Ætlum við að láta börnin borga.

Ætlum við að láta komandi kynslóðir borga segir manneskja komin yfir miðjan aldur ætlum við að setja reikninginn af þessu útrásarrugli á börnin okkar og barnabörn. Þessi orð hljóma víða í dag og virka vel, auðvitað vill enginn láta börnin sín borga og bera skuldaklafa um allan aldur.
En það er einmitt það sem verið er að gera við erum að láta börnin okkar borga við sem erum komin yfir miðjan aldur við sem að viljum ekki leiðréttingu á því óréttlæti sem varð hér varðandi verðtryggingu í bankahruninu. Við sem að segjum það kemur ekki til greina að slaka á verðtryggingunni hvað um lífeyrissjóðinn minn hvað um sparnaðinn minn hvað um mig. Nei það kemur ekki til greina ég vil halda öllu mínu óskertu hvað var fólk yfirleitt að taka lán. Þessi orð heyrast víða ásamt því að við ætlum ekki að láta börnin okkar og barnabörn borga.

En við erum að láta börnin okkar borga. Við sem komin erum yfir miðjan aldur mörg hver búin að sigla þennan ólgusjó sem að íbúðarkaup eru, farin að eiga smá sparnað við erum að láta börnin okkar borga með því að leiðrétta ekki misgengi lána og verðtryggingar. Það eru nefnilega börnin okkar sem keyptu þessar íbúðir það eru börnin okkar sem að berjast nú á leigumarkaði með síhækkandi leigu vegna arfavitlausra stjórnvaldsaðgerða það eru börnin okkar sem að sitja verst í þeim hamförum sem að hér hafa átt sér stað.

Ætlum við að láta barnabörnin borga segja sömu aðilar og horfa ískalt framan í þjóðina. Nei það viljum við ekki en við erum samt að því.  Barnabörnin okkar eru nefnilega börn barnanna okkar sem nú eru hálfhengd í snörunni sofa ekki á nóttunni vegna áhyggja og enda mörg í því að heimilin þeirra flosna upp og ekkert býður annað en hlutskipti þeirra sem eru gjaldþrota á þessu landi og það er ekkert eftrisóknar vert og hver var glæpurinn. Hann var að reyna að tryggja barnabörnunum okkar þak yfir höfuðið og eins ánægjulega æsku og hægt er.  Einmitt barnabörnunum okkar. Við erum því að láta barnabörnin okkar borga skaðan í formi vanlíðunar og upplausnar hjá foreldrunum það eru nefnilega ekki öll gjöld mæld í peningum.

Nei við ætlum ekki að láta börnin okkar og barnabörn borga en við erum öll meira en til í að láta börn og barna börn annarra borga svo að við fáum innleggið okkar í sameiginlega sjóði til baka. Innlegg sem að í upphafi var eitt kjötlæri en hefur nú breyst í bændabýli með allri áhöfn vegna verka þeirra sem að lánuðu það út.

Við ætlum sem sagt kinnroðalaust að láta börn og barnabörn borga skaðan, við viljum bara ekki viðurkenna það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Frábær pistll Jón. Þú ert með puttann algerlega á púlsinum og skilur málið rétt. Það sem er að gerast hérna er gríðarlegur tilflutningur auðs milli kynslóða. Hættan er sú að kynslóðin sem fær allt heila klabbið í hausinn fari ekki að ráðum hinnar ósýnilegu handar Adam Smith, heldur noti hina sýnilegu fætur og forði sér frá öllu heila klabbinu. 

Ólafur Eiríksson, 31.5.2009 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband