Virkjum meðan hægt er

Það á að virkja allt sem hægt er að virkja meðan hægt er og nýta aflið í þágu þjóðarinnar til að skapa betri lífskjör. Við megum ekki gleyma því að allir þessir fossar eru ekki óbreytanlegir þeir grafa sig inn í landið með mismiklum hraða og einn dagin geta þeir verið horfnir. Svo virkjum þá meðan tækifæri er til þess ekki satt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Dúi Björgvinsson

Hvað meinarðu? Hvað höfum við með þessa orku að gera? Væri ekki nær að nýta betur orkuna(td.kárahnjúkavirkjun)?

Hilmar Dúi Björgvinsson, 28.9.2008 kl. 17:44

2 identicon

Það mætti byrja á að skipta um gjafarann, því það er vitlaust gefið!

Hiti og rafmagn á ekki að kosta almenning stórfé, það er eitthvað sem á krepputíma má lækka, enda allur innviður fyrir rafmagnsframleiðslu fyrir almenning, löngu greiddur í topp.

Frekari virkjanir myndu bara kosta okkur meira, því ekki selja þeir þetta á okurverði til auðhringjanna, sem alltaf þurfa að vera erlendir, það er ekki eins og okkar eigin iðnaður fái rafmagn á spotprís, það eru bara alþjóðlegu auðhringirnir, og þess vegna er ég á móti frekari virkjunum, þar til kerfið hefur verið stokkað upp og grundvallaratriði skilgreind.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 17:12

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sennilega les mig enginn :) hélt að eg fengi meiri skammir En það sem að ég var að velta fyrir mér er að í farvegi aldanna hverfa allir þessir fossar fyrir rest og umbreytast í flúðir vegna þess að það er ekkert fast í náttúrunni hún er síbreytileg

Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.9.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband