Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
31.5.2009 | 00:36
Þögn hjá Rúv
30.5.2009 | 18:11
Að vera eða vera ekki
Norska hagkerfið stærra en það sænska | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2009 | 13:24
Ætlum við að láta börnin borga.
Ætlum við að láta komandi kynslóðir borga segir manneskja komin yfir miðjan aldur ætlum við að setja reikninginn af þessu útrásarrugli á börnin okkar og barnabörn. Þessi orð hljóma víða í dag og virka vel, auðvitað vill enginn láta börnin sín borga og bera skuldaklafa um allan aldur.
En það er einmitt það sem verið er að gera við erum að láta börnin okkar borga við sem erum komin yfir miðjan aldur við sem að viljum ekki leiðréttingu á því óréttlæti sem varð hér varðandi verðtryggingu í bankahruninu. Við sem að segjum það kemur ekki til greina að slaka á verðtryggingunni hvað um lífeyrissjóðinn minn hvað um sparnaðinn minn hvað um mig. Nei það kemur ekki til greina ég vil halda öllu mínu óskertu hvað var fólk yfirleitt að taka lán. Þessi orð heyrast víða ásamt því að við ætlum ekki að láta börnin okkar og barnabörn borga.
En við erum að láta börnin okkar borga. Við sem komin erum yfir miðjan aldur mörg hver búin að sigla þennan ólgusjó sem að íbúðarkaup eru, farin að eiga smá sparnað við erum að láta börnin okkar borga með því að leiðrétta ekki misgengi lána og verðtryggingar. Það eru nefnilega börnin okkar sem keyptu þessar íbúðir það eru börnin okkar sem að berjast nú á leigumarkaði með síhækkandi leigu vegna arfavitlausra stjórnvaldsaðgerða það eru börnin okkar sem að sitja verst í þeim hamförum sem að hér hafa átt sér stað.
Ætlum við að láta barnabörnin borga segja sömu aðilar og horfa ískalt framan í þjóðina. Nei það viljum við ekki en við erum samt að því. Barnabörnin okkar eru nefnilega börn barnanna okkar sem nú eru hálfhengd í snörunni sofa ekki á nóttunni vegna áhyggja og enda mörg í því að heimilin þeirra flosna upp og ekkert býður annað en hlutskipti þeirra sem eru gjaldþrota á þessu landi og það er ekkert eftrisóknar vert og hver var glæpurinn. Hann var að reyna að tryggja barnabörnunum okkar þak yfir höfuðið og eins ánægjulega æsku og hægt er. Einmitt barnabörnunum okkar. Við erum því að láta barnabörnin okkar borga skaðan í formi vanlíðunar og upplausnar hjá foreldrunum það eru nefnilega ekki öll gjöld mæld í peningum.
Nei við ætlum ekki að láta börnin okkar og barnabörn borga en við erum öll meira en til í að láta börn og barna börn annarra borga svo að við fáum innleggið okkar í sameiginlega sjóði til baka. Innlegg sem að í upphafi var eitt kjötlæri en hefur nú breyst í bændabýli með allri áhöfn vegna verka þeirra sem að lánuðu það út.
Við ætlum sem sagt kinnroðalaust að láta börn og barnabörn borga skaðan, við viljum bara ekki viðurkenna það.
30.5.2009 | 13:00
Eitt gjald enn.
Ísland best í heimi en þó aðeins betra fyrir þá sem að ekki búa þar.
Umhverfisgjöldum ætlað að tryggja uppbyggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2009 | 00:03
Kastljós kvöldsins
Ég fylltist skelfingu þegar ég hlustaði á Kastljós kvöldsins og hvað Lilja Móses dóttir kom fram með sem aðal lausnirnar við atvinnuleysinu Það er bygging tónlistarhús og síðan bygging Landspítala hvernig er það hef ég mist af því í fréttum hélt að hið svokallaða hátæknisjúkrahús væri komið í salt.
En af hverju er ég skelfdur jú vegna þess að þó að báðar þessar framkvæmdir séu góðra gjalda verðar skilar hvorug þeim arði sem að við þurfum núna við þurfum framleiðslu til að skapa gjaldeyrir til að greiða skuldir okkar. Menn agnúast út í Kárahnjúka virkjun en við skulum muna að hún skapar arð og mun borga sig upp að lokum og framleiða orku fyrir okkur sem einskonar peningavél. Hvað sögðu menn um til dæmis Búrfellsvirkjun sem núna skapar arð og er einn af þeim hlutum sem að sér okkur fyrir rafmagni sem er alls ekki svo dýrt þó að okkur finnist það. Það er skelfileg tilhugsun að hér skuli nú vera við völd stjórn sem að hefur ekkert annað á stefnuskrá sinni nema að ganga í ESB og setur þegna sína á lægri skör en umhverfið. Hvernig er annars hægt að skilja hina miklu þögn um nýjar virkjana framkvæmdir og Helguvík það á bara að þegja það í hel
Það á síðan að gefa eftir 10% af þeim losunarheimildum samkvæmt Kioto sem að við þó höfum ég spyr bara hvort að fólk sé ekki í jarðsambandi. Ef ekki verður hér aukin framleiðsla á vörum til útflutnings strax verður landinu ekki bjargað og það er farið að hvarfla að manni að það sé í raun stóra planið. Hrekja þjóðina á vergang svo að hægt sé að taka herfangið. Það er gömul og reynd aðferð bæði hernaði og viðskipum. Er það ekki kallað að deila og drottna.
Ég held að það sem lýsi ástandinu hér best séu orð sem að barnabarn mitt notar ansi oft þegar eitthvað bjátar á en þau eru. "Hvað er í gangi". Enda kunna þriggja ára börn ekki annað en að segja sannleikann
29.5.2009 | 19:28
Næsta skref
Hér er ríkisstjórnin að stíga næsta skref í því að afhenda auðlindir landsins til útlendinga. Hvernig jú með því að koma í veg fyrir að nokkur leið sé fyrir Íslendinga að rífa sig upp úr kreppunni með því að byggja hér upp iðnað. Ég tel það nálgast landráð eins og staðan er hér á landi að afsala sér núna réttinum á þeim 10% sem að við náðum við skulum ekki gleyma því að útblástur er hnattrænn og þau tækifæri sem að við látum framhjá okkur fara verða byggð annarstaðar og þá jafnvel knúin af mun meira mengandi orkugjöfum og munu hafa áhrif hér eins og þeir stjórnmálamenn sem hnattrænastir eru ætti að gera sér grein fyrir.
En sennilega er þetta hluti af stærra plotti það er að ganga þannig frá þjóðinni að hún flytji úr landi. Það verður sennilega fært í sögubækur að þjóð sem tórði Svartadauða Móðuharðindin og litlu Ísöldina í harðbýlu landi var loks flæmd burt af svokallaðri velferðarstjórn með sósíalísku ívafi.
Íslenska Lýðveldisflokkinn strax Stöndum vörð um fólkið í landinu og rétt þess til að framfæra sér og sínum á gæðum landins. Aldrei ESB
Dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2009 | 18:46
Sama gamla tuggann
Álögur á eldsneyti og áfengi hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2009 | 20:27
Gamli tíminn
Leggja til hækkun leikskólagjalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2009 | 16:41
Lögbrot
Ég er nokkuð viss um að menn myndu fara eftir lögunum ef að einhver yrði tekin og dæmdur i hámarksrefsingu. Þetta á ekki að vera erfitt að rekja það vita allir hvað er selt úr landi og hvaða peningur kemur inn.,.
Krónan veldur vonbrigðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2009 | 12:35
Verðtrygging
Gengi krónunnar skýrir hækkun vísitölunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |