Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Eðlileg þróun

Er ekki eðlilegt að fólkið snúi heim aftur þegar að umhægist ekki er hægt að ætlast til þess að Norðmenn annist um þá sem flóttamenn þegar að ekki liggur fyrir að þeim stafi hætta af þvi að flytja til baka.


mbl.is Reynt að koma í veg fyrir brottflutning Afgana frá Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt

Þetta mál er hið sorglegasta en mér finnst rangt að kalla fólkið innflytjendur. Hér er um flóttamenn að ræða en ekki innflytjendur.
mbl.is Talið að tugur ólöglegra innflytjenda hafi farist á Miðjarðarhafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kolefnisjöfnun ?

Meira seinna í kvöld er enn að reyna að skilja viðtal úr fréttablaðinu. 28 tré sem þér eru seld i dag sem aflátsbréf fyrir bílinn þinn verða búin að kolefnisjafna hann eftir 90 ár. Einstaklingur kaupir bíl 17 ára hættir að keyra 87 ara hann keyrir semsagt i 70 ár hann þarf að setja niður 28 tré x 70 hvert tré þarf síðan ca 5m2 ekki satt við setjum ekki niður neitt birki bara almennileg tré það eru orðnir ca 500 000 bilar á landinu svo er þetta ekki  500.000 x 28 x 70 x 5 = fermetra fjöldi sem að við þurfum undir skóga bara í augnablikinu. Hvað er Ísland stórt. Ég viðurkenni að formúla þessi stenst ekki skoðun en hún er ekki mikið vitlausari heldur en það að hætta að veiða þorsk. Eða hvað.

 


Græðgi

Hvar er réttarkerfið, siðgæðisvitundin, samkeppnisstofnun eða einfaldlega hvar er hugsun þeirra sem að gera svona. Þetta datt mér í hug þegar ég las fréttina um hvernig fyrirtækið Hamar nýtti sér erlent vinnuafl og komst upp með það. Engin eftirköst bara að lofa að laga það. Semsagt ég má brjóta löginn ég lofa því bara að gera það ekki aftur. Eins og amma gamla sagði Sveitattannn!


Er ekki allt í lagi eða hvað?

Þjóðhagslega hagkvæmt er að hætta þorskveiðum segir Hagfræðistofnun það fara jú einhverja 200 til 250 smá útgerðir á hausinn og miðað við vísitölufjölskylduna er það ca 6 til 700 manns og hvað með það þetta er hagkvæmt. Ég mælist til þess að einhver reikni út hvort ekki sé hagkvæmt að leggja niður Hagfræðistofnun og flytja hana til þeirra byggðarlaga sem verst út úr niðurskurðinum. Ég tel að það eigi að fara eftir niðurstöðum Hafró núna og næstu tvö þrjú árin og ef að ekki verður bætt ástand í veiðistofni þorsk að þeim tíma loknum þá á annað hvort að leggja batteríið niður eða segja upp fræðingunum sem reiknuðu skakkt. Það er allt of lítið um það að vitringarnir fái að taka pokann sinn ef að þeir gera vitleysur. Verkamaður klúðrar skurði og fær að fjúka vitringarnir leika sér með heila þjóð og eru sjaldnast að taka mark á gjörðum sínum ef rangt er reiknað þá er oftar en ekki einhverri óþekktri skekkju í forrtiti um að kenna.


Forræðishyggja

Vinnu umræðan snýst í dag um boð og bönn vitringana sem vita hvað er best fyrir aðra og þar á meðal bann við kjöltudansi sem er jú sett til að koma í veg fyrir mansal að því sagt er og líka vændi og virðast flestir á því að þetta sé enn eitt dæmið um forræðishyggju og kolrangar áherslur hvað hefur bann við einkadansi að gera með að stoppa mansal nákvæmlega ekki neitt. Eða eins og einn sagði í umræðunum.
Afhverju ráðast þeir sem að allt þykjast vita ekki að rótum vandans sem í þessu tilfelli er mansal og vændi að banna einkadans til að bjarga málunum er eins og að banna reipi til að koma í veg fyrir fjallgöngur.


ætli það verði slegist um að gefa umsögn

LOL sé i anda fyrir mér hinar ýmsu nefndir sveitarfélagana á súlustöðum til að gefa umsóknir um hvort að það fari fram jákvæður einkadans skildu starfsmenn þeirra fá launa uppbót vegna erfiðra vinnuaðstæðna svona eins og þekktist á farskipum þar sem voru taxtar fyrir til dæmis vinnu undir gólfi. :) 3 tímar í að ákveða jákvæðni kjöltudans 10% álag og fatahreinsun. Ég sæki um hjá bænum.
Það sem er neikvætt við þetta er að hér er einn enn naglin í kistu frelsis fólks og eitt en skrefið í stöðugt vaxandi forræðishyggju þar sem að sjálfskipaðir vitringar halda að þeir einir viti hvað fólki er fyrir bestu og hvað er rétt og hvað er rangt. Og það sorglegasta í þessu öllu saman er það að sennilega muni þetta gera líf þeirra sem að verið er að vernda verra því miður en vitringarnir viðurkenna það aldrei. Tek framm að ég er engin sjalfskipaður verndari kjöltudans en þessi sívaxandi forræðishyggja er farin að fara í taugarnar á mér. Væri nær fyrir fólk að klára loforð sín áður en stokkið er í það næsta. Eða var okkur ekki lofað eiturlyfjalausu Íslandi fyrir árið 2000


mbl.is Einkadansinn líður undir lok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisspjöll?

Einn af kostum þess að búa hér a landi að mati bloggara er að það eru næstum engin h.... tré að eyðileggja hið íðilfagra Íslenska útsýni. Einnig hefur maður sjálfdæmi um að geta bæði starað og migið upp í hvassa Íslenska suðvestanátt sem ekki er brotin niður í dróma af trjám. I dag grafa menn holur út um mýrar og móa og stinga þar niður trjávöndlum til að kolefnisjafna sjálfan sig og aðra. Oft er þar sama fólkið sem heldur ræður um að við verðum að skila landinu óbreyttu til  næstu kynslóða ?? er skórækt ekki breyting á landinu ? þarf ekki að setja skógrækt í umhverfismat. Undirritaður kann allavega vel við skógleysið og óbeislaðan vindinn sem að fylgir því og hugnast ekki hin nútíma aflátsbréf sem alltaf er verið að finna upp og oftar en ekki til að skapa einn enn atvinnuvegin fyrir sívaxandi fjölda fólks sem að hefur menntast til að hafa vit fyrir öðrum og þá yfirleitt þeim sem að menntast hafa til að brúka hendurnar til sköpunarverka.


Hvar er jafnréttið

Á tímum þegar á að jafna allt og setja lög um jafnan fjölda karla og kvenna í stöðum vekur þetta athygli mína http://www.ns.is/neytendasamtokin/starfsfolk/  Vil ég beina því til Jóhannesar að hann athugi jafnréttismál á skrifstofunni hjá sér. Við karlmenn erum jú neytendur líka er það ekki LoL  Tounge

Pirrrraður

Það sem er  að pirra mig þessa dagana er mismunun gagnvart umferðalögum. Það eru skilti út um allt sem sýna að á sumum götum er bannað að keyra ákveðnar tegundir ökutækja á ákveðnum tímum. En það er nákvæmlega ekkert farið eftir þeim. Ég tek dæmi af veginum milli Kópavogs og upp að Esso stöðinni í Ártúnsbrekku frá síðustu viku. Alla daga vikunnar sáust flestar gerðir traktora og traktorsgrafna á þessari leið milli fimm og sex þegar umferðin er mest. En föstudagurinn sló allt út fyrir utan þennan venjubundna sveim af traktorum og traktorsgröfum voru 2 Broyt gröfur og einn veghefill að flækjast á veginum. Ég spyr bara hverjum dettur í hug að keyra hjólaskóflu upp Ártúnsbrekkuna og Veghefil eftir Reykjanesbrautinni kl 5,30 á föstudegi og vel á minnst í vegheflinum voru að minnstakosti 3 farþegar hvers vegna er ekkert gert í þessu það ætti allavega að taka niður skiltin sem sýna að þetta sé bannað.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband