Pirrrraður

Það sem er  að pirra mig þessa dagana er mismunun gagnvart umferðalögum. Það eru skilti út um allt sem sýna að á sumum götum er bannað að keyra ákveðnar tegundir ökutækja á ákveðnum tímum. En það er nákvæmlega ekkert farið eftir þeim. Ég tek dæmi af veginum milli Kópavogs og upp að Esso stöðinni í Ártúnsbrekku frá síðustu viku. Alla daga vikunnar sáust flestar gerðir traktora og traktorsgrafna á þessari leið milli fimm og sex þegar umferðin er mest. En föstudagurinn sló allt út fyrir utan þennan venjubundna sveim af traktorum og traktorsgröfum voru 2 Broyt gröfur og einn veghefill að flækjast á veginum. Ég spyr bara hverjum dettur í hug að keyra hjólaskóflu upp Ártúnsbrekkuna og Veghefil eftir Reykjanesbrautinni kl 5,30 á föstudegi og vel á minnst í vegheflinum voru að minnstakosti 3 farþegar hvers vegna er ekkert gert í þessu það ætti allavega að taka niður skiltin sem sýna að þetta sé bannað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband