Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Gleðilega þjóðhátið

Óska sambloggurum og landsmönnum öllum gleðilegrar þjóðhátíðar
Megi þjóð okkarog menning lifa lengi enn.

Svo er timi að skriða í háttinn ekkert að fylgjast með lengur þvi að

Birnan er fallin því fór ver
fraukur setti hljóðar
Til þess þurfti danskan her
og ýmind heillar þjóðar.

 


Stafesta aðgerðaráætlun strax

Það er alltaf sorglegt þegar þarf að aflífa dýr en þetta voru þó betri örlög fyrir birnuna en að lenda sem sirkusapi í dýragarði það eru vond örlög fyrir dýr sem vant er að vera frjálst.
Nú þarf að nýta þessa reynslu og semja einfalda aðgerðaráætlun strax hún þarf ekki að vera flókin Umhverfisráðherra eða ráðfrú tilkynnir að frá þessum degi verði allir ísbirnir sem ganga í land á Íslandi skotnir til verndar íbúum landsins þetta er einfalt og tæki af allan vafa um hvað ber að gera og þarf í raun ekki að hafa langar umræður um það.
Það yrði skelfing ef að ráðist yrði í svona björgunaraðgerðir í hvert sinn sem að björn stígur á land ekki vist að góðhjartaður auðmaður sé alltat til staðar að borga brúsann.
Það er búið að vera ansi athyglisvert að fylgjast með hvernig umræðan hefur verið og oft á tíðum ansi hörð. Ætli einhverjir hafi velt því fyrir sér að á meðan ekki virtist skipta máli hvað miklum peningum væri varið til bjargar birnunni hafa sennilega nokkur hundruð börn dáið úr hungri  vegna fátæktar í heiminum og foreldrar fatlaðra barna sem engin úrræði fá í þjóðfélaginu orðnir enn þreyttari vegna úræðisleysis og fjárskort til að leysa þeirra mál.  Það virðist ekki snerta okkur neitt enda þar á ferðinni meðbræður okkar á jörðinni. Ofangreint tel ég vera eitthvað sem að fólk ætti að hugsa um og líta inn í sjálft sig og spyrja jafnvel hvort að það sé að fogangsraða rétt.
En það er ekki öll nótt úti um að ekki komi eitthvað gott útúr öllu saman  Danirnir varla farnir heim strax gleðskapur í miðbænum í kvöld þannig að eitthvað gott gæti nú komið útúr þessu öllu svona eins og einn tveir húnar.


mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álit annarra

Það er slæmt að tilheyra þjóð sem á í þeim ýmindar vanda að dráp eins til tveggja hvítabjarna geta riðið mannorði hennar að fullu út í hinum stóra heimi. Það er þá ekki mikið álit á okkur fyrir. Mér finnst það til marks um hvað mannskepnan er orðin sjálfhverf og skrítin að Bjössi skuli fá alla þessa umfjöllun. Á mínum yngri árum kom í fréttum að smaladrengur einn sá hvítan hest álengdar þegar betur var þetta var hvítabjörn drengurinn bjargaði sér til bæja, bændur fóru og felldu dýrið af því kom forsíðu mynd í Tímanum málinu var lokið, eðlilegt þótti að koma í veg fyrir að ógn af dýrinu fyrir menn og fénað. Í dag skiptir maðurinn minna máli heldur en afdrif  bjarnarins sem að þegar er búin að valda tjóni á varpi bóndans og heldur honum í gíslingu heima hjá sér og frá verkum sínum á búinu hann sem sagt truflar atvinnu og ferðafrelsi fjölskyldunnar á bænum að mínu mati. 
En ég man ekki betur en að fyrir nokkrum vikum síðan færu menn hamförum á blogginu yfir hópi manna sem að jafnvel var líkt við hryðjuverkamenn. Þeir töfðu fólk á leið til vinnu og gott ef að þeim var ekki óskað eilífrar vistar í víti fyrir að halda fólki frá brýnum erindum og síðan meisaðir. Fáir risu þeim upp til varnar enda náttúrulega bara menn en ekki birnir. Því hlýt ég að álykta að hvítabirnir megi trufla fólk en vörubílstjórar ekki. Hvítabirnir eru því ofar í virðingarstiganum en bílstjórar.
Við erum líka svo sjálfumglöð að við viljum heldur loka dýr sem að hefur alið æfi sina frjálst inni í búri í dýragarði heldur en að sýna því þá mannúð að lóga því, við viljum heldur hafa það sem sýningargrip okkur til ánægju. Því hlýt eg að álykta það er í lagi að pína þá til veru í búrum en það má ekki aflífa þá eins mannúðlega og hægt er.
Það er gott að fjársterkir aðilar vilji leggja björgun Bjössa lið og þá helst koma honum til Grænlands  þessi góðmennska bjargar allavega okkur skattgreiðendum frá kostnaði af þessari arfa vitlausu framkvæmd. Best hefði þó verið að dýraverndunarsamtök hefðu tekið málið að sér á sinn kostnað málið er þeim skildast en ekki hef ég heyrt að tilboð hafi streymt frá þeim heldur bara tillögur um hvað aðrir ættu að gera í málinu sem fær mig til að álykta að skoðanirnar hafi meira forgang en framkvæmdaviljin á þeim bænum.
Það sem að mér finnst  þó áhugaverðast er sá fítonskraftur sem að leiðist úr læðingi og það afl sem rís upp til bjargar og varnar dýrinu. Þetta finnst mér sýna þann forgang sem að fólk hefur orðið í lífinu
Þann 13-6 birtist frétt í morgunblaðinu sem vakti ekki alla þessa athygli. Hér er slóðin á hana. http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/06/13/foreldrar_fatladra_ormagna/
Sjö bloggarar sáu ástæðu til að commenta á þessa grein málefnið vakti ekki mikla athygli og verður löngu gleymt meðan menn verða enn að þrasa um hvort hefði átt að skjóta eða bjarga birninum. Þetta neyðarkall frá móður fatlaðs barns snertir okkur minna heldur en örlög hvítabjarnar.
Ef að þessi staðreynd fær okkur ekki til að staldra við og athuga hvaða álit við höfum á sjálfum okkur, held ég að við getum sofið róleg út af birninum, en ættum kannski að vera andvaka yfir því hvernig við sjálf erum orðin og hvernig við forgangsröðum. Það hlýtur að vera eitthvað að  í veröldinni ef að forgangsröðunin er orðin sú að stórum hluta fólks þyki allt í lagi að eiða peningum í að flytja hvítabjörn aftur til sinna heimkynna meðan við getum ekki leist úr vandamálum fatlaðra einstaklinga af okkar eigin tegund. Eða eru til nógir peningar en vantar bara viljann og hafa bjarnarflutningar meiri pólitískt gildi heldur enn fötluð börn. Ef að nógir peningar eru til þá er þetta ekki vandamál við gerum hvorutveggja en helst vil ég að byrjað yrði á fötluðu börnunum.


mbl.is Erfið aðgerð framundan að Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram jafnrétti (þá fyrir alla)

Gott færi ef hinar gönguglöðu konur myndu minnast forræðislausra feðra og réttinda þeirra á göngunni. Og er það síðan ekki brot á jafnréttislögum að banna öðru kyninu aðgang að göngunni. En er kannski í lagi að brjóta jafnréttislög ef það er í þágu kvenna. Held að það sé skoðun all margra forræðislausra feðra.
mbl.is Konur stefna á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Malið leyst

Látum nátturuverndar sinna fylgjagst með honum og einnig axla ábyrgð á honum en reynsla min af smölun á sauðkindum segir mer að halfu verra hljoti að vera að smala Ísbjörnum og halda þeim kjurum
mbl.is Vill nefna björninn Ófeig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjóta hann eða

Senda Árna Finnsson á staðin og aðra þá sem að vilja svæfa dáleiða eða klappa dýrinu og biðja það vinsamlega um að fara heim aftur. Kannski mætti fá Björk til að syngja fyrir hann?
Látum þessa aðila ljúka málinu sjálfa þannig að við hinir sem að teljum að eigi bara einfaldlega að skjóta kvikindið strax berum engan kostnað að því.
Síðan vil ég spyrja er líf æðarkollurnar minna virði en bjarnarins ???
Er ekki skrítið að dýr í útrýmingar hættu gangi hér á land sem aldrei fyrr er stofninn kannski vanmetinn annað eins hefur nú skeð í náttúrufræðum.
Ekki kenna hnattrænni hlýnun um málið hann myndi leita í norður ef svo væri
Og siðast en ekki sýst hvenær gengu birnir þessir á land þeir skildu þó ekki vera fleiri.

Er möguleiki á að bjarnarhópur hafi gengið á land á norðanverðu landinu og sé nú að valsa um
Skagafjörðinn er ekki komin tími til að fara yfirferð úr lofti áður en að ferðamenn og börn fara að týnast á norðanverðu landinu.

Muna síðan þá staðreynd að á miðri síðustu öld var bjarnarstofninn ca 5000 dýr í dag er hann ca 25 til 27000 dýr honum fjölgar því næstum á sama hraða og mankyninu og ekki erum við talin í útrýmingar hættu sumir telja meira að segja að okkur mætti fækka allnokkuð jörðinni að meinalausu


mbl.is Ísbjörn í æðarvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Háskólar of margir hér á landi

Grein á mbl  fékk mig til að hugsa um allan þann fjölda Háskóla sem að verið að stofna og eru reknir hér á landi og í leið setja það í samhengi við þá staðreynd að við erum að fjölda eins og smábær í Evrópu fegnum varla titilinn borg þó við værum öll á sama stað.
Í greininni er vitnað í rektor Háskóla Íslands og sagt að
"Þrisvar sinnum fleiri vilji nú læra matvæla- og næringarfræði við skólann en áður, tvöfalt fleiri vilja nú læra rafmagns- og tölvuverkfræði. Sextíu og fimm prósent fleiri vilja í hagfræði, fjörtíu prósent í lögfræði, fjörtíu og þrjú prósent í umhverfis og byggingarverkfræði. Mikil aukning sé einnig í aðsókn að sagnfræði og heimspeki og íslensku-og menningardeild"
Ekki er ég á móti menntun en þarf ekki aðeins að stýra þessu í gamla daga fóru menn í Háskóla en líka í iðnskóla vélskóla stýrimannaskóla osvfr. Núna fara örfáir í starfsnám það nám er  umgengist eins og óhreinu börnin hennar Evu.  Og hefur öll þessi aukna menntun bætt heim okkar? Þó að gífurleg fjölgun sé i matvæla og næringarfræði fitnar þjóðin og lætur sér ekki segjast þó að reynt sé að segja henni hvað hún skal éta.  Þó hagfræðingum fjölgi erum við að lenda í mestu kreppu í óralangan tíma sem mun valda hér ómældum þjáningum. Kreppan eykur þó þörfina á lögfræðingum Umhverfis mál eru að verða atvinnugrein þannig að þar myndast störf en með sama áframhaldi held ég að sameina megi sagnfræði og menningardeild því ef svo fer fram sem horfir verður Íslensk menning ekkert annað en sagnfræðilegt viðfangsefni gleymd í fjölmenningar hyggju sem að fæstir virðast vita hvað í raun sé.
Það vantar fólk til starfa í ummönnunargeirum iðnaðargeirum og öðru þar sem verklega þekkingu þarf til að framkvæma það sem að aðrir hugsa. Þetta svið erum við óðum að missa til útlendinga og því ekki langt að bíða að við missum það úr landi hvers vegna ættu framleiðslu fyrirtæki að starfa hér þegar að ekki er lengur til vinnuafl til að vinna við framleiðsluna í raun er mjög stutt í að við höfum ekkert að bjóða hér annað en ódýrt rafmagn til að laða að fyrirtæki vinnuafl til að vinna að framleiðslunni er stutt í að verði ekki til nema þá til stjórnunarstarfa og þó að við séum best í heimi eru til vel hæfir stjórnendur af öðrum þjóðernum. 
Til að bæta lífsgæði þarf að framleiða það sem að aðrir þróa, skapa áþreifanleg verðmæti ekki glópagull.  Okkur er því lífsnauðsyn að efla nú þegar iðnnám og annað starfsnám og gera starfskiliðri í þeim greinum þannig að fólk vilji vinna við að búa til eitthvað en allir streymi ekki í draumaveröldina þar sem allir eru keisarar í nýjum fötum þó að kannski komi í ljós seinna að þeir eru margir í raun hálfnaktir.
Við sem að enn störfum á þessum sviðum þurfum að vinna í því að hefja þessi störf og þessa menntun aftur til þeirrar virðingar sem þeim ber það mun skila sér til baka í fjölbreyttara og sterkara þjóðfélagi.

Getur verið að hin mikla áhersla á bóknám hér á landi sé vegna þess að það er mun ódýrar að útskrifa fólk úr bóknámi en verknámi ég hef heyrt þá kenningu og vel getur verið að hún sé sönn en er það þjóðhagslega hagkvæmt.


Forræðissvifting

Flestum finnst að það eigi að svipta foreldra sem að vanrækja börnin sín foræðinu yfir þeim og trúa því að þeim sé betur borgið í annarra höndum þegar svo stendur á. En hvað á að gera við ríkisstjórn sem að vanrækir börnin sín virðir þau ekki viðlits er hrokafull í garð þeirra er aldrei heima til að hugga þau á erfiðum tímum og vill heldur lyfta glösum í erlendum veislusölum heldur en að róa heimilisfólk sitt sem er þjóðin. Ætti bara ekki að fara að huga að forræðissviptingu og nýjum uppalendum?


Verður sett örflaga í okkur

Það skildi þó ekki vera sannleiks korn í þessu bloggi sem að ég leyfi mér að benda á hér http://gullvagninn.blog.is/blog/hin_nyja_heimsyn/entry/567600/

Hjartahlýir Skagamenn

"Varðandi óánægju sem kom upp í vor vegna tillögunnar um að taka á móti flóttamönnum segir Gísli að misskilningi hafi verið komið á og verið að blanda saman félagslegri þjónustu og móttöku flóttamanna en það væri alveg sitt hvað. „Við höfum nægjanlegt hjartarými og vilja til að styðja fólk sem á bágt. Það er líka okkar von að með tímanum verði þau sem hingað koma eins og við hinir Akranesingarnir" Segir Gísli S Einarsson á Skaganum.
Þetta er gott að heyra og hlýtur að þýða það að bið eftir félagslegum úrræðum á Akranesi heyri brátt sögunni til eða er það ekki?
mbl.is Tillaga komin að Akraneshópnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband