Matrix

Það heyrast fréttir af illri meðferð á erlendu fólki sem hér stundar vinnu, vont er ef satt reynist og á ekki að líðast í okkar þjóðfélagi.
 Aldrei heyrast fréttir af misjafnri framkomu atvinnurekanda gagnvart innfæddum.
Aldrei heyrast fréttir af vinnustöðum á viðkvæmum atvinnusvæðum þar sem rólega er verið að losa sig við starfsfólk úr sveitinni ýmist með því að gera því vinnuna óbæra eða hreinlega með einföldu uppsagnar bréfi án nokkrar ástæðu fyrir uppsögninni.  
Því er þó hvíslað að þetta eigi sér stað og jafnvel í þó nokkrum mæli. Hversvegna  jú oftar en ekki til að geta ráðið ódýrara starfsfólk til að geta aukið gróða.  
Af hverju ætli að aldrei sé fjallað um þessa hlið í fréttum er það svo að hægt sé að segja að hún sé ekki til.
Kannski er það vegna þess að vond framkoma gangvart innfæddum telst ekki fréttnæm eða þá að ekkert má fjalla um sem truflar græðgis væðinguna.
Eða erum við kannski bara stödd í Matrix þar sem að skipulega er séð til þess að einungis græna hliðin snúi upp.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband