Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Vill lögreglan vopnast

Landsþing Landsambands lögreglumanna krefst þess að öllum lögreglumönnum verði útvegað Taservaldbeitingatæki  sem allra fyrst i greinargerð með tillögunni segir " að það sé óþarfi að teygja málið frekar með skoðunum því lögreglumenn skaðist daglega við skyldustörf sín segir í fréttablaðinu í dag. Þetta vekur með mér spurningar um hvert Íslensk löggæsla stefnir. Það er vitað mál að það hafa orðið hundruð dauðsfalla þar sem að Taser hefur komið við sögu og ef að grunur léki á að lyf hefði svipaðar aukaverkanir væri það tekið strax af markaði. Svo er annað Taser er markaðasettur til að koma í staðin fyrir skotvopn þar sem þess er þörf í hvað mörgum tilfellum árlega er skotvopna þörf hjá Íslenskri löggæslu eða á kannski að fara að nota hann ef fólk er tregt til samvinnu eins og var gert í eftirfarandi tilfelli.

"Tasersbecame an integral police tool largely on the strength of the argument that authorities ought to be able to restrain someone without having to shoot them to do it. The news today that five state troopers were involved somehow in using tasers on a driverwho was combative in New Brighton, though rare in these parts, is an incident that may well be added to a growing list of deaths by Taser. The Fridley man was pronounced dead at the hospital. It hasn't been determined if the tasering was the reason" 

Hér er tengill frá Amnesty sem fjallar um aukningu dauðsfalla af völdum Taser notkunar http://www.amnesty.org.uk/news_details.asp?NewsID=16906 og vilji menn fræðast betur mæli ég með því að skrifa Death toll because use of taser í Google gluggann.

http://mostlywater.org/police_limit_use_tasers  Hér er tilkynning um að Kanadiskalögreglan takmarki notkun Taser allir þeir sem sáu andlát pólverjans á netinu geta ýmindað sér afhverju.

Það væri stórt skref afturábak að vopna hvern einasta lögreglumann með taser og ef það er vilji fyrir því afhverju ekki að vopna þá með skammbyssum. Það er vitað að byssa drepur þannig að menn hugsa sig tvisvar um áður en hún er notuð Varðandi Taser þá virðast vera í gangi hártoganir um það hvort að hann valdi dauða eða hvort þeir sem dáið hafa hefðu hvort eð er sennilega dáið einhvern tíman í náinni framtíð. Lögregla notar því Taser af meira gáleysi. Og að lokum tel ég að lögreglunni yrði enginn greiði gerður með því þessari aðgerð. Hvaða álit hefur almenningur á löggæslu sem að kannski fyrir slysni verður 2 til 3 einstaklingum að aldurtila árlega. Það er lögreglunni mikilvægast að njóta stuðnings borgaranna og hann fær hún ekki með Taser eða piparúða og vígbúnaði upp við Rauðavatn. Einnig má alls ekki gleyma þeim lögreglumönnum sem yrðu fyrir því að verða valdir að dauða einstaklinga fyrir slysni bara með þvi að nota búnað sem að þeim er fengin i hendur ég vil engum það að þurfa að bera þá birgði. Ef að þarf Taser þá á sérsveitin að vera með hann en ekki hinn almenni lögreglumaður þegar notkun hans er þörf þá er ástandið þannig að það er komin tími á að nota sérsveitina.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband