Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Virkjum meðan hægt er

Það á að virkja allt sem hægt er að virkja meðan hægt er og nýta aflið í þágu þjóðarinnar til að skapa betri lífskjör. Við megum ekki gleyma því að allir þessir fossar eru ekki óbreytanlegir þeir grafa sig inn í landið með mismiklum hraða og einn dagin geta þeir verið horfnir. Svo virkjum þá meðan tækifæri er til þess ekki satt


Sanngjörn refsing

Ef hægt er að segja svoleiðis er réttlátast að dæme þau til að búa é elliheimilinu og annast konuna til æviloka hennar
mbl.is Sjö dæmd fyrir morðtilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú hækkar bensín

Athyglisverð frétt í kvöld olíufélögin að boða verðhækkun á olíu sem að varla lækkaði nokkuð. Nú er það gengið sem er þeim óhagstætt líka. EN hvernig er með innkaupin ef að þeir miða við verð dagsins afhverju er miðað við hæsta verð eru þeir ekki með innkaupastjóra sem hlýtur þá að kaupa þegar verðið er í lægsta gildi dagsins. Eða er keypt á lægsta gildinu og síðan miðað við hágildi þegar er verðlagt kannski ætti að skipta um innkaupastjóra.
mbl.is Olíuverð lækkar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáráðleiki forsjárhyggjunar

Það má ekki flengja börn það má ekki bíta börn það má ekki taka í öxlina á börnum en það má gefa þeim ritalin. Ekki veit ég hvað er rétt og hvað er rangt en ég veit þó að um miðbik síðustu aldar þótti lítilli frænku minni gott að bíta í leiksystkini sín til að árétta mál sitt eftir langan tíma með fortölum og ábendingum fannst móðurinni nóg komið og sýndi barninu hvað bit er með því að bíta það þegar það beit. Samkvæmt munnmælasögum ættarinnar var bit ekki vandamál á þeim bæ eftir það. Barnið áttaði sig á að það var að valda öðrum sársauka og lét af hegðuninni. Ég er ekki að tala um að bíta stykki úr einhverjum heldur að reyna að sína einstaklingnum fram á að þetta er rangt og stundum þarf að grípa til örþrifa ráða til að rjúfa svona hegðun. Það að dæma manneskju í fimm mánaða fangelsi frá börnum sínum vegna þess að hún er að reyna að rjúfa vítahring áráttuhegðunar er eins forsjárhyggjulegt eins og mögulegt er og eflaust framkvæmd af þeim snillingum sem að berja sér síðan á brjóst og tala hæst um vanhæfa foreldra sem að ali upp agalausan lýð. Börn læra með reynslu þau stinga lykli i innstungu og fá straum þá heitir innstungan bzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz og er hættuleg og hægt er að venja þau af ýmsum ósiðum á eftir með að segja ó ó þetta er bzzzzzzzzzzzzz. Við segjum líka ó ó heitt heitt vegna hvers jú barnið hefur snert heitan hlut og komist að því að það er vont og betra að passa sig. Við lærum öll af reynslu og hún getur verið sársaukafull þess vegna reyna foreldrar að hlífa börnum sínum við svoleiðis reynslu að bíta annað barn getur verið stórhættulegt og veldur auk þess miklum sársauka svo að ef það að sýna barninu orsök og afleiðingu hjálpar finnst mér það bara hið besta mál. Fjallað var um flengingar fyrir nokkru ef að flenging getur komið í veg fyrir að barn taki upp þá hegðun að hlaupa beint út á götu og læra kannski af sárri reynslu að það er ekki gott að verða fyrir bíl ef að hirting kemur í veg fyrir það finnst mér það bara allt í lagi. Ég er ekki að tala um misþyrmingar heldur aga aga sem veittur er af ástúð og væntum þykju til að forða óvitum frá skaða. Það hefur viðgengist öldum saman að foreldrar hafi haft rétt til að grípa til aðgerða í uppeldi til að leiða einstaklinga á rétta braut sumir hafa misbeitt þeim en mikill meirihluti foreldra skilar börnum sínum út í lífið sem vel hæfum einstaklingum. Og sum okkar voru þannig á æsku árum að það þurfti að taka í öslina á okkur og ég held að þess þurfi enn allavega hef ég ekki heyrt að Kári hafi fundið óþekktar genið enn.
mbl.is Móðir dæmd fyrir að bíta son sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of lítið og of seint

Þetta hefði átt að gera miklu fyrr strax í síðustu bólu þegar hún sprakk átti að gera rástafanir til að það gæti ekki endurtekið sig aftur. Við munum öll De Code og net fyrirtækin nú var það útrásin almenningur hefur ekki tök á því eða þekkingu að fylgjast með hvað er rétt og hvað er rangt í öllu þessu. En ég tel að almenningur eigi heimtingu á að þeir sem að gefa þeim upplýsingar og ráðleggi þeim varðandi hluti eins og ævisparnað séu starfi sínu vaxnir. Sjálfur lét ég undan því eftir miklar fortölur að færa smá hluta af mínum ævisparnaði í hlutabréf eftir miklar ráðleggingar þeirra sem að um þau mál sjá. Vegna vantrúar minnar á þennan ofsagróða var það lítill hluti en það breytir því ekki að ráðgjafi minn var ekki starfi sínu vaxin hennar starf er að gæta peninganna minna á sem bestan hátt. Skildi ég geta höfðað mál? ef hún hefði selt mér þvottavél sem að ekki stóðst væntingar gæti ég það en af því að þetta eru peningar og fjármálageirinn er engin ábyrgur nema ég að vera svona vitlaus. Ég tek fulla ábyrgð á því sem að ég geri og hef nógan tíma til að bíða eftir að þessi niðursveifla gangi yfir. En mér þykir fyrir neðan allar hellur hvernig talað er um fólk sem að tók mark á þessum ráðgjöfum og auglýsingum fjármálafyrirtækjanna að því se nær og verði að sætta sig við að missa alt sitt. Ég er sennilega illa innrættur en ég er ekki sammála ISG um að forsprakkarnir þurfi afvötnun ég vil sjá þá sem bera mesta ábyrgð greiða þjóðinni skuld sína á Brimarhólmi:
mbl.is Auknar heimildir Fjármálaeftirlitsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæri ég orðið komúnisti

Fátt er allavega nær því að gera mig að kommúnista en ályktanir SUS
mbl.is Íhuga beri aðra mynt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn hnýtt i Íbúðalánasjóð

Allar greiningar sem að hafa það innanborðs að leggja Íbúðalánasjóð niður fara beint i ruslið á þessum bæ. Ég vona að við sem þjóð berum gæfu til þess að halda þó því síðasta virki manngæskunnar gangandi um komandi tíma niðjum okkar til gæfu. Því annars er hætt við að niðjar vorir yrðu ekkert annað en hrámeti í græðiskvörn fjármálageirans sem alt mælir í krónum og aurum. Það er þeim krónum og aurum sem að detta í þeirra eigin vasa.
mbl.is Íslendingar öfundsverðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

Kannski að við sjáum þá tíð fljótlega að feður njóti jafnréttis og að forsjárlausir foreldrar fái að segja álit sitt á ættleiðingu barna sinna
mbl.is Heimasíða um jafnréttisfræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það trúir þessu enginn

AA enn eru vondukarlarnir í útlöndum komnir á kreik. Þeir fara alltaf á kreik í kringum 3 mánaða uppgjör bankanna en skrítið. Sorry en við erum hætt að kaupa þetta greiningar raus handbragðið er það sama og í hin fyrri skiptin þetta eru örugglega enn bara innanlandsvandamál
mbl.is Ástæða veikingar krónu kemur erlendis frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er geldur

Ég er alveg steingeldur og hugmyndasnauður í augnablikinu hvar skuli bera niður fjaðurstaf  til að létta á  innri ofsa mínum þessa stundina. Ofsi sem að kemur fram í höfuðþrýstingi sem best er að losa sig við áður en leifarnar af Ike heitnum lækka loftþrýstingin hér á morgun held ég gæti hreinlega sprungið af vonsku ef umhverfis þrýstingur lækkaði til muna. 
Hvers vegna jú mér finnst eins og fáránleikinn og heimskan hafi endanlega yfirtekið allt og ég sé aukaleikari í einhverjum súrrealískum gleðileik skrifuðum af hálfsúrum höfundi japlandi á einhverju sem að ekki er einu sinni búið að finna upp enn.
Hver stjórnvitringurinn á fætur öðrum kemur fram og segir okkur að allt sé í lagi en er varla farin af skjánum áður en að næsta áfall rýður yfir það er engu líkara en að þessir aðilar hafi ekki hugmynd um hver þróunin er. Við skulum ekki gleyma því að það eru þessir aðilar sem að setja lög og reglur og ramma utanum viðskipti og það eru þessir aðilar sem að hafa talað mest fyrir einkavæðingu og frelsi skildi það vera að þeir hafi ekki hugmynd um hvað þeir hafi gert og hafi jafnvel opnað box Pandoru án þess að hafa hugmynd um það.
Það er farið að hvarfla að mér að í raun viti þeir það afskaplega vel og hér sé á ferðinni vel skipulögð aðgerð til að færa pening frá alþýðunni yfir til þeirra sem eru guðunum þóknanlegir hvers vegna tel ég þetta jú það er það sem er að ske fólk sem að ekkert hefur sér til sakar unnið annað en að borga af sínu sér nú að það er komið í sömu stöðu og fyrir fjórum til fimm árum síðan allt sem borgað hefur verið er horfið lánin hafa hækkað og afborganirnar til næstu 20 til 30 ara þetta er ekkert annað en eigna upptaka frá mínum bæjardyrum séð. Svo voga þessir sömu aðilar að horfa í augun á fólki og segja því að þetta sé nú því sjálfu að kenna svona sé að offjárfesta en hvað um okkur sem að ekki offjárfestum.
Fjórða valdið heldur oft fram mikilvægi sínu á tyllidögum en hvar er sjálfstæð greining og skoðun á því sem er í gangi ég verð ekki mikið var við hana en meiri áhugi virðist vera á að fylgjast með hvort amerískar leikkonur gangi í nærbuxum eða ekki og endalausum könnunum hvort að menn vilji evru eða ekki. Getur verið að eigna tengsl og hagsmuna tengsls haldi fjórðavaldinu niðri ekki veit ég en veit þó að það eru merkilegri hlutir í gangi en hvort að einhver lóan þarna úti í hinum stóra heimi hefur trúlofast kynhverfri vinkonu sinni eða ekki. 
Smile  nú er mér mikið léttara Devil enda ekki annað en hægt að brosa að vali sjónvarpsins á lagi eftir  tíu fréttirnar kannski að þar sé komin sú greining sem að ég var að kalla eftir eða hvað á betur við í dag en  gamla góða lagið  You aint see nothing yet ??.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband