Lausn ?

Þetta er góð lausn hjá Lilju sé horft til stöðugt meiri ríkisafskipta en við skulum athuga það að fyrirtæki sem að fær vinnuafl þar sem að ríkið borgar vinnulaunin er í samkeppni við önnur fyrirtæki sem þurfa að greiða laun sín sjálf. Lausnin verður að segja upp fólki og ráða fólk á atvinnuleysisbótum í störfin. Við höfum dæmi um þetta þar sem erlent ódýrara vinnuafl hefur tekið yfir störf innfæddra. Þetta er því í mesta falli lausn til ákaflega skamms tíma en stórhætta á að hún festi í sessi ríkisgreiddan atvinnurekstur þar sem að þeir sem eru flokknum þóknanlegir fái brauðið en hinir skorpuna.

 


mbl.is Fleiri fái að ráða í bótavinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég styð Lilju í þessum hugmyndum hennar en það er mjög mikilvægt að við sjáum til þess að hér séu allir virkir á vinnumarkaði, enda er það besta leiðin til þess að dreyfa byrgðum. Hvað varðar samkeppnissjónarmiðið að þá er það nú svo að ríkið stýrir hvort sem er allri samkeppni á íslenskum vinnumarkaði gegnum bankakerfið og held því að það muni svona reglur muna litlu.

Héðinn Björnsson, 3.5.2009 kl. 16:09

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Jú og það er stórhættuleg þróun hvernig atvinnulífið er að verða miðstýrt og fer versnandi. Ég óttast að það verði ekki hægt að snúa til baka eða hversvegna ættu fyrirtæki að sjá sér hag í að ráða fólk ef hægt er að fá ríkisstarfsmenn í vinnu fyrirtækinu að kostnaðarlausu. Svo eru það iðnnemarnir það er bara talað um fólk í markaðssókn það er ekkert hugsað um þá sem að eru að læra til undirstöðunnar sem eru jú það sem mun skapa hér verðmætin þegar fram í sækir það er til lítils að hafa markaðsókn fyrir enga framleiðslu. Ég var einlægur aðdáandi Lilju áður en hún leiddist inn í pólitík því að það er því miður staðreynd að þar hefur margur hugsjónamaðurin veslast upp og glatað hugsjónum sínum á altari flokksveldisins.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 3.5.2009 kl. 16:18

3 Smámynd: GunniS

já dreifa byrgðunum, eins og það hafi verið þessu fólki að kenna að það misti vinnuna, og jaja, mér líður örugglega mikið betur ef ég á að mæta í vinnu núna fyrir 115 til 120 þús útborgað á mánuði, það að mæta í vinnu mun örugglega hjálpa mér að lifa af þessum launum, eða þannig, en auðvitað horfði þetta allt öðruvísi við ef að fyrirtækið ætli að bæta við launin þannig að þau verði mannsæmileg. og það ætti að segja upp verkalýðshreifungunni fyrir að semja um þessi lágmarkslaun til handa fólki, enda held ég að allir með eitthvað í hausnum sjái að það lifir eigin af þeim.  enda eru lágmarksrlaun hvergi lægri á norðurlöndunum en á íslandi.

GunniS, 3.5.2009 kl. 18:01

4 identicon

Nei, það er sko satt að það lifir enginn af 115-120.000 á mánuði, og þá miðað við að viðkomandi sé með fullan bótarétt! Það á eftir að borga húsaleigu/húsnæðislán, reikninga, mat og hvað þá ef viðkomandi hefur barn/börn á framfæri! Það einfaldlega segir sig sjálft að endar ná engan veginn saman og það gefur nú ósköp litla hvatningu til þess að fara að mæta í einhvert verkefni/vinnu fyrir lúsarlaun sem engan veginn duga fyrir einu né neinu! Þá er nú tímanum betur varið í að reyna að finna lausnir til að verða sér úti um aukapening til að brauðfæða sig og sína!

Það væri allt annað mál ef fyrirtæki myndu borga laun ofan á bæturnar eða bara einfaldlega bjóða mannsæmandi laun, þá myndu líklega flestir mæta glaðir til sinnar vinnu!

Verð bara að segja að það að vera á hungurmörkum og með hnút í maganum hvern einasta dag vegna ógnar við öryggi og afkomu hvern dag, hverja viku, hvern mánuð, það er mannskemmandi og langt frá því að vekja löngun til að fara svo líka að gefa vinnu sína í þokkabót og ofan á allt!

Heiða (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband