Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Tuð

Mikið er ég orðin þreyttur á þessu tuði og afskiptum, einhverra sem að halda sig vita betur um allt og alla, á veiðum okar úr sjálfbærum stofnum. Staðreyndin er sú að þessi samtök eru orðin að fyrirtækjum sem lifa á verkefnum sem að eru mótmæli svo að þegar búið er að rústa þessu hér þá er bara tekið til við næsta og allt i nafni umhverfisverndar og umhyggju.

Varðandi það að þeir ætli að hætta að éta fisk og rækju  þá ætti það ekki að skipta öllu máli eru ekki flestir hreinræktaðir umhverfissinnar grænmetisætur. Eða er i lagi að drepa sum dýr og éta en önnur ekki.  En og aftur eru sum dýr jafnari en önnur


mbl.is Mótmæla hvalveiðum í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóri bróðir er komin

Innan ekki langs tíma verður 1984 eftir Orwell kend í norræna velferðar sósíalíska lýðveldinu sem dæmi um það þegar að frjálshyggja tekur völdin. Ég er fylgjandi reglum um notkun skotvopna og eðlilegum reglum um flesta hluti en ekki einhverjum alföðurlegum andardrætti ofan í hálsmálið hjá mér.
Það er búið að skilgreina ansi margt undanfarið og ég trúi ekki öðru en að það sé farið að vekja ugg í brjósti fleira fólks heldur en mín.
1. Skilgreining Fólk fær ekki fyrirgreiðslu sinna mála nema að það búi í hóflegu húsnæði þannig að það hlýtur að vera búið að skilgreina hvað ríkinu finnst hóflegt húsnæði per einstakling.
2. Fólk fær ekki hjálp nema að það lifi hóflegu lífi að mati tilsjónarmans ríkisins það hlýtur því að leynast í skúffum stjórnarinnar skilgreining á hófsömu lífi.
3. Einstaklingar sem kaupa vændi hafa verið skilgreindir sem glæpamenn ekki seljandinn af hverju gengur ekki sama yfir landasölumenn og fíkniefna sölumenn þeir eru jú líka fórnalömb bæði misnotkunar fíknar og örugglega í einhverjum tilfellum mansals.
4. Og nú á að krefjast reglusemi til að fá byssuleyfi ríkið hlýtur því að vera búið að skilgreina reglusemi. Er það að drekka einu sinni á ári eða fara alltaf snemma á fætur borða ekki óhollan mat og hreyfa sig reglulega.

Gleymum svo ekki foræðishyggju varðandi sykur súludans kynferði stjórnanda og svo framvegis.

Nei 1984 eftir Orwel er greinilega sýn á ríki þar sem að algjör frjálshyggja og frelsi einstaklingsins ríkir.

 


mbl.is Reglusemi skilyrði skotvopnaleyfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bísniss

Það er athyglisvert hvaða hópar taka þátt í ráðstefnunni látum vera þó að fræðimenn rífist um hvort að það kólni eða hitni og eru þeir nú langt frá því að vera sammála.
Þegar misvitrir pólitíkusar og eiginhagsmunaseggir eru komnir til að taka þátt þá kvikna aðvörunarbjöllur hjá mér alla vegana. Eru þeir sem að settu fjármálakerfi heimsins á hliðina réttu mennirnir til að vera með puttana í eins viðkvæmu málefni og hlýnun jarðar. Eða þá hinir misvitru pólitíkusar sem að léku með.

Það þarf varla orðið mikla paranoju til að ímynda sér að þetta sé í raun ansi velskipulagt plott. Hristum hagkerfið og náum peningunum það verður allt vitlaust auðvitað en teljum þá liðinu trú um að það sé allt að fara til fjandans þá getum við skattlagt það betur með því að telja því trú um að við séum að bjarga málunum. Í krafti óttans getum við stjórnað neyslu og notkun bannað það sem við viljum banna og skipað notkun á því sem við viljum að sé notað. Allt í krafti umhyggju fyrir móður jörð síðan sigum við múgnum á þá sem að ekki rekast með hjörðinni allt í nafni alheims umhyggju.
Að þeir hinir sömu sem allt vita  ætli að breyta hegðunarmynstri sínu það er bara tálsýn því að þeir vita vel að þetta er bara þáttur í stærra plani Draumi fjármála og stjórnmála manni um aldir það er eitt stórríki jarðar þar sem að Napóleon og félagar ríkja yfir hinum dýrunum í skóginum.

 


mbl.is Loftslagsmálin rædd í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógæfa landans

Það er ógæfa okkar mörlandans að hafa í okkur öfundargen sem virðist ná allt aftur til landnáms. Menn voru vegnir vegna mannkosta brenndir á báli fyrir að vita meira eða ganga betur en öðrum og gáfumenn voru hafðir að háði og spotti. Það var allt ger til að taka þá strax niður sem að stóðu upp úr fjöldanum.

Þetta er svona en í dag og í raun spila stjórnvöld kerfisbundið á þennan veikleika þegna sinna. Þetta gen veldur því að fólk getur á engan hátt komið sér saman um eitt eða neitt vegna þess að það gæti komið sér vel fyrir einhvern annan. Svo tölum við hátt um spillingu hjá öðrum en má ekki segja að þetta sé spilling hjá okkur sjálfum að geta als ekki litið á okkur sjálfa sem eina heild heldur alltaf hugsa um hvað hentar okkur best.
Við erum svo smáborgaraleg sjálf að það er ekki hægt að grípa til neinna aðgerða í einu eða neinu því upp rísa hópar sem segja neiiiiiiiiiii heyrið þið mig þetta kemur ekki til greina. Það má ekki taka til baka óréttláta vaxtabólu því að það gæti leitt til þess að einhverjir sem ekki ættu það skilið myndu þá ekki fá það sem þeir ættu skilið að mati þeirra sem að þykjast rétt bærir á að vita hvað fólk á skilið.

Þannig fer skuldlausi Siggi fer hamförum gegn leiðréttingu manngerða verðbólgu skotsins af því að Jón í næsta húsi gæti komist undan því að borga af upphæð sem var skrúfuð upp í skjóli myrkurs. Sami Siggi gleymir því að börnin hans eiga eftir að kaupa húsnæði en hann er svo fastur í geninu sínu að hann vill engu breyta bara svo helv hann Jón í 27 græði ekki tíkall hann fór jú í utanlandsferð til Færeyja í fyrra og tók konuna með Eyðsluseggur!. Skítt með það þó að allir afkomendur Sigga þurfi að bíta úr nálinni með að þetta var ekki lagfært

Svona mætti lengi telja en þessi þjóðflokkur hlýtur að vera draumur hvers stjórnanda og skýrasta dæmið er að það tekur innan við 70 ár frá því að margra alda baráttu fyrir fullveldi og sjálfstæði lýkur að upp rísi nýir Gissurar sem í von um jarlstign telji fullveldi voru og sjálfstæði alstaðar betur komið en hjá þjóðinni sjálfri.

Svo eru það náttúrulega þeir sem að ætla sér að nota þetta gen til að skara elda að sinni köku kaupa eignir á lágu verði ná undir sig fyrirtækjum og verðmætum Þeir hlægja nú dátt að þjóðinni sem er eins og sundurlaus hjörð. Við sveitamennirnir þekkjum að ef rollurnar voru reknar nógu hratt til að þær næðu ekki að hópa sig gekk vel að reka í gerði. Næði hópurinn áttum og snéri til baka þá gat svo farið að smalarnir töpuðu baráttunni. 

Sameinuð getum við átt hér langa og góða ævi sundruð föllum við og verðmæti okkar fara í að skreyta evrópu rét eins og lýsið okkar lýsti upp götur Kaupmannahafnar fyrr á öldum.


Einkavæðing

Það er athyglisvert að á sama tíma og ríkið tekur til sín fleiri og fleiri fyrirtæki þá er boðin út rekstur lögreglubifreiða.  Ég er nú einhvern vegin þannig gerður að þó að ég sé á móti ríkisrekstri fyrirtækja í samkeppni iðnaði þá vil ég að grunnstoðir eins og löggæsla og heilbrigðisþjónusta séu á hendi ríkisins. Ég geld vara við því þegar að aðili eins og lögreglan sem á að vera algjörlega hlutlaus er orðin háð einum aðila með rekstur bílaflota síns.  Hvað til dæmis ef að sá aðili fer í gjaldþrot sem að eru örlög all flestra Íslenskra fyrirtækja sem nú starfa ef ástandið breytist ekki. Gæti rikið leyft það vegna mikilvægis aðilans varla held ég og yrði því að grípa til sértækra aðgerða sem myndu mismuna öðrum aðilum á markaði. Þess vegna er min skoðun að bílafloti löggæslunnar eigi að vera rekin af ríkinu og á ábyrgð ríkisins.

Það á síðan að drífa í því að koma þeim fyrirtækjum sem nú eru rekin í skjóli bankana á markað aftur og það á ekki að ormahreinsa fyrirtæki í þágu fyrri eiganda til að þau geti haldið áfram óbreytt að keppa við önnur fyrirtæki sem að þó hafa haldið sjó hingað til.

mbl.is Sex vilja reka löggubíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð tíðindi

Ekki veitir af góðum tíðindum nú á vordögum þegar landið sekkur í dýpra í helsi ríkisafskipta og sósialiseraðan komonisma. Það er alveg frábært ef að Hval tekst að skaffa þetta mörg störf á Vesturlandi og vona ég innilega að sveitungar mínir komi til með að verða þeirrar gæfu aðnjótandi.
Ég hef aldrei skilið þessa viðkvæmni gagnvart hvalveiðum ef þær skapa störf, skepnan er ekki í útrýmingar hættu og einhver vill éta afurðirnar þá er um að gera að nýta þetta.

Mér finnst það hámark tvískinnungsins þegar ágætir leikarar eins og Brosnan gera sér ferð á hendur Obama til að ræða við hann hvalveiðar ef Obama hefur ekkert meira áríðandi að gera en að skamma Íslendinga Norðmenn og Japani fyrir hvalveiðar er jú ekki mikið að á jörðinni. Við skulum líka muna að samkvæmt því sem ég best veit er USA ein af stærstu eða stærsta hvalveiði þjóð hér á jörð. Það væri  líka gaman að vita hve jarðvænu lífi fyrrverandi Bond leikarinn lifir sjálfur.

Hvernig væri að svona ágætlega launað fólk nýtti nú áhrif sín og peninga til að hjálpa bágstöddum Það gerir stoðtækjafyrirtækið Össur sem smíðar nú gervilimi á útlimalausa einstaklinga í Palestínu. Á meðan hefur elítan sem löngu er búin að missa allt jarðsamband við hvernig maðurinn hefur lifað á þessari jörð mestar áhyggjur af því hvort að ein dýrategund er drepin til matar eða ekki. Ótrúlega margir þessara einstaklinga draga síðan á eftir sér ræktuð stöðu tákn á fjórum fótum íklædd pelsum og skarti sem að hlýtur að vera kvöl fyrir þessi grey og á ég þar við gælu dýr þeirra sem ættu jú að njóta sama réttlætis og hvalirnir og fá að hlaupa frjáls út í náttúrunni en ekki að vera parrökuð í hliðarveskjum forríkra kvenna.
mbl.is 150 störf sögð skapast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BSRB

Er Gylfi tekin við af Ögmundi ég hélt að ASI myndi semja við atvinnurekendur en BSRB væri ríkisstarfsmenn en hér er kannski að sjást sú framtíðar sýn að við verðum öll ríkisstarfsmenn með áframhaldandi aðgerðarleysi stefnir allt í það.

Allavega er það tímana tákn að ASI kynni ríkisstjórninni fyrst sín mál og hún tekur þau upp í stendur til reyna skal stefna beri að skjalinu.

Þetta er svo sem rökrétt því að frá mínum bæjardyrum séð slitnar varla slefið á milli þeirra í baráttunni við að glata meydómi fjallkonunar  sem fyrst í faðm Evrópudraumsins.
mbl.is Stöðugleikasáttmáli í smíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í fréttum var helst

Það er orðið einfalt að segja í fréttum var þetta helst það er nóg að segja í fréttum var ESB. Þetta á nokkurn vegin við um hvern einasta fréttamann Jóhanna G rak míkrafone í andlitið á Bjarna Ben og hver var spurningin um ESB auðvitað. Fréttamenn virðast vera fastir í einhverri ESB bólu þeim er sama um fólkið í landinu og standa síg síst betur en þeir gerðu á tímum útrásarinnar að mínu mati. Enda er þeim vorkunn þeir þurfa jú að hlýða húsbændunum.

Það er líka athyglisvert að á tímum hinnar löglegu kjörinnar stjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar þá birtist hver skoðana könnunin á fætur annarri um minnkandi fylgi í fjölmiðlum. Í dag birtist ekki ein einasta skoðanakönnun þó að mjög athylsvert væri að sjá hvort vinsældir núverandi stjórnar minnkuðu með þeim hraða að lögmál Newtons væri í hættu. En það er engin skoðanakönnun gerð sennilega vegna þess að það hentar ekki einhverjum.

Mig langar að benda fréttamönnum á nokkur verkefni sem að ég held að stór hluti þjóðarinnar hafi meiri áhuga á en ESB

Það er til dæmis
Hverjir eru eigendur jöklabréfanna er verið að vernda einhverja þar skyldu þau vera i eigu lífeyrissjóða banka og útrásarvíkinga allra Íslenskra.
Er sjáanlegt mynstur í því hvernig fyrirtæki eru endurskýrð og afvötnuð í boði okkar skattgreiðenda það er er verið að bjarga einhverjum sem eru innvígðri en aðrir.
Gæta bankar hlutleysis í rekstri þeirra fyrirtækja sem þeir hafa yfirtekið eða stunda þeir undirboð og þvinganir sem að leiða önnur fyrirtæki í þrot.

Það er af nógu að taka en fréttamenn sjá ekkert nema ESB og hvernig kemst ég að þeirri skoðun jú ég keyri í vinnu a morgnana og á leiðinni er minnsta kosti minnst þrisvar til fjórum sinnum á aðild ég keyri heim og á leiðinni er jafn oft eða oftar fjallað um kosti aðildar ég hlusta a kvöldfréttir og það er líklegra en ekki að nafn Ole Rehn komi þar fyrir eða a annan hátt fjallað um kosti aðildar og hvað það myndi bjarga mörgu og hvað krónan er ónýt. 

Ef þetta er ekki skipulagður áróður þá veit ég ekki hvað er áróður en í boði hvers er hann? eigenda fjölmiðlanna eða eru þetta persónulegar skoðanir frétta manna. 

Að lokum vil ég minna á að forseti vor vildi skjóta fjölmiðla frumvarpi undir dóm þjóðarinnar nú krefst ég þess að hann sýni jafnræði og neiti að skrifa undir komandi lög um aðildarviðræður að ESB og skjóti þeim undir dóm þjóðarinnar. Með því myndi hann sýna að hann ber hag þjóðarinnar fyrir brjósti en gengur ekki hagsmuna eins eða neins.

Og hvað er verið að fjalla um í Kastljósi núna ????  Það hlýtur bara eiginlega að vera allt í lagi hér á landi miðað við Í fréttum var þetta helst.


Ferskir vindar

Ef þetta væri Eurovision hefði Sigmundur fengið 12 fyrir hispurslausa ræðu beint frá hjartanu kannski er framsóknarmaddaman að hysja upp um sig og rísa til fyrri áhrifa.
mbl.is Valdsækin ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villuljós Jóhönnu

Á árum áður fyrir daga nútíma staðsetninga tækja tíðkuðu menn það að setja upp ljós á lágum strandlengjum til að gabba saklausa sjófarenda upp að ströndinni til að þau færust þar og hægt væri að hirða úr þeim góssið. Þessarar tegundar er það villuljós sem að Jóhanna sér í Evrópusambandinu að mínu mati.

Bara að sækja um mun rykkja upp genginu mun laga vextina og síðan en ekki síst auka tiltrú lánadrottna á okkur. Ef að einhver gæti nú sagt mér hvers vegna það ætti að ske.
Síðan segir að við inngöngu þá muni landbúnaður komast í styrkjaveisluna hjá ESB og við munum leggja upphæð á móti það á sem sagt að gera bændur að ölmusu mönnum í stað þess að reyna að snúa þróuninni við það á enn að teygja sig í sameiginlega sjóði landsmanna til hjálpar einni atvinnugrein. Bændur væru mun betur staddir ef að þeir væru ekki alltaf undir hinni þungu hönd stjórnvaldsins og innganga í ESB þýðir endalok landbúnaðar á Íslandi í því formi sem við þekkjum hann að mínu mati.

Það á að fá allt fyrir ekkert til dæmis á að vernda Íslenskt launafólk kaup þess og kjör gagnvart ásókn erlends vinnuafls og þeirri iðju sem að allir sem vilja vita hefur verið stunduð hér það er að borga í mesta lagi lágmarkstaxta og helst minna. Bara þetta dæmi sýnir að það er ekkert allt fyrir ekkert fjórfrelsið tryggir það að við höfum ekki nokkurn möguleika á að verja þessa hluti og aðra á nokkurn máta förum við á annað borð inn í batteríið.

Mér hefur alla tíð þótt Jóhanna vera ein af okkar betri stjórnmálamönnum en undanfarið hefur sú skoðun mín átt í vök að verjast og veldur því að mestu leiti hin blinda trú hennar á að aðild að ESB leysi einhver mál. Það sem leysir okkar mál er það sem alltaf hefur leyst þau það er að hysja upp um okkur og laga málin sjálf frjáls og óháð.

 


mbl.is Hljótum að vinna saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband