum.

Svo hrundi allt og þá ákvað ríkistjórn Íslands að bjarga öllum innistæðunum og það ákvað hún að gera með því að fara í vasa minn enn og aftur bæta við sköttum sem síðan hækkuðu lánin mín sem að bætti stöðu einkafyrirtækjanna sem nú voru stokkin í faðm fyrri eiganda með allar klær úti  eins og köttur sem að forðast vatn.

Síðan fóru stjórnvöld aftur í vasa minn og lögðu inn upphæð í einkafyrirtækin fyrrverandi til að gera þau aðlaðandi fyrir þá sem að höfðu lánað þeim þrátt fyrir að vita að þau gætu aldrei staðið undir því kæmi til einhverra vanhalda. Síðan ætla þau að láta þá sem lánuðu bönkunum pening hafa heila klabbið þar á meðal lánin sem að hafa hækkað og hækkað vegna aðgerða stjórnvalda og þessa fyrirtækja og munu hækka um alla framtíð. Þannig að nú geta lánveitendur haldið áfram að mjólka Íslendinga um langa tíð.

Síðan ætla stjórnvöld að skrifa upp á risaraðgreiðslusamning við fjárkúgara án þess að athuga hvort að það er lagastoð fyrir því 

Er nema von að manni svíði í afturendann.

 


EInn flokkur ein stefna.

Bara stutt hugsun hér hjá mér.
´
Í fréttinni stendur "Þráinn segir borðleggjandi að hann hafi framfylgt stefnu flokksins í málinu og hinir ekki"

Síðan segir "Stjórn Borgarahreyfingarinnar ætlar að gefa þremenningunum frest út vikuna til að sanna einhvern veginn að þessi afstöðubreyting þeirra hafi verið óumflýjanleg"

Eins og ég skil þetta þá á að gefa þremenningunum frest til að sanna að þeir hafi greitt atkvæði á réttan hátt en til þess þurfa þau að brjóta trúnað á gögnum sem að þeim hafa verið sýnd. Vill þá Borgaraflokkurinn að þingmenn hans brjóti lög eða telur stjórn flokksins sig umkomna að ákveða hver rétt samviska sé fyrir þingmenn sína. Mig langar að vita það.

Eiga þeir ekki að kjósa samkvæmt eið sínum við þjóðina en ekki til að þjóna hagmunum flokksins. Þremenningarnir hafa hækkað í áliti hjá mér en einungis þeir.


mbl.is Óvissa um samstarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er liðin tíð.

Það er liðin tíð að hægt sé orðið að skilja lykla eftir í faratækjum þetta sýnir að því er mér finnst að okkur hefur heldur hrakað sem þjóðfélagi frekar enn hitt. Í mínum uppvexti voru lyklar skildir eftir í öllum farartækjum og aldrei kom það fyrir að eitthvað væri tekið ófrjálsri hendi. Og ef bænum var læst svo að hundurinn kæmist ekki inn meðan fólk brá sér bæjarleið þá voru lyklarnir skildir eftir í skránni.

Það tók mig dágóðan tíma að venja mig af þessu er ég flutti á mölina en nú er ég orðin aðlagaður eins og sagt er Securitas vaktar eigurnar lyklakippan alltaf í vasanum og eftir að einhver næturhrafninn ákvað að það væri verðmæti í gömlum geisladiskum og spalarmiðum í bílnum mínum er hann harðlæstur allur.

Ég sakna gömlu tímana og finnst leitt að framfarir okkar og hækkað menningarstig að margra mati hafi leitt til þess að börn mín og barnabörn fá ekki að njóta þess frelsis og unaðs  sem er að geta treyst náunganum.


mbl.is Fluttur á sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill snjór ?

Það væri gaman að fá umfjöllun frá veðurstofunni um þetta nú þegar talað er um heitasta júli mánuð síðan mælingar hófust. Er þá kannski óvanalega kalt á hálendi ? Ég hef komið í Hraftinnusker um þetta leiti árs nokkrum sinnum og var þá aldrei snjókoma og ekki mikill snjór en hvað skildi það vera vanalegt að það snjói þar í júlí
mbl.is Nýtt met í Laugavegshlaupi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttast Evrópusinnar sjávarútvegráðherra.

Svo mátti skilja að mínu mati á hádegisfréttum RÚV þar var það tuggið nokkrum sinnum ofan í mig að samkvæmt mati ISG eftir því sem að ég heyrði biðst forláts ef að það hefur verið misheyrn. EN það var sagt að það væri ekki gott að Evrópuandstæðingur leiddi svo áríðandi viðræður að mati þeirra sem aðhyllast inngöngu.

Hvað megum við andstæðingar þá segja ef að dansandi já kór verður sendur til Brussuborgar veifandi tamborínum hysjandi upp um sig pils fjallkonunnar. Kannski skiptir ekki máli hvað okkur finnst en ég minni á að við erum samkvæmt skoðanakönnun 70% þjóðarinnar sem ekki viljum inn hvað sem hinum hlutanum finnst.

Því lýsi ég fullum stuðningi við VG Jón og hans skoðanabræður í VG að hann landi góðri niðusrtöðu fyrir okkur það er ef hann hvikar hvergi. Hræddur er ég síðan um að einhver hluti já fólksins í VG þurfi að taka upp fyrri störf eftir næstu kosningar þannig að ég vona þeirra vegna að samningaviðræður taki langan tíma.

Áfram Ísland ekkert ESB
BanditBanditBandit


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband