Enn af styrkjum

Hægt og rólega virðist vera að koma upp á yfirborðið að töluvert hefur verið um framlög til frambjóðenda ég veit ekki til þess að á þessum tíma hafi þetta verið ólöglegt og veit ekki einu sinni hvort að þetta er ólöglegt í dag en það er greinilegt að fólk hefir verið mis verðmætt.

Það er mikið rætt um að þetta séu mútur en þarf svo að vera það er mikill kostnaður í að fara í framboð kostnaður sem venjulegur meðaljón stendur ekki undir einn og óstuddur. Því mætti leiða líkum að því að ef svona styrkir væru ekki greiddir þá myndu aðeins þeir efnameiri geta komist að við stjórn landsins og viljum við það.

Síðan er svolítið áhugavert að skoða hvernig vermæti frambjóðenda eru skilgreind Guðlaugur Björn Ingi og Steinunn V eru verðmætari en önnur sýnist mér. Þarf það endilega að vera spilling getur ekki einfaldlega verið að þau séu fylgnari sér og starfsamari en aðrir verðminni frambjóðendur. Ekki veit ég það en ég ætla heldur ekki að fullyrða neitt um hvort að þetta er óeðlilegt eða eðlilegt spilling eða ekki spilling.

En ef að fólk er á móti þessu þá á að banna það alveg því að ef fólk telur þetta mútur þá mætti á heimspekilegan máta segja að þeir sem mest fá séu í raun þeir hreynustu en þeir sem minna fá ístöðulausari og kostnaðarminni. Því ætti að banna þetta eða hætta að velta sér upp úr því og setja lög um að framlög eigi að birta opinberlega helst fyrir kjördag.

Svo má velta þvi fyrir sér hvers vegna það er orðið svona dýrt að vera í pólitík erum við almúginn orðin svo forheimskaður að það kostar orðið stórfé að vekja athygli okkar og erum við orðin svo skemmd að það þarf að færa boðskapinn í einhvern glys búning til að við meðtökum hann. Mér finnst pólitísk meðvitund almennings hafa hrakað mikið síðan ég hlustaði á pólitískar rökræður í sveitinni i gamla daga. En ég held að þetta sé að lagast og kannski er nú lag á að breyta leikreglunum.

Svo að lokum er það athyglisvert hvernig þessi styrkja umræða hefur að mínu mati verið notuð til að drepa alla umræðu um hvað þarf að gera og hvað á að gera til að bjarga þjóðinni. Nú er til dæmis byrjuð útsending frá borgarafundi og hvað er rætt jú styrkir ekki heilsugæslan ekki IMF ekki lán heimilanna ekkert er rætt um þau mál sem að raunverulegu  máli skiptir fyrir framtíð okkar hér á landi.


mbl.is Þrjú fengu 2 milljónir frá Baugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband