Til hamingju foreldrar.

Í dag er haldið upp á feðradaginn hér sem er gott. Það er umhugsunarvert hve réttur barna til feðra sinna er bágborinn hér á landi og það er líka umhugsunarvert hve litla áherslu á það jafnrétti hin jafnréttissinnuðu samtök Femínista leggja því þeim virðist mjög í mun að hér séu allir sem jafnastir. En sennilega er með þau samtök sem og önnur samtök sem vilja jöfnuð og bræðralag að þegar  upp er staðið snýst baráttan ekki um annað en það venjulega það er að sumir séu jafnari en aðrir. Þessar staðreyndir og þau orð sem að þingmaður lét falla í garð feðra á þingi breyta ekki þeirri staðreynd að við feður eigum að rækja skyldur okkar jafnvel þó að til þess þurfi að gera fleira en okkur er ljúft. Þetta snýst jú ekki um okkur heldur um á einstaklinga sem að við áttum þátt í að senda inn í þennan heim einstaklinga sem að voru aldrei spurðir hvort þeir vildu það eða ekki.

Mér sem föður og nú afa finnst þessu umræða oft á villigötum. Að mínu mati er ekkert til sem heitir réttur móður eða föður sá aðili sem á allan rétt í þessum málum er barnið það á rétt til þess að umgangast kynforeldra sína og vera samvistum við þá eins og það óskar. Við skulum ekki gleyma að þó að fjölmargar konur misnoti forræðið yfir börnum sínum þá eru líka fjölmargir feður sem að ekki rækja skyldur sínar við börn sín. Þetta verður kannski að einhverju leiti lagað með lögum en það verður aldrei í lagi fyrr en fólkið sjálft bætir eigin siðferði og hugsun og hættir að hugsa um sjálft sig og að beita börnunum í því stríði sem að oft á sér stað þegar upp úr samvistum slitnar.

Ég vil óska feðrum og líka mæðrum til hamingju með daginn og biðja þau í framtíðinni að setja réttindi og þarfir barnanna fram yfir stundarhagsmuni, fortíðin eltir mann og kannski valda gjörðir dagsins í dag einhverju sem að menn bjuggust ekki við í framtíðinni. Hvers vegna ætti barn sem vanrækt er af foreldri að sýna því hinu sama foreldri ástúð á eldri árum og þegar upp er staðið er það ekki eitthvað sem að við flest viljum vera án þó að það geti hentað okkur í einhverjum skammtíma átökum að beita þessu viðkvæma fjöreggi í eigin þágu.


mbl.is Benda á rétt barna til feðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband