Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Búið og þó fyrr hefði verið

Nú þurfum við ekki lengur að horfa upp á tárvota karlmenn keppa í dettingum með tilþrifum togandi í buxur og boli hvors annars eða klifra upp á axlirnar á hvor öðrum svona nokkurskonar dýragarðshegðun. Nú getum við aftur unað okkur við fréttirnar ekki það að þær séu svo merkiligar heldur var ég bara orðin vanur því að sofa við þær og endað kvöldblundin yfir sænku drama eða dýralífsmynd með Attenboroug. Mikið var.
Auk þess hélt ég með Þýskalandi. Wizard
mbl.is Spánn Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er umhverfið æðra manninum?

Árið er óvist ártal í ekkert svo fjarlægri fortíð árið sem að mannfólkið ákvað að náttúran skildi njóta vafans og ekki skildi byggja upp neitt sem að eyðilegði óspjallaða náttúru. Því sit ég núna og skrifa þetta með fjöðurstaf í döpru skini grútarlampa í köldum torfkofa. Nágranni minn kona hans og elsti sonur dóu öll úr hvítadauða á vormánuðum meira en helmingur fæddra barna í hreppnum lést úr mislingum hettusótt barnaveiki og kíghósta. Svo hefur lömunarveikin tekið sinn toll í sveitinni. Vistabandið heldur enn og menn eru almennt háðir því að haustskipin komi til að möguleiki sé að tóra veturinn. En við getum glaðst yfir því að árnar renna enn óbeislaðar og hamla allri umferð um landið og stelkurinn syngur í óframræstum mýrunum guði til dýrðar.

Árið er eitthvað óvist ártal í ekkert svo fjarlægri fortíð. Þetta er árið sem að þeir sem vildu sækja fram jafnvel þó að náttúran og umhverfið myndi breytast unnu sigur fyrir sitt málefni. Því rita ég þessa stafi á tölvu umkringdur skjannabjörtum rafljósum með hitaveitu í húsinu. Til er fólk sem veit ekki lengur hvað hvíti dauði var barnadauði er með því minnsta sem gerist vistaband og takmarkaðir flutningar heyra sögunni til. Þetta hefur þó kostað það að mýrar hafa verið ræstar fram og ár beislaðar stóriðju komið á fót ásýnd landsins hefur breyst.

Ég er ekki í vafa um það hvorum flokknum ég tilheyri og ekki heldur í vafa um hvorum flokknum flestir myndu tilheyra ef þeir hefðu fundið fortíðina á eigin skinni.


Skildi þetta vera tilfellið

Heyrði athyglisverða tilgátu í dag Það eru uppi grunsemdir um að bankarnir hafi fiktað í genginu sér til hagsbóta og sýnist sitt hverjum og ég ætla ekki að dæma um það. En svo hækkar gengið í dag og afhverju jú viðmælandi minn hafði það á hreinu sko nú er að koma að þeim degi sem að verðbætur eru reiknaðar á okkur sem eigum innistæðurnar þannig að gengið hækkar og þá minnka verðbæturnar sem þarf að borga sjáðu bara til eftir mánaðarmótin þá lækkar það aftur. Getur þetta verið nú ætla ég að fylgjast með hvort að ferlið er svona 
mbl.is Krónan styrktist um 4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vestjörðum bjargað.

Mér finnst þetta nú of rýrt til að geta flokkast undir átaksverkefni til bjargar atvinnulífi á Vestfjörðum eða kannski var vandin bara ekki stærri
mbl.is Sérverkefni í útlendingamálum unnin á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausn á vandanum við orkugeymslu

Aðalvandin við geymslu orku til notkunar á rafbílum er rýmd rafhlaðana En afhverju einfaldlega ekki að hugsa málið útfrá öðrum fleti. Afhverju ekki að nota svipað kerfi og sporvagnar það er rafleiðara með helstu vegum þessir rafleiðarar knýja síðan  afram rafbílana og hlaða um leið inn á rafgeyma þeirra þannig að þegar komið er að minni vegum heldur bíllinn frá akbrautinni með fullan geymi sem að gæti tildæmis dugað í 100 - 150 km jafnvel minna. Þvi að það má reikna með þvi að a keyrslunni frá aðalvegi til baka aftur á aðalveg sé tækifæri til að hlaða bílinn. Þetta gæfi einnig möguleika á hraðastjórnun frammúrakstur yrði úr sögunni allir færu einfaldlega áfram á sama hraða með sama bili á milli bíla. Svo þegar kemur að þeirri frárein sem að á að nota til að fara af veginum er bara ýtt á takka og tenging bílsins við netið rofnar og rafmótorin tekur við.

Hversvegna

Ríkistjórnin grípur til aðgerða til að hækka gengið en það fellur samt 
Ríkisstjórnin breytir Íbúðalánasjóð til að laga gengið sumir bankar fara í fýlu og viti menn gengið fellur aftur og nú enn meir. 
Gæti verið að þetta séu viðskiptabankarnir að þvinga ríkistjórnina til að gera eins og þeir vilja eða eru þetta þeir að laga bókhaldið. Ég veit ekkert um þetta enda vinn ég ekki hjá greiningardeild neins en eitt gætum við þó gert til að einfalda málið það er að lata hendingu ráða og velja nú mörg saman einn aðila til að hætta viðskiptum við og taka út peninginn þaðan. Auðvitað myndi hrikta í öllu en er það bara ekki allt í lagi held að flestum sem að nú róa lífróður væri bara slétt sama þó að eins og ein fjármálastofnun fylgdi þeim niður. 
Maður kaupir hús og reiknar allt rétt miðað við þær forsendur sem að gefnar eru. Nú breytast forsendur og maður missir hús og verður gjaldþrota hann átti náttúrulega að vita betur segja fræðingarnir.
En er þá ekki sanngjarnt ef banki verður gjaldþrota að stjórnendur og aðrir ábyrgir aðilar fylgi með í pottinn.  
Og að lokum ef að það eru einhverjir sem að vinna á móti ríkisstjórn Íslands og þjóðinni eru þeir þá ekki landráða menn?  
Gengi er ekki lífvera og breytist ekki nema að mannleg öfl komi þar að en hver tilgangur aflana er skil ég ekki alveg nema það að ég er allviss um að  græðgi og gróðafíkn spila þar inní en þær lágu frumhvatir mannsinns virðast í hávegum hafðar á þessari öld.

 

 


mbl.is Gengi krónunnar í sögulegu lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bensínsparnaður

Nú skiptir hver líter í eyðslu máli og snertir vel við buddunni. Til að minka eyðsluna hafa menn bent á svokallaðan vistakstur eða þá bara að keyra minna en svo eru líka á markaði ótal efni sem að eiga að draga úr eyðslu. Ég sjálfur er á frekar eyðslugrönnum og vistvænum bíl eins og sést í myndaalbúminu en lengi má gott bæta og ég hef síðasta árið notað á hann bætiefni í pilluformi sem að hefur skilað mér sparnaði þannig að ég tek eftir því. Því leyfi ég mér að benda hérna á þessa slóð http://www.framtak.is/Framtak_pronor.html  Því að það skiptir fólk miklu máli að geta dregið úr eyðslu. En ég bendi líka á að það er bensínfóturinn sem að skiptir mestu máli þegar draga skal úr eyðslu. Ég tek fram að ég vinn hjá umrættu fyrirtæki en sú staðreynd ætti ekki að fæla fólk frá því að kynna sér málið. Það munar um hverja krónu á þessum tímum


Ofbeldisfullar Konur

Getur það haft áhrif að hér er kona að misþyrma karlkyns barni sínu getur það haft áhrif að hér er um að ræða tvær konur sem búa saman Ekki veit ég það en hitt finnst mér athyglisvert að ekki séu komin ca 30 - 40 blogg  þar sem að útlistaðar eru þær refsingar sem brotamanneskja ætti að fá.
Reyndar hafa komið upp mál undanfarið þar sem að börnum er misþyrmt og gerandinn er kvenkyns og það er sama sagan það ríkir hálfgerð þögn um blogg heima. Skildi vera að fólk geri greinarmun á afbrotum og að hreint ofbeldi sé fyrirgefið svo lengi sem að það er ekki kynferðislegt og að gerður sé greinarmunur á kyni geranda. 

Hvernig væri umræðan núna ef fyrirsögnin væri  Karlmaður þvingar barn sitt til að sitja í þvagi og saur milli þess sem að hann steikir það á eldavélinni '


mbl.is Móðir misþyrmdi fimm ára syni sínum skelfilega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvískinnungur

Bani maður annari manneskju er hann morðingi myrði hann nokkrar telst hann fjöldamorðingi og sé  um helling að ræða þá er verknaðurinn glæpur gegn mannkyni. Þetta á við ef notað er vopn til verknaðarins það er beitt afli og höndum til að framkvæma verknaðinn. Yfir þetta ná síðan lög og sá brotlegi yrði dæmdur til dauða eða eilífrar fangelsisvistar.
En myndi hann valda því með framvirkum samningum að matvæli hækkuðu í verði nýta síðan fjölmiðla í áróður til að hækka þau enn meira og gera fleiri framvirka samninga og mynda með því gervi eftirspurn þannig að verð rýkur upp, þusundir manna komast á vonavöl og deyja þá er hann fjárfestir buisness maður útrásarvíkingur eða hvað sem að það heitir og afleiðingarnar ekki dómur og aftaka heldur virðing lotning og tilbeiðsla. 

Er þetta ekki eitthvað skrítið og öfugsnúið er um við kannski ekkert að sigla inn í öld upplýsingartækni heldur bara þá gömlu góðu nú grímulausari en nokkurn tíman áður það er öld Midasar og Mammons. Og ekki er sama Jón og Séra Jón


Ég er saklaus

Ég er búin að fá upp í kok af því að heyra það í hverjum einasta fréttatíma að ég sé sekur um það að hafa steypt hér öllu í glötun og að ég verði að breyta mér hætta að eyða og gerast betri maður.
Ég hef ekki breytt neinu í mínu lífi undanfarin 50 ár ekki tekið erlend lán ekki skuldbreytt ekki stundað utanlandsferðir flest húsgögnin mín eru notuð nota ekki yfirdráttinn minn en ég viðurkenni það að ég kaupi mér stundum hlaup á laugardögum.
Landsmönnum er ekki bjóðandi upp á þennan málflutning við kusum stjórnvöld sem að við ætlumst til að vinni vinnuna sína eða segi störfum sínum lausum ef þeir treysta sér ekki til þess. Þeim af oss sem að misstigu sig á ljúfu brautinni eiga landfeðurnir að sjá sóma sinn í að skamma og reina síðan að mýkja lendinguna og bjarga þeim sem hægt er að bjarga en hjálpa hinum að komast aftur á réttan kjöl í framtíðinni. Sömu landsfeður eiga síðan að tukta til refina sem að gerðu allt vitlaust i hænsnabúinu í eigin hagsmuna skyni. Ég fyrir mitt leiti og vona að ég tali þar fyrir hönd flestra sem eru í sömu aðstöðu get ekki sætt mig við að vera útmálaður sem einhver glæpamaður sem að hafi sett heilt þjóðfélag á hausinn ég tel glæpamennina vera þá sem að með leik sínum og myndun verðmæta sem ekkert voru nema pappír ollu því að afborgun mín af húsnæðinu hefur hækkað um meira en hálfan tug þúsunda þeir ollu því einnig að allt sem að ég hef borgað síðan 2003 er gufað upp á örfáum mánuðum. Ég og mínir líka erum ekki áskrifendur af laununum okkar við erum ekki sjálftökufólk um kjör lífsafkoma okkar er ekki tryggð með bæði belti og axlaböndum ég vona að ég mæli fyrir munn margra þegar ég segi NU ER KOMIÐ NÓG.
Við viljum sjá aðgerðir strax en ekki pælingar og aðgerðir sem eru fólgnar í einhverju öðru en að berja alltaf á sama fólkinu fólkinu sem í fæstum tilfellum á sök á vandanum en þarf alltaf að borga sukkið.

Og já ég skal leggja mitt á vogaskálina og hætta að kaupa hlaup á laugardögum .

PS
Ansi athyglisvert i speglinum í kvöld ég gat ekki annað en hugsað að nú væri áróðurinn um að allt færi til fjandans að bíta í skottið á sér. Fyrst var talað við konu sem er sérfræðingur í spillingu sú góða kona segir að vogunarsjóðir og peningamenn séu að sprengja upp olíuverð til að græða og þetta sé bara bóla sem muni hjaðna. Mjög trúverðug kona og vissi greinilega hvað hún var að tala um.
Næsta atriði í speglinum var það að olian væri að verða búin verð mundi aldrei lækka og allt væri að fara til fjandans
Megum við almúgin endilega fara framm á það að áróðurinn sem er troðið í okkur sé að minnstakosti einsleitur svo að við ruglumst ekki á rétttrúnaðinum.

 

 

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband