Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Stripp eykur athygli

Mér fannst hálf komiskt að sjá dómsmálaráðuneytið skúrað það hvarflaði að mér að það hefði verið mikilfenglegt ef að þessar vösku konur myndu nú skera upp sömu herör á móti dópsölum og skúra þá af götum bæjarinns. Ég er á móti mannsali en ég er líka á móti því að hægt sé að stunda sölumennsku sem að banar fjölda mæðra á innan við ári það þarf að gera eitthvað og það strax. Fólk er orðið hrætt við að þrifa garða sína hrætt við að stinga sig á nálum neysla fer hraðvaxandi lifrarbólga eykst en bloggheimar fara ekki á límingunum yfir því í heild er þjóðfélagið alveg ótrúlega rólegt yfir þessu hefðu þessar ungu konur dáið úr flensu alnæmi eða berklum væri litið á þetta sem faraldur og gleymum því ekki að í fréttum hefur bara verið talað um mæður hvað hafa margir aðrir fallið fyrir þessum vágesti á þessum tíma. Mér finnst þessi mál fá ótrúlega litla athygli og viðbrögð við skulum ekki gleyma þvi að við erum rétt rúm 300 000 og búum á eyju það ætti að vera hægt að hreinsa þetta út allavega að minnka það mjög mikið og halda því niðri. Þetta er eins brýnt baráttu mál eins og að banna kjöltudans en kannski ekki eins áhorfs og auglýsingavænt.

Væri fróðlegt að vita

Hvort að Fitch noti sömu greiningartól og Modys og stundi eins öflugt innra eftirlit eins og þeir. Sjá frétt  i mbl frá 21/5 þar sem meðal annars segir
" frétt birtist í breska viðskiptablaðinu Financial Times í dag um að  Moody's hefði leynt því  að villa í tölvuforriti olli því að tilteknir afleiðusamningar fengu árið 2006 hæstu lánshæfiseinkunn en einkunnin hefði með réttu átt að vera mun lægri"
Eigum við að trúa þessum fyrirtækjum sem að yfirleitt spá að það sem þegar hefur skeð hafi skeð og eru í raun óáreiðanlegri en veðurspá ég mæli með því að ef að það verði skorið niður verði skorið niður í spádeildunum og fjölgað í deildum sem að stunda mannlega skynsemi. Ef einhver er að furða sig á því hvað ég á við má nefna spádóma um íbúðaverð sem dæmi Það hefur hver einasti vitiborinn Íslendingur gert sér grein fyrir því í langan tíma að verð muni falla og falla mikið en það hefur verið þangað til nýlega hulið allmjög fyrir fræðingum hið gamla lögmál.
What goes up must come down.

Goða helgi


mbl.is Gagnrýninn tónn í skýrslu Fitch um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dylan í nýju ljósi

Er að horfa á Dylan í sjónvarpinu og enduruppgötva hve mikill listamaður hann er í raun alveg magnaður tappi. Allt að því Da Vinci okkar kynslóðar


Ósatt? Eða beita konur ofbeldi?

Athyglisvert hvað þessi frétt er með fáar athugasemdir ef að fyrirsögnin hefði verið karlmenn beita ofbeldi tel ég að hér myndi vera all miklu líflegra. Sennilega hverfur þessi könnun fljótt því að það má ekki hreyfa við hinni stöðluðu ýmind en fyrir áhugasama gæti verið fróðlegt að kikja á
http://www.batteredmen.com/batrcan.htm athugið að línuritin birtast vinstra megin þegar rennt er yfir þau .
Og þetta en það er skrifað af Erin Pizzey sem að stofnaði fyrsta nútima kvennaathvarfið í Chiswick UK.  http://www.batteredmen.com/pizzey.htm
Svo þetta http://www.batteredmen.com/batemerg.htm   Og að lokum http://www.sheridanhill.com/batteredmen.html  En  hér segir meðal annars
"In May, 2000, the Justice Department loudly announced the good news about domestic violence: in the years 1993 and 1998, the rate at which American women were attacked or threatened by loved ones (husbands, boyfriends, girlfriends) declined 21 percent. The Associated Press stories buried the statistics for men: the number of men who were attacked by wives or girlfriends remained stable, with 160,000 attacks both years.
The good news in the new Justice Department stats is this: Women may be attacking their men as much as ever, but they are apparently less successful at actually killing them: the number of men killed by wives or girlfriends declined 60 percent from 1976 through 1998, representing a steady 4% decline each year

Kannski er eitthvað til í þessari könnun kannski ekki en kannski mætti prófa að velta við eins og einum steini og rannsaka þetta hér aðeins annað eins er nú rannsakað.

 


mbl.is Karlar fórnarlömb heimilisofbeldis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef draga skal saman umfang

Er best að skera þar sem mest fitan er því ráðlegg ég Glitnismönnum að skera ofanfrá og niður þá þarf að segja mun færri upp og menn verða ekki eins sorgbitnir yfir því að þurfa að segja svo mörgum upp. Svo má líka leiða líkur að því að ástæða þess að segja þarf upp fólki sé skamsýni þeirra sem hærra eru settir en ekki þeirra sem þjónusta hin almenna borgara


mbl.is Umfang uppsagna kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættur að versla hjá N1

N1 er samkvæmt fréttum yfirleitt fljótast til að hækka verð svo að nú greiði ég persónulega atkvæði mitt með fótunum og versæa þar ekki meir og skora á aðra að gera slíkt hið sama.

 


mbl.is Verðhækkun hjá N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áróðurstríð stjórnvalda

Ég mæli með því að þegar fréttir að þessum toga eru birtar sé einnig borið saman tímakaup milli landana. Það er ekki gert mikið af því enda hentar það ekki nú eftir gengisfallið að bera saman tímakaupið hætt við að það myndi urra í verkalýðnum. En það er hjakkað á bensínverðinu enda hentar það til að stappa á lýðnum.

DKK fyrir þjófnað aldarinnar miðvikudag fyrir páska ca 12 til 12,5 kr ISK þannig að ef Íslensk alþýða hefði ekki verið tekin ósmurð væri bensín 11,28 X 13 ca = 146 ISK

Það má líka benda á það að frá því um miðjan apríl hefur tímakaup í Danmörk hækkað 30% miðað við Ísland það er í Íslenskum krónum auðvitað.


mbl.is Danmerkurmet í bensínverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að lokinni langri helgi

Kemur aftur vinnudagur ekki satt. Við hefjum vinnuvikuna með gengið í sögulegu lágmarki eftir 5 krónu hækkun á evru í síðustu viku skildu það hafa verði Bjarnar bófarnir amerísku eða okkar innlendu Kasper Jesper og Jónatann sem að ollu því. Þjóðin er allavega orðin svo freðin að þetta vakti ekki athygli. Ingibjörg okkar friðar okkur jú með því að ætla að taka til baka elliæra frumvarpið um sérstyrkta elliæra fyrrverandi ráðamenn þjóðarinnar og við pöpullin vætum brækur okkar í hrifningu yfir stjórnviskunni. Ein af gjallarpípum Midasargeirans hélt en eina töluna um hvernig Íbúðalánasjóður hefði komið okkur á kaldan klaka í síðustu viku en hann minntist ekki á að yfirgnæfandi hluti af gróða bankanna er vegna gengismunar það skildi þó ekki vera að eftir allt hafi aldrei verið neinir Bjarnarbófar sem að réðust á okkur. Við getum þó huggað okkur við eitt eldsneyti er mikið dýrara alstaðar en hér að vísu gleymist að segja okkur að það er eftir að verðgildi krónu var minkað úr 87 kr per evru niður i 122 kronur per evru VIð getum þvi sennilega glaðst fljótlega yfir því að matarverð sé ódýrast í heimi her lika bara að fella krónuna nógu vel og þá er það í höfn tímabundið. Og svona áður en vinnugallinn skellur í vélina þá hefur krónu ræfilinn ekkert að gera með það hvort hún er ónýt eða ekki það eru mannanna verk sem að stjórna því og kenna síðan dauðum hlut um. Ég vil halda í krónuna mína þó að það sé bæði búið að misþyrma henni og misnota öðru máli gildir um hvort ég vilji halda í gerendurna

Vona að þið hafið átt góða Hvítasunnuhelgi


Skemtileg fyrirsögn

 Skildu bænaköll vera bilun i hugbúnaði eða svona bænir bara yfirleitt. Best að passa sinn eigin hugbúnað
mbl.is Bilun í hugbúnaði kveikti á bænakalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ég vopnaður

Allavega er ég alltaf með úðabrúsa og kveikjara í bílnum hjá mér.  En ég er ekki með piparúða og skjöld. ?
mbl.is Það sem gerðist var óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband