Stafesta aðgerðaráætlun strax

Það er alltaf sorglegt þegar þarf að aflífa dýr en þetta voru þó betri örlög fyrir birnuna en að lenda sem sirkusapi í dýragarði það eru vond örlög fyrir dýr sem vant er að vera frjálst.
Nú þarf að nýta þessa reynslu og semja einfalda aðgerðaráætlun strax hún þarf ekki að vera flókin Umhverfisráðherra eða ráðfrú tilkynnir að frá þessum degi verði allir ísbirnir sem ganga í land á Íslandi skotnir til verndar íbúum landsins þetta er einfalt og tæki af allan vafa um hvað ber að gera og þarf í raun ekki að hafa langar umræður um það.
Það yrði skelfing ef að ráðist yrði í svona björgunaraðgerðir í hvert sinn sem að björn stígur á land ekki vist að góðhjartaður auðmaður sé alltat til staðar að borga brúsann.
Það er búið að vera ansi athyglisvert að fylgjast með hvernig umræðan hefur verið og oft á tíðum ansi hörð. Ætli einhverjir hafi velt því fyrir sér að á meðan ekki virtist skipta máli hvað miklum peningum væri varið til bjargar birnunni hafa sennilega nokkur hundruð börn dáið úr hungri  vegna fátæktar í heiminum og foreldrar fatlaðra barna sem engin úrræði fá í þjóðfélaginu orðnir enn þreyttari vegna úræðisleysis og fjárskort til að leysa þeirra mál.  Það virðist ekki snerta okkur neitt enda þar á ferðinni meðbræður okkar á jörðinni. Ofangreint tel ég vera eitthvað sem að fólk ætti að hugsa um og líta inn í sjálft sig og spyrja jafnvel hvort að það sé að fogangsraða rétt.
En það er ekki öll nótt úti um að ekki komi eitthvað gott útúr öllu saman  Danirnir varla farnir heim strax gleðskapur í miðbænum í kvöld þannig að eitthvað gott gæti nú komið útúr þessu öllu svona eins og einn tveir húnar.


mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er mikið drama.

Sigurjón Þórðarson, 17.6.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband