Verkalýðshreifingin og lífeyrissjóðir.

Ég get ekki að því gert að mér finnst ASI vera í erfiðri stöðu að standa vörð um hagsmuni verkafólks á tveimur gagnstæðum vígstöðvum. Það er að verja okkur í kjaraskerðingu dagsins og óðaverðbólgunni og á sama tíma að verja hlut sinn sem er að vera lánveitandi og aðalkröfuhafi gagnvart sömu aðilum í miklum mæli. Þeir eru eiginlega í þeirri stöðu að þurfa að vernda kjötið til að geta kreyst úr því eins mikið og hægt er með hinni hendinni. Ég tel að það sé ekki hægt að koma í veg fyrir fall lífeyrisréttinda tímabundið en það má milda áhrifin með að leyfa fólki að vinna lengur ef það kýs án þess að lenda í víxlverkun jaðarskatta sem að gera ávinninginn af því engan. Svo má líka spyrja sig af hverju ASÍ er með puttana í lífeyrissjóðum verkafólks í þessu tilfelli er greinilega um hagsmunaárekstra að ræða.
mbl.is Kynna stöðu sjóðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband