Góður Geir

Geir var góður í viðtalinu og vex með hverjum deginum. Hann er sannur leiðtogi og heldur ró sinni ótrúlega vel. Sigmar var líka góður þó greina mætti hjá honum Egils syndromið við og við. Hann sagðist tala í nafni þjóðarinnar sem Geir og félagar hefðu brugðist en hvað með Sigmar og félaga svokallað fjórða vald brást það ekki. Það er mín skoðun að fjórða valdið hafi brugðist gjörsamlega og kannski ættu fjölmiðla menn að sýna gott fordæmi og rýma til fyrir nýju fólki sem að ekki hefur brugðist þjóðinni. Fjórða valdið er enn að bregðast okkur það er engin djúp umfjöllun og það sjást ekki tilraunir til að ná í hina flúnu útrásarvíkinga Sjónvarpið gat sent fólk til Kína til að lýsa handbolta ég vildi gjarnan sjá fjölmiðla menn á tröppum Hannesar Smárasonar Jóns Ásgeirs og Björgúlfana en þeir virðast vera alveg stikkfrí. Hvers vegna hefur fjórða valdið engan áhuga á þeim? Hvers vegna telur fjórða valdið það vera í sinum verkahring að greina vandamálið samkvæmt almennri umræðu sem að hefur persónugert vandan í einni persónu. Það skildi þó ekki vera að fjórða valdið sé enn þjakað af húsbóndahollustu.
mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Sammála þér með Geir. Fjórða valdið er að mestum hluta til í eigu útrásarvíkinganna ennþá.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 22.10.2008 kl. 23:10

2 Smámynd: Skarfurinn

Geir góður, er þér virkilega  alvara, maðurinn er með allt niðrum sig og var í vörn allan tímann, þegar hann sagðist ekki ætla að breyta neinu í stjórn Seðlabankans þrátt fyri afglöp hans, hugsaði ég það er best að þessi stjórn fari frá og kjósa strax.

Skarfurinn, 23.10.2008 kl. 07:57

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég sá bara ekkert gott hjá Geir í Kastljósinu í gærkvöldi, það eina sem ég sá er að maðurinn er ekki alveg skaplaus eins og ég var farinn að halda.

Jóhann Elíasson, 23.10.2008 kl. 08:03

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Við getum vist ekki alltaf verið sammála Jói  en eg hef orðið miklar áhyggjur af fjórðavaldinu.
Hlustarðu á fréttir þær snúast orðið eingöngu um að koma a framfæri það sem ég tel að mestu leiti persónulegar skoðanir frétta manna á því hvernig þeir vilja sjá framvindu mála. Rannsókn og niðurstaða er í órafjarðlægð. Já og mér fannst Geir góður ég dáist að því hvað hann heldur þetta vel út miðað við allt það skítkast sem dynur á honum. Auðvitað er hluti vandans honum að  kenna og líka Davíð en líka ótalmörgum öðrum sem nú grýta mykju sem mest þeir mega. Það versta sem hægt væri að gera Steingrími J núna væri að afhenda honum stjórnartaumana það er það sem hann sýst vill því það er annað að geta gefið yfirlýsingar til hægri vinstri eða að standa við þær.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.10.2008 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband