Villuljós Jóhönnu

Á árum áður fyrir daga nútíma staðsetninga tækja tíðkuðu menn það að setja upp ljós á lágum strandlengjum til að gabba saklausa sjófarenda upp að ströndinni til að þau færust þar og hægt væri að hirða úr þeim góssið. Þessarar tegundar er það villuljós sem að Jóhanna sér í Evrópusambandinu að mínu mati.

Bara að sækja um mun rykkja upp genginu mun laga vextina og síðan en ekki síst auka tiltrú lánadrottna á okkur. Ef að einhver gæti nú sagt mér hvers vegna það ætti að ske.
Síðan segir að við inngöngu þá muni landbúnaður komast í styrkjaveisluna hjá ESB og við munum leggja upphæð á móti það á sem sagt að gera bændur að ölmusu mönnum í stað þess að reyna að snúa þróuninni við það á enn að teygja sig í sameiginlega sjóði landsmanna til hjálpar einni atvinnugrein. Bændur væru mun betur staddir ef að þeir væru ekki alltaf undir hinni þungu hönd stjórnvaldsins og innganga í ESB þýðir endalok landbúnaðar á Íslandi í því formi sem við þekkjum hann að mínu mati.

Það á að fá allt fyrir ekkert til dæmis á að vernda Íslenskt launafólk kaup þess og kjör gagnvart ásókn erlends vinnuafls og þeirri iðju sem að allir sem vilja vita hefur verið stunduð hér það er að borga í mesta lagi lágmarkstaxta og helst minna. Bara þetta dæmi sýnir að það er ekkert allt fyrir ekkert fjórfrelsið tryggir það að við höfum ekki nokkurn möguleika á að verja þessa hluti og aðra á nokkurn máta förum við á annað borð inn í batteríið.

Mér hefur alla tíð þótt Jóhanna vera ein af okkar betri stjórnmálamönnum en undanfarið hefur sú skoðun mín átt í vök að verjast og veldur því að mestu leiti hin blinda trú hennar á að aðild að ESB leysi einhver mál. Það sem leysir okkar mál er það sem alltaf hefur leyst þau það er að hysja upp um okkur og laga málin sjálf frjáls og óháð.

 


mbl.is Hljótum að vinna saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband