Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
31.7.2009 | 23:43
Af skjaldborginni um ellilífeyrisþega og öryrkja.
Mér barst til heyrna í dag sönn saga af konu sem varð fyrir því óláni að slasast og verða óvinnufær á síðasta ári. Þessi kona hafði stundað vinnu alla sína ævi og verið ein af þeim mörgu af eldri kynslóð sem ekki hafði vanist því að taka frí um hábjargræðistímann þannig að það hafði farist fyrir hjá þessari ágætu konu að taka sumarfrí undanfarin ár.
Samviskusamlega hafði verið skilað til viðkomandi stofnunar greiðsluáætlun eftir slysið svo að bætur yrðu réttar en konunni til ógæfu ákvað fyrirtækið að launa henni vel unnin störf og greiða henni þau sumarfrí sem að hún hafði ekki tekið undanfarin ár. Við þetta áskotnaðist henni heilar 200 000 krónur. af þeim hirti ríkið sitt enda á að gjalda keisaranum það sem keisarans er.
En núna kom þetta góðverk fyrirtækisins í bakið á henni því að af örorku bótum og ellilífeyri skulu nú dregnar 200 000 kr þó að konan hafi aldrei fengið nema um 140 000 af þeim þetta er gott fyrir ríkið því vegna þess að þessi einstaklingur var svo tregur, gamaldags eða bara hollur vinnuveitandanum þá nær ríkið frá þessum einstakling á tveimur árum ca 260.000 krónum sem að þá er hægt að nota til að afskrifa skuldir fjármálageirans. Þetta jafngildir fjármagnsskatt af 2.600.000sem er mun hærri upphæð heldur en viðkomandi hefur til ráðstöfunar á éri.
Mér barst líka til heyrna í dag að konu einni hefði verið greitt of mikið af sömu stofnun sem að henni er að sjálfsögðu gert að endurgreiða. Kona þessi hefur hinsvegar safnast til feðra sinna þannig að þá er sjálfsagt að eftirlifandi maki greiði fyrir hana.
Bæði þessi mál eru í fullu samræmi við lög og reglur og ég er sannfærður um að fjöldi svona mála er í gangi. En mér finnst kannski svolítið leitt jafnvel sorglegt að þarna sé hægt að ganga fram af fullri ákveðni og hörku meðan að ekki er hægt að ganga að eignum og verðmætum manna sem að settu heilt þjóðfélag á hausinn.
Myndi nokkur heyra frá þessum stofnunum sömu orðin og heyrðust i fréttatíma Rúv að verðmæti þau sem að viðkomandi einstaklingar hefðu átt væru orðin verðlaus ég skildi þá frétt sem að það tæki ekki að eltast við það sem eftir væri.. Ríkið virðist hinsvegar alltaf hafa einhver tök á að gera vermæti úr hinum almenna borgara tala nú ekki um hinn almenna eldri borgara.
31.7.2009 | 21:38
Til hamingju strákar
Ísland fékk silfur í Túnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.7.2009 | 21:33
Við borgum ekki.
Auðvitað komu Bretar og Hollendingar ekki nálægt þessu þeir segja það sjálfir og ekki ljúga þeir. Ef þeir ljúga ekki þá eru Steingrímur og Jóhanna ekki að segja satt þau segja að við fáum þetta ekki nema að skrifa undir Icesave en Bretar segjast ekkert hafa á móti því að við fáum lánið það séu engar kröfur af þeirra hendi.
Þetta minnir á mál sem var fyrir rétti í dag en þar brann hús sem að þrír menn eru ásakaðir um að hafa kveikt í en það gerði það engin. Þeim ber alveg saman um það að engin þeirra hafi komið nálægt þvi að tendra þarna bál.
Eins er það með þetta Alþjóðagjaldeyrissjóðs lán það eru engar kvaðir á því að veita okkur það samkvæmt því sem að okkar ágætu nágrannaþjóðir segja, enda færu þær ekki að opinbera sig sem fjárkúgara, nei þær halda sykursætu smettinu með lygaramerki á fingrunum fyrir aftan bak.
Það er dagljóst að mínu mati þegar mál fara svona í hring eftir því hvern talað er við að þá er einhver ekki að segja satt.
Málið er einfalt og við þurfum ekkert að fara á taugum yfir því, vegna þes að við borgum ekkert nema það sem okkur ber og höldum okkur við það að tryggingarsjóðurinn er farganskröfuhafi í þrotabúið. Við borgum ekki eitthvað sem að við eigum ekki að borga þó að aðrir telji að við eigum að gera það. Dómstólar eru til þess að skera úr um þau mál.
Það hefur alltaf verið ljóst að ef eitthvað varðandi peninga er of gott til að vera satt þá er það ekki satt. Fólk verður einfaldlega að taka ábyrgð á sjálfu sér og svo að það sé á hreinu þá á það að gilda um Íslenska fjármagnseigendur líka. Það vill nefnilega svo til að allt fé sem er notað til að bæta einhverjum skaða sem hann verður fyrir kemur frá einhverjum það dettur ekki niður úr himninum. Í þessu tilfelli tel ég að það k komi frá þeim íslendingum sem að eru með lán sem hafa margfaldast síðustu misseri.
Og ef að við íslendingar kennum Bretum og Hollendingum um það sem miður fer eru þá ekki Breskir og Hollenskir innistæðu eigendur að kenna Íslensku þjóðinni um það að þeir létu gabbast af sinni eigin von í skjótfengin gróða. Mér finnst það.
Íslendingar kenni Hollandi og Bretlandi um allt slæmt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.7.2009 | 21:14
Að hafa nóttina í liði með sér.
Dyr límdar aftur og málningu slett | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.7.2009 | 20:52
Dónaskapur
Formleg niðurstaða um frestun endurskoðunar AGS ekki komin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2009 | 20:12
Snúum vörn í sókn og sýnum að við erum Íslendingar.
Nú ættu jafnvel sanntrúaðir að hafa fengið nógu blauta tusku framan í sig til að sjá að það er verið að kúga land og þjóð til að axla byrðar sem óvíst er að eigi að axla.
Svokallaðar vina þjóðir hafa nú fellt grímuna og sýnt sitt nábleika andlit. Það hefur verið hverjum þeim ljóst sem vill skilja það á annað borð að þetta eru samantekin ráð, ætluð til að kúga okkur til hlýðni.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur síðan sýnt og sannað að hann er ekkert annað en leppfyrirtæki stórveldanna.
Ég segi að nú sé nóg komið nú skulum við sýna að hér býr enn hnarreist þjóð sem hefur ekkert til að skammast sín fyrir. Það er ekki þjóðarinnar mál að borga mistök lánlausra fjárglæframanna, nema að því leiti sem að lög kveða á um.
Fellum Icesave i næstu viku um leið og við bendum umheiminum á að við erum meira en til í að borga það sem okkur ber en ekki einhverjar óskilgreindar upphæðir, bjóðum þá síðan velkomna hingað til að sækja rétt sinn þeir munu fá hér sanngjarna meðhöndlun og réttláta því að hér er eitt elsta lýðræði í heiminum.
Leggjum niður varnarmálastofnun það hefur sýnt sig að þeir óvinir sem að við eigum standa okkur mun nær en einhver óskilgreind öfl í austri við þurfum mun frekar að passa okkur á Evrópuþjóðum frekar en Rússum og öðrum skilgreindum þjóðum sem að við eigum að þurfa að varast. Sparar pening
Segjum okkur úr NATO við höfum ekkert þar að gera, heimurinn er fullfær um að murka lífið úr hvor öðrum, vera okkar í NATO breytir engu um það.
Við verðum í raun mun trúanlegri og gjaldgengari í að stuðla að friði í heiminum sem þjóðin sem sagði sig úr NATO. Auk þess sparar það fé, en sparnaður er eitthvað sem að ríkið þarf að fara að temja sér. Það er sparnaður á öðrum sviðum heldur en að snúa við vösum aldraðra og öryrkja.
Hefjum viðræður við Grænlendinga og Færeyinga um stofnun Norður Atlandshafsbandalagsins bandalags sem vinna mun að friði náttúrvernd og sjálfbærri nýtingu á Norður Atlandshafi. Þetta eru hinar sönnu vinaþjóðir og af svipaðri stærð. Þetta bandalag myndi ráða yfir einhverju verðmætasta svæði jarðar.
Gerum tilkall til Jan Mayen við nýttum hana á öldum áður og ættum því að geta gert tilkall til hennar á þjóðréttarlegum nótum. Jan Mayen er í raun Íslenskt áhrifa svæði jafnvel spurning um Bjarnarey líka.
Köllum heim sendiherra okkar í þeim ríkjum sem að beita okkur kúgun og setjum ræðismenn í staðinn það er óþarfi að vera að eyða peningum í eitthvað gagnslaust PR í óvinveittum ríkjum já og hendum IMF úr landi og skilum peningnum.
Þar sem við eigum sendiherrabústaði nýtum við þá til að stofna athvörf fyrir heimilislausa í viðkomandi landi og hefjum matargjafir með Íslenskum fiski, hval og lambakjöti. Þá sjá þjóðirnar líka hið stéttlausa Íslenska þjóðfélag þegar komin eru athvörf fyrir heimilislausa inn í þeim hverfum sem að hýsa mektarfólk viðkomandi ríkja.
Sendum sendinefnd til sem flestra landa og hefjum viðskipti við þau á jafningjagrundvelli.
Það eru nú þegar í gildi margir samningar, samningur við NAFTA tók gildi fyrir skömmu og við höfum samning við Kína.
Veröldin er stærri heldur en frá Ermarsundi til Úralfjalla og það ætti ekki að vera mikið mál fyrir 300 000 manna þjóðfélag að finna markað fyrir vörur sína í hinum stóra heimi.
Það ætti í raun að vera auðveldara fyrir okkur að finna markað í 75% af heiminum heldur en í 25% af honum þegar að auki þessi 25% sem um ræðir hafa sýnt sig meira en viljuga til að beita kúgun til að ná sínum málum fram.
Nei góðir landar höldum inn í helgina með bros á vör skemmtum okkur vel og munum að hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta en líka að of mikið vín breytir fólki í svín. Tökum síðan á því eins og okkur er einum lagið eftir helgina og sínum hvað í okkur býr.
Ef að þau öfl sem að ráða eða þau sem í burðarliðnum eru treysta sér ekki til að standa vörð um þau sérréttindi að vera Íslendingur stofnum þá einfaldlega nýtt afl sem að helgar sig þeirri baráttu. Viðkomandi er orðin meira en fús í að leggja hönd á plóg til að standa vörð um þau réttindi sem felast í búsetu hér og telur fullvíst að svo sé einnig um marga aðra mun fleiri en heldur en að þeim sem að vilja gefast upp og leggjast í móðurætt dettur í hug að séu tilbúnir til að rísa upp landi og þjóð til varnar. Víst hafa risið upp öfl til varnar en mér finnst að þau mættu hafa mikið hærra.
Auðvitað mun þetta leiða til lélegri lífskjara um tíma en þegar framlíða stundir myndu þessar aðgerðir leiða til mun betri lífskjara heldur en að vera hjól undir þrælavagni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og frumvinnslu nýlenda Evrópusambandsins.
Stuttur erfiðleika tími er vel þess virði sé horft til lengri framtíðar. Reynslan hefur sýnt að sá sem er kúgaður er kúgaður aftur og aftur og jafnvel það oft að hann fer að líta á það sem sjálfsagt hlutskipti sitt í lífinu.
Mér finnst börnin okkar eiga það skilið af okkur að við skilum landinu í þeirra hendur eins og foreldrar okkar skiluðu því til okkar, frjálsu!
Afgreiðslu AGS frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2009 | 13:08
Davíð aftur í bankann.
Það er búið að prufa allt sem að þar til bær stjórnvöld hafa sagt okkur að myndi laga gengið hvernig væri nú að viðurkenna mistök sín og endurráða Davíð og sjá hvort að gengið lagast.
Núverandi stjórnvöld verða að átta sig á því að trúverðugleiki manns eykst ekki nema að maður sé þekktur af því að fara með rétt mál og því miður hefur mér fundist skorta all nokkuð upp á það hjá þeim. Frá mínum bæjardyrum séð hefur ekki nokkur skapaður hlutur reynst réttur af því sem að þau hafa verið að reyna telja mér trú um nema jú eitt. Þau hafa ekki gengið á bak orða sinna um að hækka skatta en jafnvel í því sögðu þau ekki alveg satt því að það átti að hlífa veikari bökunum. Ég get ekki séð að það hafi verið gert. 3000 000 000 verður hægt að skafa til baka af lífeyrisþegum meðan að reikningar á Tortola og víðar um heim vaxa óheftir
I love Iceland.
Evran aldrei dýrari á árinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2009 | 10:56
Ísland hættulegt Evrópu
30.7.2009 | 10:38
En netið.
Dagar Kompáss taldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2009 | 10:12
Veit landsbyggðin ekki bara betur.
Það er athyglisvert hvað við höfuðborgarbúar erum í meira mæli tilbúin til að afsala okkur öllu til Brussel því virðist vera öðruvísi farið á landsbyggðinni.
Er það ekki vegna þess að landsbyggðin veit hvernig það er að afsala stjórn eigin mála til fjarlægs valds, í þessu tilfelli til Reykjavíkur valdsins sem síðan deilir og drottnar yfir auðlindum og afkomu fjarlægra þorpa.
Við í höfuðborginni eða sum okkar höfum ekki enn fundið það á eigin baki hvernig er þegar ákvarðanir eru teknar annarstaðar. Ég held að mörg okkar séu eins og einhver sagði enn háð þeirri fíkn sem að heltók okkur á bólu árunum og höldum að með inngöngu í ESB fáum við næsta fix til að geta skemmt okkur aðeins lengur.
Það er nóg að líta til landsbyggðarinnar að mínu mati, til að sjá hver þróunin verður á landinu ef gengið er inn i sambandið
Með árunum líkist landið í meira þeim þorpum og byggðum sem kvótakerfið og fjarlægð stjórnvaldsins hefur hægt og rólega set í þrot. Það verða svona 15 til 20 ár í að staða Ísland gagnvart Evrópuvaldinu verði eins og lítils sjávarþorps gagnvart Reykjavík. Síðan heldur þróunin áfram og að lokum held ég að það verði hægt að líkja Íslandi innan ESB við Borðeyri innan Íslands völd áhrif og stærð Íslands innan ESB verður í svipuðu hlutfalli og áhrif íbúa Borðeyrar á stjórn og stjórnarfar hér. Þetta er ekki sagt til hnjóðs um Borðeyri sem var líflegur verslunarstaður fyrr á tímum heldur sem dæmi um hvaða örlög ég tel að bíði okkar.
Ég vil svo fara að sjá vandaða Gallup könnun með almennilegu úrtaki þar sem spurt er beinna spurninga en ekki farið í kringum málin eins og köttur í kringum heitan graut. Hvers vegna er ekki bara spurt ertu fylgjandi inngöngu í ESB nei eða já það er ekki flóknara en það nema að fólk þurfi að ná fram því áliti sem að því hentar út úr könnuninni.
Ég var einu sinni í úrtaki um málefni sem ég var á móti það var spurt og spurt þangað til að það var ekki hægt að svara öðruvísi en að jú við þessar aðstæður myndi maður vera hlintur málinu það hefur mótað álit mitt á skoðanakönnunum síðan.
Meirihluti styður viðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |