Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
26.10.2008 | 14:53
Verkalýðshreifingin og lífeyrissjóðir.
![]() |
Kynna stöðu sjóðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2008 | 14:47
Gera fánabrennur gagn
![]() |
Þögn ráðamanna mótmælt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2008 | 14:24
Átti að leyfa Illuga að klára
![]() |
Óheppilegt að þingmenn stýri sjóðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2008 | 22:15
ESB um ESB frá ESB til ?
Held að Samfylkingin sé að ganga af göflunum það er ekki einu sinni búið að ná hnífnum sem Bretarnir stungu í bakið á okkur úr sárinu en Samfó vill ólm upp í rúm hjá Gordon og hefur hann þó sýnt sitt rétta eðli. Til að taka upp evru þurfum við að skapa þær aðstæður hér að það sé hægt og ef við getum það þá þurfum við ekki evru. Við getum alveg staðið ein við fórum offari núna eins og kýr á vordegi en við erum reynslunni ríkari. Stærri þjóðir en við höfum verið niðurlægðar Bretar áttu sitt Dunkirk til dæmis en þá er að bíta í skjaldarrendur og koma tvíefldir til baka. Mannorð okkar og traust er eyðilagt segið þið en hvað kemur mannorð og traust við peningum ég get ekki séð að það þrennt eigi samleið fé sækir þangað sem gróða er von og við eigum als ekki að hætta að byggja upp fjármálakerfi aftur bara að gera það rétt núna og sem Íslendingar. Og vitið til að ef vel tekst til treysta okkur allir í þessum bransa er nefnilega gróðavonin sem ræður og langtíma minni er ekki mikið. Við erum rúmlega 300.000 með gjöfulustu fiskimið í heimi ef rétt væri á málum haldið við erum með óhemju ónýttar orkulindir ef að mæti nýta þær jafnvel olíu á næstu grösum og eina fallegustu náttúru jarðar. Þetta vilja menn setja á silfurfati til Brussel og afsala sér yfirráða réttinum yfir því og lát það renna til að jafna út lífskjör miljóna manna og gera okkur að bónbjargar mönnum undir Brussel valdinu. Ég er þeirrar skoðunar að ASI hafi brotið á rétti fjölmargra félagsmanna sinna með ESB yfirlýsingu sinni ASI eru samtök verkafólks óháð pólitísku argaþrasi og eiga eingöngu að standa vörð um hag verkafólks og það er ekki gert með inngöngu i ESB. Þeir sem hafa orðið fyrir barðinu á innflutningi erlends vinnuafls og standa nú ver en aðrir í upphafi kreppunnar vegna þess að launum hefur verið haldið niðri vita það. Það eru ekki allir Íslendingar sem eiga von á starfi eða vilja naga blýanta í Brussel sum okkar skömmumst okkar ekkert fyrir að vinna í framleiðslu og iðnaðarstörfum í frjálsu og óháðu Íslandi. Mér finnst það vera forustu Samfylkingarinnar til skammar að meðan verið er að róa á fullu til að bjarga því sem bjargað verður styður hún mótmæli gegn stjórninni og um leið sjálfri sér ég get allavega ekki túlkað ræðu Jóns Baldvins í dag á annan veg þegar hún er sett í samband við þann fögnuð sem að orð hans vöktu á fundi Samfylkingarinnar eins og greint var frá í fréttum hann kennir stjörnvöldum um hvað hefur skeð og 50% stjórnvalda eru jú Samfylkinginn og samkvæmt fréttum má ætla að Jón Baldvin sé einn af máttarstólpum Samfylkingarinnar. Síðan mátti sjá Dag á myndum frá mótmælunum líka en það er kannski best að vera alltaf báðu megin þá hefur maður ekki rangt fyrir sér. En þá má líka segja að maður hafi aldrei rétt fyrir sér heldur. Við skulum síðan bíða í nokkurra mánuði og sjá hvort að ESB lifir af það gjörningaveður sem að nú gengur yfir heimsbyggðina. Hvað gera Bretar til dæmis ef 'írskir bankar falla vitað er að Írska ríkið á ekki fyrir skuldbindingum sem það hefur lofað og að lókum verður ekki hægt að prenta peninga endalaust til að redda málunum fyrr eða síðar verður að fara Íslensku leiðina og aðlaga fjarmagn að verðmæti það er engin önnur lausn til og þegar að því kemur verðum við í þeirri kjörstöðu að hafa verið fyrstir til þess. Og ef stjórnmálamenn treysta sér ekki í starfið án hjálpar frá Brussel eiga þeir einfaldlega að snúa sér að öðru.
![]() |
Aðildarviðræður við ESB strax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2008 | 15:14
Siðareglur, siðleysi eða nauðsyn.
Mikið gladdist ég að heyra að starfi nefndar þeirrar sem að á að setja borgarfulltrúum siðareglur færi að taka enda. En skrýtið þykir mér að fólk hafi ekki hærra sjálfsmat en að það telji að það þurfi að setja sjálfu sér siðareglur til að geta sinnt vinnu sinni á siðlegan máta. Ég einhvern vegin næ þessu ekki við hin höfum nefnilega vanist því að þurfa að haga okkur samkvæmt óskráðum og skráðum siðareglum þjóðfélagsins og bera ábyrgð á því ef við gerum ekki svo með atvinnusmissi eða refsingum. Að fólk í vinnu í þágu borgarana kosið af borgurunum að það fólk þurfi einhverjar sértækar siðareglur sjálfu sér til leiðbeiningar er einfaldlega siðleysi í sjálfu sér. Og gaman væri að vita hvað þessi nefnd og það virðist vera að þær hafi verið fleiri hafi þegið í laun fyrir að finna siðsemina. Er það ekki líka alt að því siðleysi alla vega er það ekki ráðdeildarskapur með takmarkaða peninga okkar almúgans.
23.10.2008 | 21:55
Að sinna sínu
ASÍ eru samtök launafólks ekki rannsóknarréttur þeirra skylda er að sjá um hagsmuni launafólks ekki að sjá um glæðarannsóknir á landinu. Einnig á ASÍ ekki að vera frumkvöðull Evrópusambandsaðildar það eru ekkert allir félagsmenn í því sammála þeirri aðild og það er lágmarkskurteisi að kanna þau mál fyrst.
Síðan er tvennt sem að mér langar til að vita en hef ekki fundið upplýsingar um
1. Átti ASÍ einhvern hluta að því að björgunaraðgerðir gagnvart bönkunum mistókust með því að setja á oddinn kröfu um inngöngu í ESB.
2. Samkvæmt mínum heimildum þá er starfsmönnum ALCOA gert að greiða í eitt verkalýðsfélag það er Afl Austurland er það rétt og eru samningar ALCOA og Afls aðgengilegir einhverstaðar á netinu.
![]() |
Vilja húsleitarheimildir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2008 | 11:24
Þökkum fyrir
![]() |
Endurtaki sig aldrei |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2008 | 22:49
Góður Geir
![]() |
Við munum ekki láta kúga okkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2008 | 15:32
Athyglisvert
![]() |
Simor: Staða Ungverjalands betri en Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2008 | 09:40
Einn vitringur enn
Hver er skoðun hans á peningaprentun Bandaríkjanna.
Skildi vera hér einn vitringurinn enn sem að er að reyna að ná sínum 15 mínútum af frægð á kostnað okkar. Það er athyglisvert að hans heimaþjóð tekur tölvur af fólki og ummæli eins og hann hefur frami gætu komið honum í vandræði hjá heimavarnarráðuneytinu bandaríska.
![]() |
Stjórnvöld skilningslaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |