Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
29.5.2007 | 22:04
Ekki fréttir
Á vinnustað á landsbyggðinni var starfsmanni sagt upp án ástæðu á laugardaginn það er ekki frétt næmt það er heldur ekki frétt næmt að daginn eftir hafði verið ráðin önnur manneskja í staðinn en sem verktaki.
Það er ekki frétt næmt að fáum dögum áður hafði önnur manneskja hætt vegna ástæðna sem telja má á gráu svæði.
Þar sem að þetta er í ferðaþjónustu hefur hvarflað að mér að hér sé um nýja stefnu að ræða í þjónustu við ferðamenn það er að útrýma rólega þeim starfmönnum sem eru sekir um að tala Íslensku enda truflar sennilega afdalamennskan framsókn þessarar atvinnugreinar jafnmikið og hvalveiðar og álver gera.
Svo að eftir að tekist hefur að stöðva hvalveiðar og hætta uppbyggingu stóriðju má snúa sér að fækkun afdalabúa til að ekkert trufli vöxt sprotana sem bjarga eiga landinu.
28.5.2007 | 00:23
Matrix
Það heyrast fréttir af illri meðferð á erlendu fólki sem hér stundar vinnu, vont er ef satt reynist og á ekki að líðast í okkar þjóðfélagi.
Aldrei heyrast fréttir af misjafnri framkomu atvinnurekanda gagnvart innfæddum.
Aldrei heyrast fréttir af vinnustöðum á viðkvæmum atvinnusvæðum þar sem rólega er verið að losa sig við starfsfólk úr sveitinni ýmist með því að gera því vinnuna óbæra eða hreinlega með einföldu uppsagnar bréfi án nokkrar ástæðu fyrir uppsögninni.
Því er þó hvíslað að þetta eigi sér stað og jafnvel í þó nokkrum mæli. Hversvegna jú oftar en ekki til að geta ráðið ódýrara starfsfólk til að geta aukið gróða.
Af hverju ætli að aldrei sé fjallað um þessa hlið í fréttum er það svo að hægt sé að segja að hún sé ekki til.
Kannski er það vegna þess að vond framkoma gangvart innfæddum telst ekki fréttnæm eða þá að ekkert má fjalla um sem truflar græðgis væðinguna.
Eða erum við kannski bara stödd í Matrix þar sem að skipulega er séð til þess að einungis græna hliðin snúi upp.
21.5.2007 | 22:48
Pirrandi
Var á ferð frá Sundahöfn til Hafnarfjarðar í dag fastur i en einum umferðarhnútnum. Örugglega hátt í 100 bilar að silast áfram, á gatnamótunum við Holtagarða sá ég ástæðuna. Einmanna maður og ein grafa að grafa upp hálfa götuna. Skildi engum hafa dottið í hug að það væri gróði í því að borga þessum tveimur yfirvinnu og gera þetta að kvöldi heldur enn að teppa hundruð vinnandi manna tímunum saman i bílalest. Sýnist þetta vera verðugt hagfræði dæmi.
15.5.2007 | 22:35
Meira af honum Erlend.
Ég held að Erlendur sé sósíalisti hann er alltaf brosandi og síhamingjusamur það getur engin verið svona hamingjusamur nema að aðhyllast alræði öreygana eða þá að vera rótgróinn fjármagnseigandi, kannski Erlendur eigi bréf í Glitni. Ég held samt að hann sé kommi, hann Erlendur hikar ekki við að leggja sitt af mörkum til að viðhalda samfélagslegum gildum í hinu kapitaliska umhverfi með vinnuframlagi langt undir þeim kröfum um kaupgjald sem ekki Erlendar gera. Erlendur er einnig umhverfis sinni og hefur meira að segja komist í ljósvaka miðla vegna endurvinnslu á skönkum biblíulegra vanhelgra dýra sem að fyrir daga Erlends voru til einskis nýtir en Erlendur brýtur til mergjar og gerir úr mat. Þannig að afgangs kjötmeti sem áður var hent er nú fullnýtt afurðarstöðvum til mikillar gleði núna sit ég á kvöldin í stofunni með kósangas og vasahníf og dunda mér við að svíða skanka til að fylgja með í nútímavæðingu þjóðfélagsins . Lifi framþróunin.
12.5.2007 | 19:01
I am from Hafnarfjörður
Verð að deila þessu með öðrum finnst það lýsa ástandinu hér svo vel. Á föstudag gekk maður inn í fyrirtæki hér í bæ með það í huga að sækja um vinnu. Þar sem að hann stóð þar vindur sér að honum eigandi fyrirtækisins og segir á Engilsaxnesku What do you want. I want job var svarið.
Eftir smá umræður á Engilsaxnesku spyr atvinnurekandinn " are you from" " O I am from Hafnarfjörður. O You live in Hafnarfjörður, No I am from Hafnarfjörður. Yes but were are you from in the beginning. Hafnarfjörður var svarið. Það var löng þögn þar sem að þeir horfðu á hvorn annan þangað til atvinnurekandinn sagði aaa svo þú ert héðan úr bænum. Já svaraði hinn. Þarf ekki að taka fram að maðurinn var ráðinn á staðnum enda samtyngdir starfsfélagar ekki á hverju strái í dag.
9.5.2007 | 20:15
Vatnadans
Í kvöld lauk hinni löngu leit minni að Vatnadansmeyjafélaginu Hrafnhildi. Flokkurinn birtist mér í allri sinni dýrð í Kastljósinu. Hversvegna var ég að leita að flokknum jú mig þyrsti að vita hvert hluti þeirra peninga sem að ríkið hirðir af launum mínum færi en þessi flokkur fékk starflaun á síðustu fjárlögum. Nú þarf ég bara að finna styrkhafana Common Nonsense, Dansleikhús með ekka, Panic Production og Skopp ef ég vil sjá hvernig skattpeningum mínum er varið.
3.5.2007 | 19:57
Hann Erlendur félagi minn
Heyrði að Erlendur vinnufélagi minn hefði þurft að skreppa frá vegna þess að hann væri í mæðraskoðun. Afturhaldsseggur eins og ég er bölvaði ég i hljoði því misrétti sem væri í gangi þar sem Erlendar landsinns væru nú farnir að frá frí frá vinnu til mæðraskoðanna og dróg ég þá ályktun af málinu að vegna aðsóknar Íslenskra mæðra í mæðraskoðanir Erlends og nafna hans dygðu helgarnar ekki lengur til þessara aukastarfa þeirra nafna. Er ég bölvaði þessu við samtyngda félaga mína var mér tjáð að Erlendur væri ekki að skoða heldur hefðu endurteknar mæðraskoðanir hans leitt til þess að staðbundin vöxtur hefði hlaupið í miðju eins viðfangsefnissins og að Erlendur væri að fylgjast með framvindu mála. Mín afturhaldssama sál gleðst yfir þeirri guðsgjöf sem slíkt er en um leið velti ég því fyrir mér hvort að ég ætti ekki að fá frí og skreppa með honum. Því ef að allt sem sagt er reynist rétt og Erlendur og nafnar hans drífa sig af skerinu um leið og hægist á má leiða að því getum að við samtyngdir höfum eignast fósturbörn all nokkur til framfærslu. Og mikil er blessun okkar mörlanda þessa dagana þar sem að störfin okkar eru unnin af glaðlyndum Erlendum sem hafa einnig tekið að sér framleiðslu næstu kynslóðar skattgreiðanda svo að við mörlandar getum lagst í bjórdrykkju og golf. Það gerist varla betra.